Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2022 15:02 Slökkvilið að störfum. vísir/vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Sjá meira
Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19