Mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu fyrir krabbameinsskimunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. september 2022 13:00 Yfirlæknir brjóstamiðstöðvar segir mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu þegar kemur að krabbameinsskimunum í ljósi fyrri mistaka við greiningu leghálskrabbameina. Ný brjóstamiðstöð opnaði í morgun með það að markmiði að gera þjónustu við konur aðgengilegri. Heilbrigðisráðherra segir framtakið framfaraskref í heilsusögu kvenna. Ný brjóstamiðstöð Landspítlans var formlega vígð í morgun. Opnun miðstöðvarinnar er liður í að samþætta þjónustu við geiningu, meðferð og eftirlit brjóstmeina og jafnframt til að styrkja og efla starfsemina. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirmaður brjóstaskurðlækninga, segir markmiðið að byggja upp heildræna þjónustu fyrri konur í landinu. „Endurskipuleggja ferla og slíkt og gera þjónustuna aðgengilega þannig að greiningartími verði sem stystur og við sjáum meiri samfellu í flæði í gegnum greiningarferil, meðferðarferil og eftirlit.“ Þjónustan hafi verið of dreifð Svanheiður segir að þjónustan hafi verið allt of flókin og dreifð um heilbrigðiskerfið. „Já það hefur verið það og nú höfum við tækifæri til þess að fanga alla þjónustuna á einn stað. Það er hugmyndin með brjóstamiðstöð að hér er öll sú þjónusta sem konur þurfa að leita til vegna allra vandamála í brjóstum.“ Heldur þú að konur treysti kerfinu, t.d. eftir mistök við greiningu á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu? „Já það er góð spurning. Það er eitt af því sem við þurfum að komast að. Ég held að reynslan muni sýna fram á það hvort þeir treysti kerfinu. Okkur er mjög annt um skimunina og við sem komum að skimunarverkefninu við vinnum saman og erum að endurskoða hvað við getum gert til að bæta þjónustuna og til þess að auka aðgengið þannig að konur hreinlega mæti.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.bjarni einarsson Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að þjónustan hafi verið of brotakennd en með opnun miðstöðvarinnar sé, líkt og Svanheiður sagði, öll þjónusta komin á einn stað. „Í því fellst auðvitað efling þjónustu og samfella og samlegð sem við þekkjum frá teymisvinnu sem er alltaf að aukast í allri heilbrigðisþjónustu og hún er ekki síst nauðsynleg á þessu sviði,“ sagði Willum. Er þetta framfaraskref í heilsusögu kvenna? „Já mér finnst það, stórt framfaraskref.“ Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ný brjóstamiðstöð Landspítlans var formlega vígð í morgun. Opnun miðstöðvarinnar er liður í að samþætta þjónustu við geiningu, meðferð og eftirlit brjóstmeina og jafnframt til að styrkja og efla starfsemina. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirmaður brjóstaskurðlækninga, segir markmiðið að byggja upp heildræna þjónustu fyrri konur í landinu. „Endurskipuleggja ferla og slíkt og gera þjónustuna aðgengilega þannig að greiningartími verði sem stystur og við sjáum meiri samfellu í flæði í gegnum greiningarferil, meðferðarferil og eftirlit.“ Þjónustan hafi verið of dreifð Svanheiður segir að þjónustan hafi verið allt of flókin og dreifð um heilbrigðiskerfið. „Já það hefur verið það og nú höfum við tækifæri til þess að fanga alla þjónustuna á einn stað. Það er hugmyndin með brjóstamiðstöð að hér er öll sú þjónusta sem konur þurfa að leita til vegna allra vandamála í brjóstum.“ Heldur þú að konur treysti kerfinu, t.d. eftir mistök við greiningu á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu? „Já það er góð spurning. Það er eitt af því sem við þurfum að komast að. Ég held að reynslan muni sýna fram á það hvort þeir treysti kerfinu. Okkur er mjög annt um skimunina og við sem komum að skimunarverkefninu við vinnum saman og erum að endurskoða hvað við getum gert til að bæta þjónustuna og til þess að auka aðgengið þannig að konur hreinlega mæti.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.bjarni einarsson Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að þjónustan hafi verið of brotakennd en með opnun miðstöðvarinnar sé, líkt og Svanheiður sagði, öll þjónusta komin á einn stað. „Í því fellst auðvitað efling þjónustu og samfella og samlegð sem við þekkjum frá teymisvinnu sem er alltaf að aukast í allri heilbrigðisþjónustu og hún er ekki síst nauðsynleg á þessu sviði,“ sagði Willum. Er þetta framfaraskref í heilsusögu kvenna? „Já mér finnst það, stórt framfaraskref.“
Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent