Yngsta skólastigið þarf á raunhæfum lausnum að halda Jónína Hauksdóttir skrifar 8. september 2022 10:00 Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Jónína Hauksdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun