Helgi nýr verkefnastjóri hjá nefnd um uppbyggingu þjóðarhallar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2022 11:47 Helgi er nýr verkefnastjóri framkvæmdanefndar um uppbyggingu þjóðarhallar. Vísir/Vilhelm Helgi Geirharðsson er nýr verkefnastjóri hjá framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Helgi mun vinna að gerð gagna í umboði framkvæmdanefndarinnar og undirbúa og boða fundi í samstarfi við formann nefndarinnar. „Helgi hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu innviða, bæði sem verkefnastjóri og ráðgjafi. Hann hefur unnið að uppbyggingu innviða á Hlíðarenda, í Skerjafirði, í Sundahöfn og Faxaflóahöfnum, í Bláa lóninu, á Hellisheiði og erlendis, bæði fyrir ríki og sveitarfélög og fyrirtæki á borð við Carbfix, Marel, Bechtel, Brimborg og Samskip,“ segir í tilkynningunni. Íþróttamál í landinu heyra undir Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem stofnaði síðastliðinn vetur starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvanga. Í maí síðastliðnum var síðan undirrituð viljayfirlýsing stjórnvalda og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll. Í kjölfarið var áðurnefnd framkvæmdanefnd um uppbyggingu slíkrar hallar stofnuð. „Hlutverk framkvæmdanefndar er að leiða faglega vinnu vegna allra þátta uppbyggingar mannvirkisins og skipulags því tengdu s.s. vegna hönnunar, útboða, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun. Einnig að fylgja eftir að nauðsynlegir verkþættir vegna uppbyggingar mannvirkis fyrir innanhússíþróttir í Laugardal séu framkvæmdir samkvæmt þeim reglum sem gilda um opinberar framkvæmdir. Er þá átt við frumathugun, áætlunargerð, verklega framkvæmd og skilamat. Hópnum er falið að útbúa tímasetta framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar mannvirkisins. Framkvæmdanefndin vinnur sín verkefni í samráði við starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvanga og kallar til ráðgjafa eftir því sem við á. Hún gefur starfshópnum reglulegar upplýsingar um framgang verkefnisins auk þess að tryggja nauðsynlegt samráð við ráðgjafaráð skipað hagsmunaaðilum og öðrum notendum mannvirkisins. Ráðgert er að byggingaframkvæmdum verði lokið á árinu 2025,“ segir í tilkynningunni. Ný þjóðarhöll Reykjavík Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Handbolti Körfubolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Helgi mun vinna að gerð gagna í umboði framkvæmdanefndarinnar og undirbúa og boða fundi í samstarfi við formann nefndarinnar. „Helgi hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu innviða, bæði sem verkefnastjóri og ráðgjafi. Hann hefur unnið að uppbyggingu innviða á Hlíðarenda, í Skerjafirði, í Sundahöfn og Faxaflóahöfnum, í Bláa lóninu, á Hellisheiði og erlendis, bæði fyrir ríki og sveitarfélög og fyrirtæki á borð við Carbfix, Marel, Bechtel, Brimborg og Samskip,“ segir í tilkynningunni. Íþróttamál í landinu heyra undir Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem stofnaði síðastliðinn vetur starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvanga. Í maí síðastliðnum var síðan undirrituð viljayfirlýsing stjórnvalda og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll. Í kjölfarið var áðurnefnd framkvæmdanefnd um uppbyggingu slíkrar hallar stofnuð. „Hlutverk framkvæmdanefndar er að leiða faglega vinnu vegna allra þátta uppbyggingar mannvirkisins og skipulags því tengdu s.s. vegna hönnunar, útboða, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun. Einnig að fylgja eftir að nauðsynlegir verkþættir vegna uppbyggingar mannvirkis fyrir innanhússíþróttir í Laugardal séu framkvæmdir samkvæmt þeim reglum sem gilda um opinberar framkvæmdir. Er þá átt við frumathugun, áætlunargerð, verklega framkvæmd og skilamat. Hópnum er falið að útbúa tímasetta framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar mannvirkisins. Framkvæmdanefndin vinnur sín verkefni í samráði við starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvanga og kallar til ráðgjafa eftir því sem við á. Hún gefur starfshópnum reglulegar upplýsingar um framgang verkefnisins auk þess að tryggja nauðsynlegt samráð við ráðgjafaráð skipað hagsmunaaðilum og öðrum notendum mannvirkisins. Ráðgert er að byggingaframkvæmdum verði lokið á árinu 2025,“ segir í tilkynningunni.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Handbolti Körfubolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira