Theodór Elmar: Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða Sverrir Mar Smárason skrifar 11. september 2022 16:58 Theodór Elmar Bjarnason átti góðan leik í liði KR í dag. Vísir/Hulda Margrét KR vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í dag og tryggði sig þar með í efri hluta umspilið. Theodór Elmar átti góðan leik í liði KR og segir sigurinn mikilvægan fyrir félagið. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum. Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
„Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum.
Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14