Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 17:34 Tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu virðist vera lokið. Vísir/Vilhelm Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Fram kemur í skýrslunni að ekki sé óvenjulegt að launavísitalan hafi lækkað örlítið í júlí en þetta sé þriðja árið í röð sem að gerist. Júlímánuður sé óvenjulegur að mörgu leyti á vinnumarkaði aðallega vegna sumarleyfa starfsmanna. Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí en árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 1,7 prósent milli júlímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júlí var 4,1 prósenti lægri en hann var í janúar á þessu ári en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni. Verðbólga síðustu mánaða hafi því minnkað kaupmátt töluvert. Segir í skýrslunni að það geti haft í för með sér að minna af vörum og þjónustu fáist fyrir þau laun sem greidd eru þrátt fyrir launahækkanir. Þá segir í skýrslunni að júnímánuður hafi verið merkilegur á þann hátt að kaupmáttur minnkaði í fyrsta sinn í júnímánuði frá því árið 2010. Tæplega tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu hafi þannig verið lokið og nú hafi liðið tveir mánuðir þar sem kaupmáttur minnkaði miðað við sama tímabil á fyrra ári. Kaupmáttur hafi þannig ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst megi telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu sammningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum. Þá segir í skýrslunni að af starfsstéttum skeri verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sig nokkuð úr hvað varðar launabreytingar frá maí 2021 til maí 2022. Laun beggja hópanna hafi hækkað um um það bil 10,5 prósent á þessu tímabili á meðan laun annarra hópa hafi hækkað um sex til átta prósent. Það sé enn ein staðfestingin á því að markmið lífskjarasamningsins um meiri hækkun lægri launa hafi náð fram að ganga. Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05 Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni að ekki sé óvenjulegt að launavísitalan hafi lækkað örlítið í júlí en þetta sé þriðja árið í röð sem að gerist. Júlímánuður sé óvenjulegur að mörgu leyti á vinnumarkaði aðallega vegna sumarleyfa starfsmanna. Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí en árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 1,7 prósent milli júlímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júlí var 4,1 prósenti lægri en hann var í janúar á þessu ári en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni. Verðbólga síðustu mánaða hafi því minnkað kaupmátt töluvert. Segir í skýrslunni að það geti haft í för með sér að minna af vörum og þjónustu fáist fyrir þau laun sem greidd eru þrátt fyrir launahækkanir. Þá segir í skýrslunni að júnímánuður hafi verið merkilegur á þann hátt að kaupmáttur minnkaði í fyrsta sinn í júnímánuði frá því árið 2010. Tæplega tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu hafi þannig verið lokið og nú hafi liðið tveir mánuðir þar sem kaupmáttur minnkaði miðað við sama tímabil á fyrra ári. Kaupmáttur hafi þannig ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst megi telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu sammningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum. Þá segir í skýrslunni að af starfsstéttum skeri verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sig nokkuð úr hvað varðar launabreytingar frá maí 2021 til maí 2022. Laun beggja hópanna hafi hækkað um um það bil 10,5 prósent á þessu tímabili á meðan laun annarra hópa hafi hækkað um sex til átta prósent. Það sé enn ein staðfestingin á því að markmið lífskjarasamningsins um meiri hækkun lægri launa hafi náð fram að ganga.
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05 Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30
Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30