Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2022 20:23 Samkvæmt áætlunum ættu þessi hús nú þegar að hafa verið risin. Nú er algjörlega óvíst hvenær framkvæmdir hefjast. Vísir/Kristján Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. Í maí 2017 skrifuðu borgarstjóri, framkvæmdastjóri VSÓ og framkvæmdastjóri Vesturbugtar undir samkomulag um byggingu 176 íbúða í Vesturbugt og áttu framkvæmdir að hefjast haustið 2018. Ekkert hefur hins vega orðið að framkvæmdum. Um fimmtán hús með tæplega tvö hundruð íbúðum eiga að rísa í Vesturbugt. Af þeim átti borgin að fá 74 íbúðir sem hún ætlaði síðan að deila út til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga.Vísir/Kristján Í fréttum Stöðvar 2 hinn 17. september 2020 sagði talsmaður Kaldalóns fasteignaþróunarfélags sem er aðaleigandi Vesturbugtar að nauðsynlegt hefði verið að gera breytingar á áformunum vegna markaðsaðstæðna en framkvæmdir hæfust fljótlega. Ekkert hafði gerst tveimur árum síðar og hinn 29. apríl í vor hótaði borgarstjóri að borgin myndi kalla lóðina til baka. „Það eru að mér skilst góð samtöl í gangi. En við höfum gefið aðilum tíma út næsta mánuðinn til að ganga frá öllu og fara af stað á þessu ári,“ sagði borgarstjóri hinn 29. apríl. Þrír mánuðir er frá því þessi frestur borgarstjóra rann út. Fátt er um nákvæm svör frá forráðamönnum Kaldalóns en í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Jón Þór Gunnarsson forstjóri félagsins þetta meðal annars: „Upphaf framkvæmda er háð afgreiðslu deiliskipulags og annarra lóðaupplýsinga frá Reykjavíkurborg.“ „Vesturbugt hefur unnið að útfærslu á skipulagi í samstarfi viðReykjavíkurborg en það hefur ekki verið afgreitt innan Reykjavíkurborgar.“ „Framkvæmdir geta hafist eftir að deiliskipulag og önnur nauðsynleg skjöl eru afgreidd af hendi Reykjavíkurborgar samhliða því að leyst hefur verið úr ágreiningsatriðum er varða túlkun á einstökum ákvæðum samnings á milli Vesturbugtar og Reykjavíkurborgar.“ Í ritinu Uppbygging íbúða í borginni sem kom út í nóvember 2019 kemur skýrt fram að búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir Vesturbugt.Vísir/Kristján Þetta rímar ekki að fullu við það sem fram kemur í riti Reykjavíkurborgar Uppbygging íbúða í borginni frá því í nóvember 2019. Þar kemur fram að deiliskipulag Vesturbugtar hafi verið samþykkt fyrir 114 almennar íbúðir og 74 íbúðir fyrir húsnæðisfélög. Nýr lóðarhafi í stað Vesturbugtar væri Kaldalón fasteingaþróunarfélag. Það lítur því út fyrir að Kaldalón sé ekki sátt við gildandi deiliskipulag fyrir byggingareitinn og sé að reyna að þrýsta á borgina að breyta því. Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan. Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Kaldalón Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Í maí 2017 skrifuðu borgarstjóri, framkvæmdastjóri VSÓ og framkvæmdastjóri Vesturbugtar undir samkomulag um byggingu 176 íbúða í Vesturbugt og áttu framkvæmdir að hefjast haustið 2018. Ekkert hefur hins vega orðið að framkvæmdum. Um fimmtán hús með tæplega tvö hundruð íbúðum eiga að rísa í Vesturbugt. Af þeim átti borgin að fá 74 íbúðir sem hún ætlaði síðan að deila út til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga.Vísir/Kristján Í fréttum Stöðvar 2 hinn 17. september 2020 sagði talsmaður Kaldalóns fasteignaþróunarfélags sem er aðaleigandi Vesturbugtar að nauðsynlegt hefði verið að gera breytingar á áformunum vegna markaðsaðstæðna en framkvæmdir hæfust fljótlega. Ekkert hafði gerst tveimur árum síðar og hinn 29. apríl í vor hótaði borgarstjóri að borgin myndi kalla lóðina til baka. „Það eru að mér skilst góð samtöl í gangi. En við höfum gefið aðilum tíma út næsta mánuðinn til að ganga frá öllu og fara af stað á þessu ári,“ sagði borgarstjóri hinn 29. apríl. Þrír mánuðir er frá því þessi frestur borgarstjóra rann út. Fátt er um nákvæm svör frá forráðamönnum Kaldalóns en í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Jón Þór Gunnarsson forstjóri félagsins þetta meðal annars: „Upphaf framkvæmda er háð afgreiðslu deiliskipulags og annarra lóðaupplýsinga frá Reykjavíkurborg.“ „Vesturbugt hefur unnið að útfærslu á skipulagi í samstarfi viðReykjavíkurborg en það hefur ekki verið afgreitt innan Reykjavíkurborgar.“ „Framkvæmdir geta hafist eftir að deiliskipulag og önnur nauðsynleg skjöl eru afgreidd af hendi Reykjavíkurborgar samhliða því að leyst hefur verið úr ágreiningsatriðum er varða túlkun á einstökum ákvæðum samnings á milli Vesturbugtar og Reykjavíkurborgar.“ Í ritinu Uppbygging íbúða í borginni sem kom út í nóvember 2019 kemur skýrt fram að búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir Vesturbugt.Vísir/Kristján Þetta rímar ekki að fullu við það sem fram kemur í riti Reykjavíkurborgar Uppbygging íbúða í borginni frá því í nóvember 2019. Þar kemur fram að deiliskipulag Vesturbugtar hafi verið samþykkt fyrir 114 almennar íbúðir og 74 íbúðir fyrir húsnæðisfélög. Nýr lóðarhafi í stað Vesturbugtar væri Kaldalón fasteingaþróunarfélag. Það lítur því út fyrir að Kaldalón sé ekki sátt við gildandi deiliskipulag fyrir byggingareitinn og sé að reyna að þrýsta á borgina að breyta því. Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Kaldalón Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30
Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20
Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?