Nýtt nafn félagsins Flugleiðahótel er Iceland Hotel Collection by Berjaya og nafn hótelkeðjunnar fer úr Icelandair Hotels í Berjaya Iceland Hotels.
„Nýtt nafn er skírskotun í safn þeirra fjölbreyttu hótelvörumerkja sem Berjaya starfrækir hérlendis, og eru ýmist eigin vörumerki eða þau sem félagið rekur í sérleyfissamningi við Hilton Worldwide,“ segir í tilkynningu frá Berjaya Iceland Hotels.
Nöfn einstakra hótela í eigu Berjaya verður hið sama, líkt og Hótel Edda, Hilton Reykjavík Nordica og Alda Hotel Reykjavik.
Berjaya keypti Icelandair Hotels árið 2020 fyrir tíu milljarða króna. Eigandi Berjaya er Vincent Tan en hann er einnig þekktur fyrir að vera eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff.