Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 25. ágúst 2022 11:00 Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur. Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur.
Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira