Mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu fyrir krabbameinsskimunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. september 2022 13:00 Yfirlæknir brjóstamiðstöðvar segir mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu þegar kemur að krabbameinsskimunum í ljósi fyrri mistaka við greiningu leghálskrabbameina. Ný brjóstamiðstöð opnaði í morgun með það að markmiði að gera þjónustu við konur aðgengilegri. Heilbrigðisráðherra segir framtakið framfaraskref í heilsusögu kvenna. Ný brjóstamiðstöð Landspítlans var formlega vígð í morgun. Opnun miðstöðvarinnar er liður í að samþætta þjónustu við geiningu, meðferð og eftirlit brjóstmeina og jafnframt til að styrkja og efla starfsemina. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirmaður brjóstaskurðlækninga, segir markmiðið að byggja upp heildræna þjónustu fyrri konur í landinu. „Endurskipuleggja ferla og slíkt og gera þjónustuna aðgengilega þannig að greiningartími verði sem stystur og við sjáum meiri samfellu í flæði í gegnum greiningarferil, meðferðarferil og eftirlit.“ Þjónustan hafi verið of dreifð Svanheiður segir að þjónustan hafi verið allt of flókin og dreifð um heilbrigðiskerfið. „Já það hefur verið það og nú höfum við tækifæri til þess að fanga alla þjónustuna á einn stað. Það er hugmyndin með brjóstamiðstöð að hér er öll sú þjónusta sem konur þurfa að leita til vegna allra vandamála í brjóstum.“ Heldur þú að konur treysti kerfinu, t.d. eftir mistök við greiningu á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu? „Já það er góð spurning. Það er eitt af því sem við þurfum að komast að. Ég held að reynslan muni sýna fram á það hvort þeir treysti kerfinu. Okkur er mjög annt um skimunina og við sem komum að skimunarverkefninu við vinnum saman og erum að endurskoða hvað við getum gert til að bæta þjónustuna og til þess að auka aðgengið þannig að konur hreinlega mæti.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.bjarni einarsson Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að þjónustan hafi verið of brotakennd en með opnun miðstöðvarinnar sé, líkt og Svanheiður sagði, öll þjónusta komin á einn stað. „Í því fellst auðvitað efling þjónustu og samfella og samlegð sem við þekkjum frá teymisvinnu sem er alltaf að aukast í allri heilbrigðisþjónustu og hún er ekki síst nauðsynleg á þessu sviði,“ sagði Willum. Er þetta framfaraskref í heilsusögu kvenna? „Já mér finnst það, stórt framfaraskref.“ Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ný brjóstamiðstöð Landspítlans var formlega vígð í morgun. Opnun miðstöðvarinnar er liður í að samþætta þjónustu við geiningu, meðferð og eftirlit brjóstmeina og jafnframt til að styrkja og efla starfsemina. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirmaður brjóstaskurðlækninga, segir markmiðið að byggja upp heildræna þjónustu fyrri konur í landinu. „Endurskipuleggja ferla og slíkt og gera þjónustuna aðgengilega þannig að greiningartími verði sem stystur og við sjáum meiri samfellu í flæði í gegnum greiningarferil, meðferðarferil og eftirlit.“ Þjónustan hafi verið of dreifð Svanheiður segir að þjónustan hafi verið allt of flókin og dreifð um heilbrigðiskerfið. „Já það hefur verið það og nú höfum við tækifæri til þess að fanga alla þjónustuna á einn stað. Það er hugmyndin með brjóstamiðstöð að hér er öll sú þjónusta sem konur þurfa að leita til vegna allra vandamála í brjóstum.“ Heldur þú að konur treysti kerfinu, t.d. eftir mistök við greiningu á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu? „Já það er góð spurning. Það er eitt af því sem við þurfum að komast að. Ég held að reynslan muni sýna fram á það hvort þeir treysti kerfinu. Okkur er mjög annt um skimunina og við sem komum að skimunarverkefninu við vinnum saman og erum að endurskoða hvað við getum gert til að bæta þjónustuna og til þess að auka aðgengið þannig að konur hreinlega mæti.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.bjarni einarsson Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að þjónustan hafi verið of brotakennd en með opnun miðstöðvarinnar sé, líkt og Svanheiður sagði, öll þjónusta komin á einn stað. „Í því fellst auðvitað efling þjónustu og samfella og samlegð sem við þekkjum frá teymisvinnu sem er alltaf að aukast í allri heilbrigðisþjónustu og hún er ekki síst nauðsynleg á þessu sviði,“ sagði Willum. Er þetta framfaraskref í heilsusögu kvenna? „Já mér finnst það, stórt framfaraskref.“
Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira