Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2022 10:48 Lozos hafði áður prófað að baka rúgbrauð í ofni en vildi prófa nýja aðferð. Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Lozos hefur starfað mikið hér á landi vegna eldgosanna á Reykjanesskaga og fékk þá að smakka á rúgbrauði. Hann hafði áður reynt að baka hið ljúffenga íslenska rúgbrauð í ofni en vildi prófa að nýta sér annan orkugjafa. Today's "oven" is a 2016 Honda HR-V. It is dark gray, and the interior is black. It gets very hot in there, in general.I moved it from my usual covered parking place onto an unshaded, east-west-oriented street, to maximize the sunlight it gets today. pic.twitter.com/fYH4V9fWnB— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Hann ákvað því að nýta sér þann hita sem myndast inni í bíl hans í Kaliforníu-ríki en hitastigið náði allt að 46 gráðum í gær þar að sögn Julian. Hann deildi baksturssögu sinni á Twitter í gærkvöldi. Í verkið notaði Lozos pott sem heldur vel hita og setti plastfilmu yfir deigið til að passa upp á það að gufan færi ekki úr pottinum. Hann lagði bílnum sínum á sólríkum stað klukkan ellefu í gærmorgun en þá var tæplega 37 stiga hiti úti. Aðeins þrjátíu mínútum síðar var hitastigið orðið 40 gráður og á mælaborðinu, þar sem baksturinn fór fram, var hitinn 54 gráður. Svona leit deigið út eftir rúmlega tveggja tíma bakstur. Lozos ákvað að fylgjast með bakstrinum á tveggja tíma fresti en eftir tvo klukkutíma voru komnar loftbólur í deigið og það byrjað að rísa og flæða næstum því úr pottinum. Hitinn á mælaborðinu var þá kominn í 86,5 gráður. Tveimur tímum síðar var staðan sú sama. Eftir þetta fór hitastigið að lækka og tveimur tímum síðar var mælaborðið í 71 gráðu. Hitastigið úti var þó enn yfir fjörutíu gráðum. 1:30 PM PDT.The dough has risen and bubbled, to the point where it has overflowed into the plastic wrap.The dashboard itself clocked in at 187.7°F/86.5°C.Air inside the car was in the 165°F/73.9°C range.Outside temps fluctuated as traffic passed, between 111-115°F/44-46°C. pic.twitter.com/ObrDDUBJ5J— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Klukkan hálf átta að kvöldi til var hitinn kominn niður í 35 gráður og stutt í að sólin færi að hverfa. Hann ákvað því að færa bílinn og hefja upphitun brauðsins aftur daginn eftir. Sjö klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og í Kaliforníu og er klukkan tæplega fjögur að nóttu til þar þegar þetta er skrifað. Hann segir að baksturinn taki á bilinu átta til 24 klukkustundir en í gær var deigið í bílnum í rúmar átta klukkustundir. Lozos segist þó stefna á að baka það í 24 tíma svo það sé alveg eins og þegar það er bakað ofan í jörðinni á jarðhitasvæðum hér á landi. Bandaríkin Matur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lozos hefur starfað mikið hér á landi vegna eldgosanna á Reykjanesskaga og fékk þá að smakka á rúgbrauði. Hann hafði áður reynt að baka hið ljúffenga íslenska rúgbrauð í ofni en vildi prófa að nýta sér annan orkugjafa. Today's "oven" is a 2016 Honda HR-V. It is dark gray, and the interior is black. It gets very hot in there, in general.I moved it from my usual covered parking place onto an unshaded, east-west-oriented street, to maximize the sunlight it gets today. pic.twitter.com/fYH4V9fWnB— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Hann ákvað því að nýta sér þann hita sem myndast inni í bíl hans í Kaliforníu-ríki en hitastigið náði allt að 46 gráðum í gær þar að sögn Julian. Hann deildi baksturssögu sinni á Twitter í gærkvöldi. Í verkið notaði Lozos pott sem heldur vel hita og setti plastfilmu yfir deigið til að passa upp á það að gufan færi ekki úr pottinum. Hann lagði bílnum sínum á sólríkum stað klukkan ellefu í gærmorgun en þá var tæplega 37 stiga hiti úti. Aðeins þrjátíu mínútum síðar var hitastigið orðið 40 gráður og á mælaborðinu, þar sem baksturinn fór fram, var hitinn 54 gráður. Svona leit deigið út eftir rúmlega tveggja tíma bakstur. Lozos ákvað að fylgjast með bakstrinum á tveggja tíma fresti en eftir tvo klukkutíma voru komnar loftbólur í deigið og það byrjað að rísa og flæða næstum því úr pottinum. Hitinn á mælaborðinu var þá kominn í 86,5 gráður. Tveimur tímum síðar var staðan sú sama. Eftir þetta fór hitastigið að lækka og tveimur tímum síðar var mælaborðið í 71 gráðu. Hitastigið úti var þó enn yfir fjörutíu gráðum. 1:30 PM PDT.The dough has risen and bubbled, to the point where it has overflowed into the plastic wrap.The dashboard itself clocked in at 187.7°F/86.5°C.Air inside the car was in the 165°F/73.9°C range.Outside temps fluctuated as traffic passed, between 111-115°F/44-46°C. pic.twitter.com/ObrDDUBJ5J— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Klukkan hálf átta að kvöldi til var hitinn kominn niður í 35 gráður og stutt í að sólin færi að hverfa. Hann ákvað því að færa bílinn og hefja upphitun brauðsins aftur daginn eftir. Sjö klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og í Kaliforníu og er klukkan tæplega fjögur að nóttu til þar þegar þetta er skrifað. Hann segir að baksturinn taki á bilinu átta til 24 klukkustundir en í gær var deigið í bílnum í rúmar átta klukkustundir. Lozos segist þó stefna á að baka það í 24 tíma svo það sé alveg eins og þegar það er bakað ofan í jörðinni á jarðhitasvæðum hér á landi.
Bandaríkin Matur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira