Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Stefán Ragnarsson, Sigurður G. Guðjónsson, Jón Magnússon og Guðmundur St. Ragnarsson lögmenn mannanna sem eru ákærðir í málinu. Hér má sjá þá í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins í gær. Vísir Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. Um er að ræða þrjú mál sem ákært er fyrir. Þrír mannanna eru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru er því lýst að mennirnir þrí hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Með vökvanum hafi mennirnir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Saltdreifarinn, sem kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur til Þorlákshafnar í mars á sama ári. Lögreglan fann svo dreifarann í nóvember 2020 í útihúsi á bæ í Rangárþingi ytra en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí síðastliðnum. Mennirnir þrír neituðu allir sök í þessum fyrsta ákæruliði. Í öðrum ákæruliði voru fjórir mannanna ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun í áðurnefndu útihúsi. Við húsleitina síðastliðinn maí lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríhúana og 131 kannabisplöntu. Einn mannanna neitaði sök en tveir þeirra játuðu, þó með fyrirvara um magnið sem lagt var hald á. Þá mótmælti annar þeirra, sá sem jafnframt á útihúsið, að brotið hafi verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í gær. Gríðarlegt magn fíkniefna fannst við leit lögreglu Fjórði maðurinn, sem er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í ræktuninni, var ekki viðstaddur þingfestingu málsins þar sem hann situr nú inni á Litla Hrauni og tók því ekki afstöðu til ákærunnar. Hann mun taka afstöðu til ákæranna í næstu viku. Sá er jafnframt ákærður fyrir að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúm 224 grömm af amfetamíni, rúm 1.792 grömm af kókaíni, rúm 6.731 grömm af MDMA, rúm 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum sem lögregla fann og lagði hald á við húsleit. Hann er auk þess ákærður fyrir að hafa á sama tíma haft í bifreið sinni 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögreglan fann og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni. Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa í annarri bifreið haft í fórum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríhúana sem lögregla fann við leit. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í hestuhúsi í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúm 462 grömm af amfetamíni, rúm 26.298 grömm af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, rúm 3.092 grömm af maríhúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, 13 stykki af LSD, 4 stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla lagði hald á við leit. Einn mannanna, sem er einnig ákærður fyrir innflutning saltdreifarans og kannabisræktunina, er ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Reykjavík haft í vörslum sínum 12,13 grömm af kókaíni sem lögregla fann við leit. Hann játaði brotið við þingfestingu málsins í gær. Aðalmeðferð mun fara fram í málinu, að öllu óbreyttu, dagana 19. til 21. september næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Um er að ræða þrjú mál sem ákært er fyrir. Þrír mannanna eru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru er því lýst að mennirnir þrí hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Með vökvanum hafi mennirnir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Saltdreifarinn, sem kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur til Þorlákshafnar í mars á sama ári. Lögreglan fann svo dreifarann í nóvember 2020 í útihúsi á bæ í Rangárþingi ytra en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí síðastliðnum. Mennirnir þrír neituðu allir sök í þessum fyrsta ákæruliði. Í öðrum ákæruliði voru fjórir mannanna ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun í áðurnefndu útihúsi. Við húsleitina síðastliðinn maí lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríhúana og 131 kannabisplöntu. Einn mannanna neitaði sök en tveir þeirra játuðu, þó með fyrirvara um magnið sem lagt var hald á. Þá mótmælti annar þeirra, sá sem jafnframt á útihúsið, að brotið hafi verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í gær. Gríðarlegt magn fíkniefna fannst við leit lögreglu Fjórði maðurinn, sem er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í ræktuninni, var ekki viðstaddur þingfestingu málsins þar sem hann situr nú inni á Litla Hrauni og tók því ekki afstöðu til ákærunnar. Hann mun taka afstöðu til ákæranna í næstu viku. Sá er jafnframt ákærður fyrir að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúm 224 grömm af amfetamíni, rúm 1.792 grömm af kókaíni, rúm 6.731 grömm af MDMA, rúm 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum sem lögregla fann og lagði hald á við húsleit. Hann er auk þess ákærður fyrir að hafa á sama tíma haft í bifreið sinni 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögreglan fann og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni. Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa í annarri bifreið haft í fórum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríhúana sem lögregla fann við leit. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í hestuhúsi í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúm 462 grömm af amfetamíni, rúm 26.298 grömm af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, rúm 3.092 grömm af maríhúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, 13 stykki af LSD, 4 stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla lagði hald á við leit. Einn mannanna, sem er einnig ákærður fyrir innflutning saltdreifarans og kannabisræktunina, er ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Reykjavík haft í vörslum sínum 12,13 grömm af kókaíni sem lögregla fann við leit. Hann játaði brotið við þingfestingu málsins í gær. Aðalmeðferð mun fara fram í málinu, að öllu óbreyttu, dagana 19. til 21. september næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25