Ian búinn að ná landi á Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2022 10:19 Sjómenn vörðu gærdeginum í að ná bátum sínum á þurrt. AP/Milexsy Duran Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. Sérfræðingar óttast að Ian muni hækka sjávarmál við Kúbu um allt að 4,3 metra, sem gæti valdið miklum flóðum. Þá fylgir mikil rigning fellibylnum. AP fréttaveitan segir frá því að sjómenn hafi dregið báta sína á þurrt og á landi hafi fólk gengið úr skugga um að niðurföll væru hrein. Enn sem komið er hafa litlar fregnir borist af fellibylnum á Kúbu. Þegar þetta er skrifað er klukkan þar rétt rúmlega sex að morgni. Hér má sjá myndband af Iansem tekið var upp á myndavélar sem eru utan á Alþjóðlegu geimstöðinni. #HurricaneIan is seen about 260 miles below the space station as the storm was gaining strength south of Cuba and moving toward Florida at around 3pm ET on Monday, Sept 26, 2022. pic.twitter.com/GNef1ptraA— International Space Station (@Space_Station) September 26, 2022 Veðurstofa Bandaríkjanna segir líf í hættu á Kúbu vegna vinda, skyndiflóða og mögulegra aurskriða í dag. Það sama megi segja um sjávarflóð við stendur Flórída. Flóðin gætu reynst lífshættuleg og þá sérstaklega í Fort Myers og Tampa Bay. Íbúar á Kúbu sögðu blaðamönnum AP að þeir væru óttaslegnir vegna Ians og þá sérstaklega vegna sjávarflóða sem eiga að fylgja honum. Vindhraði þar sem fellibylurinn náði landi er talinn vera um 57 metrar á sekúndu. Here are the 5 AM EDT Key Messages for Major Hurricane #Ian. More: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/0uzMONna9h— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2022 Náttúruhamfarir Kúba Bandaríkin Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Sérfræðingar óttast að Ian muni hækka sjávarmál við Kúbu um allt að 4,3 metra, sem gæti valdið miklum flóðum. Þá fylgir mikil rigning fellibylnum. AP fréttaveitan segir frá því að sjómenn hafi dregið báta sína á þurrt og á landi hafi fólk gengið úr skugga um að niðurföll væru hrein. Enn sem komið er hafa litlar fregnir borist af fellibylnum á Kúbu. Þegar þetta er skrifað er klukkan þar rétt rúmlega sex að morgni. Hér má sjá myndband af Iansem tekið var upp á myndavélar sem eru utan á Alþjóðlegu geimstöðinni. #HurricaneIan is seen about 260 miles below the space station as the storm was gaining strength south of Cuba and moving toward Florida at around 3pm ET on Monday, Sept 26, 2022. pic.twitter.com/GNef1ptraA— International Space Station (@Space_Station) September 26, 2022 Veðurstofa Bandaríkjanna segir líf í hættu á Kúbu vegna vinda, skyndiflóða og mögulegra aurskriða í dag. Það sama megi segja um sjávarflóð við stendur Flórída. Flóðin gætu reynst lífshættuleg og þá sérstaklega í Fort Myers og Tampa Bay. Íbúar á Kúbu sögðu blaðamönnum AP að þeir væru óttaslegnir vegna Ians og þá sérstaklega vegna sjávarflóða sem eiga að fylgja honum. Vindhraði þar sem fellibylurinn náði landi er talinn vera um 57 metrar á sekúndu. Here are the 5 AM EDT Key Messages for Major Hurricane #Ian. More: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/0uzMONna9h— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2022
Náttúruhamfarir Kúba Bandaríkin Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53