Fimm leikmenn sem eiga eftir að blómstra í Olís-deildinni í vetur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2022 23:30 Ísak Gústafsson á eftir að blómstra í Olís-deildinni í vetur ef marka má Stefán Árna Pálsson. Vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, var gestur í síðasta þætti af hlaðvarpinu Handkastið. Hann fór um víðan völl og valdi meðal annars fimm leikmenn í Olís-deild karla sem hann telur að eigi eftir að blómstra í vetur. Stefán Árni setti saman fjölbreyttan fimm manna lista yfir leikmenn sem hann telur að eigi eftir að blómstra í vetur. Stefán valdi leikmenn frá fimm mismunandi liðum, ásamt því að Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, bætti nokkrum við sem gætu gert tilkall til þess að komast á listann. Hlusta má á þá félaga fara yfir listann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Fimm leikmenn sem eiga eftir að blómstra 5. Ísak Gústafsson, Selfoss „Selfoss er búið að missa mikið af leikmönnum og þeir þurfa bara rosalega mikið á honum að halda. Ég held að hann eigi eftir að blómstra á þessu tímabili og hann sýnir það náttúrulega svolítið á Ragnarsmótinu. Ég held að hann gæti bara orðið besti leikmaðurinn hjá liðinu á tímabilinu.“ 4. Dagur Gautason, KA „Ég hef mikla trú á honum. Hann er kominn heim í KEA-skyrið og honum á eftir að líða miklu betur í KA-heimilinu. Þetta voru mikil vonbrigði á seinasta tímabili en ég held að hann eigi eftir að blómstra aftur heima.“ 3. Jóhannes Berg Andrason, FH „Ég held að hann sé bara kominn á akkúrat réttan stað. Ég held að hann sé kominn í ofboðslega flott umhverfi þar sem er handboltasaga. Ég er ekki að segja að Víkingsumhverfið hafi verið lélegt, ég er bara að segja að FH eigi eftir að hlúa ofboðslega vel að þessum strák. Hann er frábær í sókn og hann er líka ofboðslega góður í vörn.“ 2. Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding „Hann fer úr axlalið á seinasta tímabili og kemur aftur í tvo seinustu leikina í deildinni minnir mig. Ég held að hann eigi eftir að vera ofboðslega góður fyrir Aftureldingu og ég held að hann verði að vera það. Ég held að hann eigi eftir að blómstra.“ 1. Elmar Erlingsson, ÍBV „Gaurinn sem stal senunni úrslitakeppninni ásamt Steven Tobar Valencia er Elmar Erlingsson hjá ÍBV. Geggjuð týpa, geggjaður töffari, áræðinn og skynsamur. Ég held að hann verði frábær hjá ÍBV. Erlingur [Richardsson] gerði rosalega vel með hann í fyrra, bara koma honum hægt og rólega inn í þetta og svo þegar kom að úrslitakeppninni þá var hann bara orðinn byrjunarliðsmaður.“ Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Sjá meira
Stefán Árni setti saman fjölbreyttan fimm manna lista yfir leikmenn sem hann telur að eigi eftir að blómstra í vetur. Stefán valdi leikmenn frá fimm mismunandi liðum, ásamt því að Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, bætti nokkrum við sem gætu gert tilkall til þess að komast á listann. Hlusta má á þá félaga fara yfir listann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Fimm leikmenn sem eiga eftir að blómstra 5. Ísak Gústafsson, Selfoss „Selfoss er búið að missa mikið af leikmönnum og þeir þurfa bara rosalega mikið á honum að halda. Ég held að hann eigi eftir að blómstra á þessu tímabili og hann sýnir það náttúrulega svolítið á Ragnarsmótinu. Ég held að hann gæti bara orðið besti leikmaðurinn hjá liðinu á tímabilinu.“ 4. Dagur Gautason, KA „Ég hef mikla trú á honum. Hann er kominn heim í KEA-skyrið og honum á eftir að líða miklu betur í KA-heimilinu. Þetta voru mikil vonbrigði á seinasta tímabili en ég held að hann eigi eftir að blómstra aftur heima.“ 3. Jóhannes Berg Andrason, FH „Ég held að hann sé bara kominn á akkúrat réttan stað. Ég held að hann sé kominn í ofboðslega flott umhverfi þar sem er handboltasaga. Ég er ekki að segja að Víkingsumhverfið hafi verið lélegt, ég er bara að segja að FH eigi eftir að hlúa ofboðslega vel að þessum strák. Hann er frábær í sókn og hann er líka ofboðslega góður í vörn.“ 2. Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding „Hann fer úr axlalið á seinasta tímabili og kemur aftur í tvo seinustu leikina í deildinni minnir mig. Ég held að hann eigi eftir að vera ofboðslega góður fyrir Aftureldingu og ég held að hann verði að vera það. Ég held að hann eigi eftir að blómstra.“ 1. Elmar Erlingsson, ÍBV „Gaurinn sem stal senunni úrslitakeppninni ásamt Steven Tobar Valencia er Elmar Erlingsson hjá ÍBV. Geggjuð týpa, geggjaður töffari, áræðinn og skynsamur. Ég held að hann verði frábær hjá ÍBV. Erlingur [Richardsson] gerði rosalega vel með hann í fyrra, bara koma honum hægt og rólega inn í þetta og svo þegar kom að úrslitakeppninni þá var hann bara orðinn byrjunarliðsmaður.“
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Sjá meira