Fjórtán ára með falsað ökuskírteini Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2022 07:27 Það var nóg að gera hjá lögreglu í gær og í gærnótt. Vísir/Vilhelm Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í miðbænum hringdi vitni að rafskútuslysi í lögreglu en þá hafði 66 ára gamall maður dottið af rafskútu sinni og á húsvegg. Talið er að hann hafi misst meðvitund í kjölfar þess og hlaut blæðingu úr nefi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild þar sem hann hlaut aðhlynningu. Tvö önnur slys tengd rafskútum urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan rúmlega fimm þegar bifreið var ekið á ellefu ára dreng á skútu sinni. Móðir drengsins var á vettvangi ásamt lögreglu en hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Klukkan fjögur í nótt datt ungur maður af rafskútu sinni og fékk áverka á augabrún. Þegar hann ræddi við lögreglu mundi hann lítið hvað hafði gerst og var fluttur á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um fíkniefni sem höfðu fundist á leikvelli. Vegfarendur afhentu lögreglu fíkniefnin í nestisboxi en þau eru talin tilheyra ungmennum sem venja komur sínar þangað. Þá var tilkynnt um þjófnað í Hafnarfirði en maður fór inn á hótel og stal yfirhöfn og farsíma af starfsmanni. Í yfirhöfn starfsmannsins voru einnig bíllyklar hans. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás á starfsmann pizzuveitingastaðar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en ekki er vitað um áverka hjá starfsmanninum. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í miðbænum hringdi vitni að rafskútuslysi í lögreglu en þá hafði 66 ára gamall maður dottið af rafskútu sinni og á húsvegg. Talið er að hann hafi misst meðvitund í kjölfar þess og hlaut blæðingu úr nefi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild þar sem hann hlaut aðhlynningu. Tvö önnur slys tengd rafskútum urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan rúmlega fimm þegar bifreið var ekið á ellefu ára dreng á skútu sinni. Móðir drengsins var á vettvangi ásamt lögreglu en hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Klukkan fjögur í nótt datt ungur maður af rafskútu sinni og fékk áverka á augabrún. Þegar hann ræddi við lögreglu mundi hann lítið hvað hafði gerst og var fluttur á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um fíkniefni sem höfðu fundist á leikvelli. Vegfarendur afhentu lögreglu fíkniefnin í nestisboxi en þau eru talin tilheyra ungmennum sem venja komur sínar þangað. Þá var tilkynnt um þjófnað í Hafnarfirði en maður fór inn á hótel og stal yfirhöfn og farsíma af starfsmanni. Í yfirhöfn starfsmannsins voru einnig bíllyklar hans. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás á starfsmann pizzuveitingastaðar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en ekki er vitað um áverka hjá starfsmanninum.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira