Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2022 13:23 Anna Dóra sagði af sér sem forseti FÍ og sakaði Tómas um að hafa beitt sér af hörku fyrir því að Helgi Jóhannesson lögfræðingur fengi að koma aftur til starfa hjá félaginu. Tómas segir Önnu Dóru snúa staðreyndum á hvolf. vísir/vilhelm Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. Allt logar nú stafna á milli í FÍ en í morgun var greint frá því að Anna Dóra hafi sagt sig frá störfum sem forseti vegna óásættanlegra samskipta við stjórn félagsins. Stjórnin hefur hafnað ásökunum Önnu Dóru. Í langri yfirlýsingu lýsti Anna Dóra meðal annars því að Tómas, góðvinur Helga Jóhannessonar, sem fór frá félaginu í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti, hafi beitt sér fyrir því af hörku að Helgi fengi aftur að starfa fyrir félagið. „Ég hef aldrei lagt til að fyrrum stjórnarmaður tæki aftur sæti í stjórn félagsins, hann aldrei óskað eftir slíku, enda nýr stjórnarmaður kosinn í hans stað á síðasta aðalfundi félagsins,“ segir Tómas nú. Tómas, sem er staddur í Nepal í göngu, segir að Helgi hafi sent erindi til stjórnar og óskað eftir því að fá að útskýra sína hlið á skyndilegu brotthvarfi úr stjórn í nóvember 2021. „Taldi ég á stjórnarfundi rétt að erindið fengi formlega umfjöllun stjórnar, sem forseti taldi ekki ástæðu til, en mér falið að koma á óformlegum fundi sem forseti hugðist ekki sækja.“ Tómas harmar það í hvaða farveg málið er komið í. „Viðskilnaður forseta við stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands er sorglegt mál, ekki síst fyrir Ferðafélag Íslands, þar sem staðreyndum er snúið á hvolf og umræðan færð frá þeim alvarlega samskiptavanda sem litað hefur starf stjórnar sl. ár.“ Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Félagasamtök MeToo Tengdar fréttir Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Sjá meira
Allt logar nú stafna á milli í FÍ en í morgun var greint frá því að Anna Dóra hafi sagt sig frá störfum sem forseti vegna óásættanlegra samskipta við stjórn félagsins. Stjórnin hefur hafnað ásökunum Önnu Dóru. Í langri yfirlýsingu lýsti Anna Dóra meðal annars því að Tómas, góðvinur Helga Jóhannessonar, sem fór frá félaginu í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti, hafi beitt sér fyrir því af hörku að Helgi fengi aftur að starfa fyrir félagið. „Ég hef aldrei lagt til að fyrrum stjórnarmaður tæki aftur sæti í stjórn félagsins, hann aldrei óskað eftir slíku, enda nýr stjórnarmaður kosinn í hans stað á síðasta aðalfundi félagsins,“ segir Tómas nú. Tómas, sem er staddur í Nepal í göngu, segir að Helgi hafi sent erindi til stjórnar og óskað eftir því að fá að útskýra sína hlið á skyndilegu brotthvarfi úr stjórn í nóvember 2021. „Taldi ég á stjórnarfundi rétt að erindið fengi formlega umfjöllun stjórnar, sem forseti taldi ekki ástæðu til, en mér falið að koma á óformlegum fundi sem forseti hugðist ekki sækja.“ Tómas harmar það í hvaða farveg málið er komið í. „Viðskilnaður forseta við stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands er sorglegt mál, ekki síst fyrir Ferðafélag Íslands, þar sem staðreyndum er snúið á hvolf og umræðan færð frá þeim alvarlega samskiptavanda sem litað hefur starf stjórnar sl. ár.“
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Félagasamtök MeToo Tengdar fréttir Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Sjá meira
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34