Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2022 11:56 Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, segir yfirlýsingar Davíðs Fei Wong, eiganda Bambusar og Flame, um að launaseðlar samræmist kjaraskrám rangar. Samsett/VM/Skjáskot Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. Í gær fjallaði Vísir um grun um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Þar kom fram að allir starfsmennirnir þrír væru af erlendum uppruna og hefðu fengið lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnudag og hefðu jafnframt búið í íbúðum í eigu vinnuveitendanna. Starfsmennirnir eru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum og barst ábending þangað um launaþjófnaðinn. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, sagði þá að fólkið hefði verið á lágmarkslaunum og hefði ekki fengið greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið virtist hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila. Benóný sagðist hins vegar ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði væri að ræða en mbl.is greindi frá að staðirnir væru Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Davíð Fei Wong, eigandi staðanna, svaraði jafnframt fyrir málið þá og sagði það byggt á misskilningi. Fréttirnar „kolvitlausar“ og allt uppi á borði Blaðamaður hafði í morgun samband við Davíð Fei Wong, eiganda Bambus og Flame, vegna frétta af þessum meinta launaþjófnaði. Hann sagði að fréttirnar væru „kolvitlausar“ og að það væri von á opinberri yfirlýsingu frá lögfræðingi eigendanna innan skamms. Þá sagði hann að ásakanir Fagfélaganna um að Bambus og Flame hefðu ekki greitt starfsmönnum orlof, vaktaálag, yfirvinnu eða aðra skyldubundna launaliði væru ekki réttar. „Við getum sýnt þetta allt saman," sagði hann og bætti við „Þetta er allt upp á borðinu". Daví Fei Wong, eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame. Enn fremur sagði hann að fyrirtækin tvö borguðu há laun, á bilinu sjö til átta hundruð þúsund krónur á mánuði. „Allt er samkvæmt kaupskrá Matvís og uppi á borðinu,“ sagði Davíð þegar blaðamaður spurði hvort álag og yfirvinna væru þar innifalin. Loks spurði blaðamaður út í þá staðreynd að starfsmennirnir hefðu ekki bara verið að vinna hjá fyrirtækinu heldur hefðu þeir líka leigt íbúðir af því. Davíð sagði þá að starfsmennirnir hefðu leigt íbúðir af fyrirtækinu en það hafði verið af eigin vali og þeir hefðu haft algjört frelsi til að leigja íbúðirnar eða ekki. Meira en tvöfalt lægri laun Blaðamaður hafði þá samband við Benóný Harðarson, forstöðumann kjaradeildar hjá Fagfélögunum, til að bera undir hann þessar yfirlýsingar. Benóný sagði að Fagfélögin væru með alla launaseðla starfsmannanna frá því þeir byrjuðu. Á þeim hafi ekki verið neitt orlof né álög og „full mánaðarlaun fyrir 230 til 250 klukkutíma á mánuði voru 420 þúsund í heildarlaun,“ sagði hann. Aðspurður út í yfirlýsingu eiganda staðanna tveggja um að launaseðlarnir færu að öllu leyti eftir kaupskrá Matvís sagði Benóný það ekki vera rétt, allir launaseðlar væru um 420 þúsund fyrir miklu meiri vinnu en sem nemur því. Benóný Harðarson segir að kjaradeildin fái vitlaus laun inn til sín í hverri viku en þetta mál sé eitt það svæsnasta sem hann hefur séð.VM Blaðamaður spurði þá hver launin ættu að vera fyrir þessa vinnutíma samkvæmt útreikningum kjaradeildarinnar. „Manni sýnist að mánuðurinn ætti að gefa einhvers staðar á milli 900 til 1.100 þúsund,“ svaraði Benóný. Starfsfólk hafi því fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar miðað við vinnutímann. Varðandi þá staðreynd að starfsmennirnir hefðu leigt íbúðir af eigendum fyrirtækjanna og tengsl þess við launaseðlana sagði Benóný „á launaseðlunum eru alltaf óútskýrðar tölur þar sem stendur „fyrirfram greitt“ sem starfsmennirnir telja að hafi verið leiga en eigandinn segir að hafi verið greiðslur sem hafi verið fyrirfram greiddar.“ Benóný sagði að kjaradeildin hafi beðið um að fá kvittanir fyrir þeim fyrirfram greiddu launum en þær séu ekki til. Það standist því ekki. Málinu gætu verið lokið í næstu viku eða eftir marga mánuði „Launakröfurnar verða tilbúnar í næstu viku hjá okkur,“ sagði Benóný um hvað tæki við í rannsókn málsins. Hann sagði þá að svona mál gætu tekið langan tíma, „níu til tólf mánuði, ef viðkomandi greiðir ekki kröfurnar, þá þurfum við að fara dómstólaleiðina,“ sagði hann. „Ef hann samþykkir kröfurnar og greiðir það í næstu viku þá er málið búið af hendi stéttarfélaganna,“ sagði Benóný og bætti við að svo sé það í höndum Vinnumálastofnunar, Útlendingaeftirlitsins og Lögreglunnar að rannsaka aðra anga af þessu máli. „Við fáum inn til okkar vitlaus laun oft í viku, við vinnum fyrir tólf þúsund félagsmenn en þetta er svæsnasta dæmið sem ég hef séð. En það eru ábendingar farnar að berast strax til okkar um fleiri svona dæmi sem við munum skoða í næstu viku,“ sagði Benóný. Það séu því vonandi einhver snjóboltaáhrif frá þessu máli. „Það er fullt af heiðarlegu fólki sem er að reka fyrirtæki og gerir það rétt og þetta er ósanngjörn samkeppni og við líðum það ekki að það sé farið illa með fólk,“ sagði Benóný að lokum. Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í gær fjallaði Vísir um grun um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Þar kom fram að allir starfsmennirnir þrír væru af erlendum uppruna og hefðu fengið lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnudag og hefðu jafnframt búið í íbúðum í eigu vinnuveitendanna. Starfsmennirnir eru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum og barst ábending þangað um launaþjófnaðinn. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, sagði þá að fólkið hefði verið á lágmarkslaunum og hefði ekki fengið greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið virtist hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila. Benóný sagðist hins vegar ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði væri að ræða en mbl.is greindi frá að staðirnir væru Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Davíð Fei Wong, eigandi staðanna, svaraði jafnframt fyrir málið þá og sagði það byggt á misskilningi. Fréttirnar „kolvitlausar“ og allt uppi á borði Blaðamaður hafði í morgun samband við Davíð Fei Wong, eiganda Bambus og Flame, vegna frétta af þessum meinta launaþjófnaði. Hann sagði að fréttirnar væru „kolvitlausar“ og að það væri von á opinberri yfirlýsingu frá lögfræðingi eigendanna innan skamms. Þá sagði hann að ásakanir Fagfélaganna um að Bambus og Flame hefðu ekki greitt starfsmönnum orlof, vaktaálag, yfirvinnu eða aðra skyldubundna launaliði væru ekki réttar. „Við getum sýnt þetta allt saman," sagði hann og bætti við „Þetta er allt upp á borðinu". Daví Fei Wong, eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame. Enn fremur sagði hann að fyrirtækin tvö borguðu há laun, á bilinu sjö til átta hundruð þúsund krónur á mánuði. „Allt er samkvæmt kaupskrá Matvís og uppi á borðinu,“ sagði Davíð þegar blaðamaður spurði hvort álag og yfirvinna væru þar innifalin. Loks spurði blaðamaður út í þá staðreynd að starfsmennirnir hefðu ekki bara verið að vinna hjá fyrirtækinu heldur hefðu þeir líka leigt íbúðir af því. Davíð sagði þá að starfsmennirnir hefðu leigt íbúðir af fyrirtækinu en það hafði verið af eigin vali og þeir hefðu haft algjört frelsi til að leigja íbúðirnar eða ekki. Meira en tvöfalt lægri laun Blaðamaður hafði þá samband við Benóný Harðarson, forstöðumann kjaradeildar hjá Fagfélögunum, til að bera undir hann þessar yfirlýsingar. Benóný sagði að Fagfélögin væru með alla launaseðla starfsmannanna frá því þeir byrjuðu. Á þeim hafi ekki verið neitt orlof né álög og „full mánaðarlaun fyrir 230 til 250 klukkutíma á mánuði voru 420 þúsund í heildarlaun,“ sagði hann. Aðspurður út í yfirlýsingu eiganda staðanna tveggja um að launaseðlarnir færu að öllu leyti eftir kaupskrá Matvís sagði Benóný það ekki vera rétt, allir launaseðlar væru um 420 þúsund fyrir miklu meiri vinnu en sem nemur því. Benóný Harðarson segir að kjaradeildin fái vitlaus laun inn til sín í hverri viku en þetta mál sé eitt það svæsnasta sem hann hefur séð.VM Blaðamaður spurði þá hver launin ættu að vera fyrir þessa vinnutíma samkvæmt útreikningum kjaradeildarinnar. „Manni sýnist að mánuðurinn ætti að gefa einhvers staðar á milli 900 til 1.100 þúsund,“ svaraði Benóný. Starfsfólk hafi því fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar miðað við vinnutímann. Varðandi þá staðreynd að starfsmennirnir hefðu leigt íbúðir af eigendum fyrirtækjanna og tengsl þess við launaseðlana sagði Benóný „á launaseðlunum eru alltaf óútskýrðar tölur þar sem stendur „fyrirfram greitt“ sem starfsmennirnir telja að hafi verið leiga en eigandinn segir að hafi verið greiðslur sem hafi verið fyrirfram greiddar.“ Benóný sagði að kjaradeildin hafi beðið um að fá kvittanir fyrir þeim fyrirfram greiddu launum en þær séu ekki til. Það standist því ekki. Málinu gætu verið lokið í næstu viku eða eftir marga mánuði „Launakröfurnar verða tilbúnar í næstu viku hjá okkur,“ sagði Benóný um hvað tæki við í rannsókn málsins. Hann sagði þá að svona mál gætu tekið langan tíma, „níu til tólf mánuði, ef viðkomandi greiðir ekki kröfurnar, þá þurfum við að fara dómstólaleiðina,“ sagði hann. „Ef hann samþykkir kröfurnar og greiðir það í næstu viku þá er málið búið af hendi stéttarfélaganna,“ sagði Benóný og bætti við að svo sé það í höndum Vinnumálastofnunar, Útlendingaeftirlitsins og Lögreglunnar að rannsaka aðra anga af þessu máli. „Við fáum inn til okkar vitlaus laun oft í viku, við vinnum fyrir tólf þúsund félagsmenn en þetta er svæsnasta dæmið sem ég hef séð. En það eru ábendingar farnar að berast strax til okkar um fleiri svona dæmi sem við munum skoða í næstu viku,“ sagði Benóný. Það séu því vonandi einhver snjóboltaáhrif frá þessu máli. „Það er fullt af heiðarlegu fólki sem er að reka fyrirtæki og gerir það rétt og þetta er ósanngjörn samkeppni og við líðum það ekki að það sé farið illa með fólk,“ sagði Benóný að lokum.
Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06