Móðir Hrafnhildar Lilju fékk símtalið sem hún hafði beðið eftir í fjórtán ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2022 13:38 Systurnar Sigurlaug Hrafnsdóttir og Líney Hrafnsdóttir. Líney er móðir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíkanska lýðveldinu árið 2008. arnar halldórsson Móðir Hrafnhildar Lilju, sem myrt var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum, segir að yfirlögregluþjónn hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. Hún kveðst þakklát fyrir að lögregla hafi hlustað og segir stuðninginn ómetanlegan. Fyrir helgi birtum við viðtal við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Í viðtalinu gagnrýndu þær íslensk stjórnvöld fyrir að hafa aldrei beitt sér fyrir rannsókn málsins og sögðust vilja að málið yrði opnað á ný og rannsókn tekin upp en morðinginn gengur enn laus. Eftir að viðtalið var birt hringdi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í móður Hrafnhildar Lilju og sagðist vilja skoða málið nánar og óska eftir upplýsingum frá lögreglunni úti. Líney segir að Karl Steinar hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. „Já þetta er sko langþráð símtal. Bara yndislegt og nú er maður búinn að fá hreyfingu á málið,“ sagði Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar. „Hann hringir bara eftir viðtalið og lætur mig vita að þeir hafi áhuga á að skoða og fara yfir málið og að þetta væru ekki þeirra vinnubrögð.“ Sérstaklega séu þær þakklátar lögreglu fyrir að hafa hlustað. Þær finna fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Bara ótrúleg. Við erum búin að fá svo svakalegan stuðning og þetta hefur gefið okkur svo mikið. Hún er alla vegana ekki gleymd.“ Þær segjast hafa fengið svakaleg viðbrögð í kjölfar viðtalsins og hreyfingu á málið sem gefi þeim mjög mikið. „Bærinn, allur bærinn stendur við bakið á okkur. Segja hvað við séum miklar hetjur að stíga fram og þakka okkur fyrir að fara í þetta viðtal,“ sagði Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar. „Við erum bara svo þakklátar fyrir þessum viðbrögðum og lögreglu og öllum sem hafa tekið þátt, við erum þakklát,“ sagði Líney. Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglumál Lögreglan Íslendingar erlendis Fjallabyggð Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Fyrir helgi birtum við viðtal við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Í viðtalinu gagnrýndu þær íslensk stjórnvöld fyrir að hafa aldrei beitt sér fyrir rannsókn málsins og sögðust vilja að málið yrði opnað á ný og rannsókn tekin upp en morðinginn gengur enn laus. Eftir að viðtalið var birt hringdi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í móður Hrafnhildar Lilju og sagðist vilja skoða málið nánar og óska eftir upplýsingum frá lögreglunni úti. Líney segir að Karl Steinar hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. „Já þetta er sko langþráð símtal. Bara yndislegt og nú er maður búinn að fá hreyfingu á málið,“ sagði Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar. „Hann hringir bara eftir viðtalið og lætur mig vita að þeir hafi áhuga á að skoða og fara yfir málið og að þetta væru ekki þeirra vinnubrögð.“ Sérstaklega séu þær þakklátar lögreglu fyrir að hafa hlustað. Þær finna fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Bara ótrúleg. Við erum búin að fá svo svakalegan stuðning og þetta hefur gefið okkur svo mikið. Hún er alla vegana ekki gleymd.“ Þær segjast hafa fengið svakaleg viðbrögð í kjölfar viðtalsins og hreyfingu á málið sem gefi þeim mjög mikið. „Bærinn, allur bærinn stendur við bakið á okkur. Segja hvað við séum miklar hetjur að stíga fram og þakka okkur fyrir að fara í þetta viðtal,“ sagði Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar. „Við erum bara svo þakklátar fyrir þessum viðbrögðum og lögreglu og öllum sem hafa tekið þátt, við erum þakklát,“ sagði Líney.
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglumál Lögreglan Íslendingar erlendis Fjallabyggð Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira