Pilsaþytur Viðreisnar Svanur Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2022 07:01 Ótímabundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskistofnana. Þetta hefur verið óumdeilt innan hagfræðinnar síðan fræðimennirnir Dominique Gréboval og Gordon Munro kynntu þessa niðurstöðu í skýrslu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999. Til þessarar niðurstöðu hefur verið vitnað oft síðan. Það er hins vegar vandinn við umræðu um sjávarútveg á Íslandi að fræðilegi hlutinn víkur fyrir upphlaupum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Skýrt dæmi um þetta er grein formanns Viðreisnar í Fréttablaðinu í dag (25 ágúst) sem hún kallar Pilsfaldakapítalisma. Í grein formannsins er gerð enn ein tilraunin til að selja þá hugmynd að það sé hægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi án þess að skaða skilvirkni og hagrænar forsendur þess og um leið afla ríkissjóði meiri tekna. Ekkert er meira fjarri lagi. Þróað fiskveiðistjórnunarkerfi Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er niðurstaða af langri þróun sem löggjafinn hefur unnið að í samráði við sjávarútveginn og aðra hagaðila í nú á fjórða áratug. Í öllum aðalatriðum hefur tekist vel til eins og rakið var rækilega í sérfræðiskýrslu Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi sem fjórir fræðimenn sendu frá sér á síðasta ári. Mér er til efs að ráðamenn í Viðreisn hafi lesið þessa skýrslu. Að henni stóðu dr. Sveinn Agnarsson, prófessor, sem stýrði vinnunni, Sigurjón Arason, prófessor, dr. Hörður G. Kristinsson og dr. Gunnar Haraldsson. Í skýrslu sinni vekja þeir athygli á þeirri staðreynd veiðigjaldið veikir samkeppnisstöðu íslensku fyrirtækjanna þó það endurspegli sannarlega efnahagslegan styrk greinarinnar enda sjávarútvegi annarra landa ekki gert að standa undir slíku gjaldi. Á árunum 2010-2013 voru arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði lægri hjá sjávarútvegsfyrirtækjum en fyrirtækjum almennt, en munurinn var lítill á árunum 2014-2018. Hlutfall arðgreiðslna í sjávarútvegi hefur ekki breyst síðan að neinu ráði og má sem dæmi taka að eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Samherji, greiðir ekki út arð vegna síðasta árs enda framundan miklar fjárfestingar sem munu skapa verðmæt störf. Veit Viðreisnarfólk þetta ekki þegar það notar hugtakið pilsfaldakapítalismi eða skilur það kannski ekki hugtakið? Í helstu samkeppnislöndum Íslands í sjávarútvegi eru til staðar ríkisstyrkir til handa sjávarútvegsfyrirtækjum. Íslenskur sjávarútvegur sker sig úr hópi helstu samkeppnislanda hvað þetta varðar enda greiða íslensk sjávarútvegsfyrirtæki veiðigjald. Ísland er þannig eina landið innan OECD þar sem sjávarútvegur greiðir meira til hins opinbera en greinin fær greitt úr opinberum sjóðum þó því sé ekki hampað í opinberri umræðu. Sú staðreynd að íslenskur sjávarútvegur geti þrátt fyrir þetta staðist samkeppnina jafn vel og raun ber vitni er til merkis um styrkleika íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins í alþjóðlegu samhengi. Vel rekinn sjávarútvegur Í skýrslu fjórmenninganna er bent á að íslenskur sjávarútvegur selur afurðir á alþjóðamörkuðum og á þar í samkeppni við fyrirtæki frá öðrum ríkjum. Staða hans þar mótast af samspili margra þátta sem sumir hverjir eru á forræði Íslendinga en aðrir ekki. Mikilvægast er að hafa í huga að það er varkár nýtingarstefna, aflamarkskerfi í fiskveiðum, frjáls verðmyndun á innlendum fiskmörkuðum, vel rekin fyrirtæki og öflugt samstarf sjávarútvegs og tækni- og þekkingarfyrirtækja sem hefur eflt samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs og komið honum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Ef stjórnmálamenn vilja hætta þessu með óljós markmið að leiðarljósi þá er kannski tímabært að þeir útskýri hvað þeir ætla nákvæmlega að gera? Hlustum á fræðimennina Með skrifum eins og þeim sem birtast frá formanni Viðreisnar er verið að reyna að höfða til tilfinninga en ekki rökhugsunar og skynsemi. Það er svolítið útgangspunkturinn í öllu því sem formaðurinn segir og skrifar. Ef menn vilja ræða málefni sjávarútvegsins út frá vísindum og rökum mætti að ósekju kalla til fræðimenn eins og dr. Þráinn Eggertsson, dr. Rögnvald Hannesson, dr. Birgir Þór Runólfsson, dr. Ágúst Einarsson, dr. Ástu Dís Óladóttur, dr. Daði Má Kristófersson, dr. Arnar Bjarnason, dr. Ragnar Árnason, dr. Þór Sigfússon, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, Hreiðar Valtýsson aðstoðarprófessor, Hörð Sævaldsson lektor , dr. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, Helga Áss Grétarsson lögfræðing auk þeirra Sveins, Sigurjóns, Harðar og Gunnars sem áður var getið. Í þessum hópi er að finna fræðimenn, prófessora við íslenska og erlenda háskóla, seðlabankastjóra og fólk sem hefur gegnt ábyrgðarstörfum í íslensku þjóðlífi. Því til viðbótar hefur allt þetta fólk unnið ritrýnd verk um fyrirkomulag fiskveiða og sjávarútvegs og eru auðfúsugestir þegar efnt er til umræðu um sjávarútveg erlendis. Þar sem vel að merkja, Íslendingar eru taldir hafa mikið fram að færa. Ég held að flest þetta fólk telji að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé hið ágætasta fyrirkomulag, þar skiptir framsalið miklu en með því var útgerðarfélögunum sjálfum ætlað það hlutverk að sjá um hagræðingu í greininni, öfugt við það sem gerðist til dæmis í landbúnaði sem er nú að stórum hluta á ríkisframfæri. Íslenskur sjávarútvegur hefur hvað eftir annað sýnt styrk sinn þegar efnahagsþrengingar hafa riðið yfir íslenskt efnahagslíf. Það kom berlega í ljós í bankakreppunni eftir 2008 og síðan að nýju eftir efnahagsþrengingarnar sem leiddu af heimsfaraldri Covid-19. Sjávarútvegur og þær forsendur sem hann byggir á hefur með þessu sýnt að hann hefur þróað með sér einstaka getu til að jafna sveiflur í hagkerfinu og aukið með því viðnámsþrótt þess öllum landsmönnum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ótímabundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskistofnana. Þetta hefur verið óumdeilt innan hagfræðinnar síðan fræðimennirnir Dominique Gréboval og Gordon Munro kynntu þessa niðurstöðu í skýrslu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999. Til þessarar niðurstöðu hefur verið vitnað oft síðan. Það er hins vegar vandinn við umræðu um sjávarútveg á Íslandi að fræðilegi hlutinn víkur fyrir upphlaupum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Skýrt dæmi um þetta er grein formanns Viðreisnar í Fréttablaðinu í dag (25 ágúst) sem hún kallar Pilsfaldakapítalisma. Í grein formannsins er gerð enn ein tilraunin til að selja þá hugmynd að það sé hægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi án þess að skaða skilvirkni og hagrænar forsendur þess og um leið afla ríkissjóði meiri tekna. Ekkert er meira fjarri lagi. Þróað fiskveiðistjórnunarkerfi Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er niðurstaða af langri þróun sem löggjafinn hefur unnið að í samráði við sjávarútveginn og aðra hagaðila í nú á fjórða áratug. Í öllum aðalatriðum hefur tekist vel til eins og rakið var rækilega í sérfræðiskýrslu Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi sem fjórir fræðimenn sendu frá sér á síðasta ári. Mér er til efs að ráðamenn í Viðreisn hafi lesið þessa skýrslu. Að henni stóðu dr. Sveinn Agnarsson, prófessor, sem stýrði vinnunni, Sigurjón Arason, prófessor, dr. Hörður G. Kristinsson og dr. Gunnar Haraldsson. Í skýrslu sinni vekja þeir athygli á þeirri staðreynd veiðigjaldið veikir samkeppnisstöðu íslensku fyrirtækjanna þó það endurspegli sannarlega efnahagslegan styrk greinarinnar enda sjávarútvegi annarra landa ekki gert að standa undir slíku gjaldi. Á árunum 2010-2013 voru arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði lægri hjá sjávarútvegsfyrirtækjum en fyrirtækjum almennt, en munurinn var lítill á árunum 2014-2018. Hlutfall arðgreiðslna í sjávarútvegi hefur ekki breyst síðan að neinu ráði og má sem dæmi taka að eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Samherji, greiðir ekki út arð vegna síðasta árs enda framundan miklar fjárfestingar sem munu skapa verðmæt störf. Veit Viðreisnarfólk þetta ekki þegar það notar hugtakið pilsfaldakapítalismi eða skilur það kannski ekki hugtakið? Í helstu samkeppnislöndum Íslands í sjávarútvegi eru til staðar ríkisstyrkir til handa sjávarútvegsfyrirtækjum. Íslenskur sjávarútvegur sker sig úr hópi helstu samkeppnislanda hvað þetta varðar enda greiða íslensk sjávarútvegsfyrirtæki veiðigjald. Ísland er þannig eina landið innan OECD þar sem sjávarútvegur greiðir meira til hins opinbera en greinin fær greitt úr opinberum sjóðum þó því sé ekki hampað í opinberri umræðu. Sú staðreynd að íslenskur sjávarútvegur geti þrátt fyrir þetta staðist samkeppnina jafn vel og raun ber vitni er til merkis um styrkleika íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins í alþjóðlegu samhengi. Vel rekinn sjávarútvegur Í skýrslu fjórmenninganna er bent á að íslenskur sjávarútvegur selur afurðir á alþjóðamörkuðum og á þar í samkeppni við fyrirtæki frá öðrum ríkjum. Staða hans þar mótast af samspili margra þátta sem sumir hverjir eru á forræði Íslendinga en aðrir ekki. Mikilvægast er að hafa í huga að það er varkár nýtingarstefna, aflamarkskerfi í fiskveiðum, frjáls verðmyndun á innlendum fiskmörkuðum, vel rekin fyrirtæki og öflugt samstarf sjávarútvegs og tækni- og þekkingarfyrirtækja sem hefur eflt samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs og komið honum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Ef stjórnmálamenn vilja hætta þessu með óljós markmið að leiðarljósi þá er kannski tímabært að þeir útskýri hvað þeir ætla nákvæmlega að gera? Hlustum á fræðimennina Með skrifum eins og þeim sem birtast frá formanni Viðreisnar er verið að reyna að höfða til tilfinninga en ekki rökhugsunar og skynsemi. Það er svolítið útgangspunkturinn í öllu því sem formaðurinn segir og skrifar. Ef menn vilja ræða málefni sjávarútvegsins út frá vísindum og rökum mætti að ósekju kalla til fræðimenn eins og dr. Þráinn Eggertsson, dr. Rögnvald Hannesson, dr. Birgir Þór Runólfsson, dr. Ágúst Einarsson, dr. Ástu Dís Óladóttur, dr. Daði Má Kristófersson, dr. Arnar Bjarnason, dr. Ragnar Árnason, dr. Þór Sigfússon, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, Hreiðar Valtýsson aðstoðarprófessor, Hörð Sævaldsson lektor , dr. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, Helga Áss Grétarsson lögfræðing auk þeirra Sveins, Sigurjóns, Harðar og Gunnars sem áður var getið. Í þessum hópi er að finna fræðimenn, prófessora við íslenska og erlenda háskóla, seðlabankastjóra og fólk sem hefur gegnt ábyrgðarstörfum í íslensku þjóðlífi. Því til viðbótar hefur allt þetta fólk unnið ritrýnd verk um fyrirkomulag fiskveiða og sjávarútvegs og eru auðfúsugestir þegar efnt er til umræðu um sjávarútveg erlendis. Þar sem vel að merkja, Íslendingar eru taldir hafa mikið fram að færa. Ég held að flest þetta fólk telji að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé hið ágætasta fyrirkomulag, þar skiptir framsalið miklu en með því var útgerðarfélögunum sjálfum ætlað það hlutverk að sjá um hagræðingu í greininni, öfugt við það sem gerðist til dæmis í landbúnaði sem er nú að stórum hluta á ríkisframfæri. Íslenskur sjávarútvegur hefur hvað eftir annað sýnt styrk sinn þegar efnahagsþrengingar hafa riðið yfir íslenskt efnahagslíf. Það kom berlega í ljós í bankakreppunni eftir 2008 og síðan að nýju eftir efnahagsþrengingarnar sem leiddu af heimsfaraldri Covid-19. Sjávarútvegur og þær forsendur sem hann byggir á hefur með þessu sýnt að hann hefur þróað með sér einstaka getu til að jafna sveiflur í hagkerfinu og aukið með því viðnámsþrótt þess öllum landsmönnum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun