Draumadrengur bandarísks fjármálaheims sakaður um kynferðisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 08:06 Dan Price varð frægur fyrir andkapítalíska stefnu sína sem forstjóri. Til dæmis fyrir að hafa lækkað laun sín verulega svo starfsmenn hans fengju almennileg árslaun. Getty/Leonard Ortiz Dan Price forstjóri Gravity Payments í Bandaríkjunum hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Price hefur lengi vel verið andlit hins andkapítalíska forstjóra í bandarísku samfélagi og vinsæll meðal margra. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Price komst í fréttirnar árið 2015 fyrir að hafa sett reglur um lágmarksárslaun upp á 70 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar tíu milljónir króna, innan fyrirtækis síns. Hann greindi frá því í viðtölum á sínum tíma að hann hafi skert eigin laun um 90 prósent til þess að ná þessu markmiði. Eins og New York Times lýsir því í grein sinni var Price „góði gæinn“ í bandarískum fjármálaheimi. Fram er haldið í grein New York Times að Price hafi notað samfélagsmiðla til þess að skapa glansímynd af sjálfum sér til þess að fela munstur ofbeldis í hans persónulega lífi og óvinsældir innan fyrirtækis síns. Í grein New York Times er rætt við 27 ára gamla fyrirsætu og listamann sem segir í samtali við blaðið að hún og Price hafi verið í þriggja mánaða löngu sambandi snemma árs 2021. Að hennar sögn endaði samband þeirra þegar Price nauðgaði henni. Price, sem er 38 gamall, hefur neitað sök. Lögreglan í Palm Springs í Kaliforníu staðfestir í samtali við NYT að hún hafi farið þess á leit við saksóknara í sýslunni að þeir taki við málinu og hefur lögreglan mælst til þess að Price verði ákærður fyrir að hafa nauðgað einstaklingi í annarlegu ástandi. Áratugalöng saga af meintum ofbeldisbrotum Í grein Times er farið yfir fyrri meint kynferðisbrot Price, sem spanna áratug aftur í tímann. Greint er frá frásögnum fimm kvenna til viðbótar, sem segja Price hafa misnotað sig. Price sagði í yfirlýsingu sem birtist á Twittersíðu hans á miðvikudag að hann hyggðist yfirgefa Gravity Payments til þess að „einblína á að berjast gegn ásökunum sem ættu enga stoð í raunveruleikanum.“ Í tísti sem Price birti síðar um daginn mátti sjá hann rekja þau hlunnindi sem hann hafði tryggt starfsmönnum sínum, svo sem ótakmarkað launað frí frá starfi og aðstoð við að safna í lífeyrissjóð. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Price hefur verð sakaður um misnotkun. Fyrr á þessu ári var hann ákærðru fyrir líkamsárás og fyrir óábyrgan akstur í Seattle. Price er sagður í því tilviki hafa kysst konu með miklu offorsi án hennar vilja eftir kvöldmatarfund og fyrir að hafa í kjölfarið keyrt hana að bílastæðum þar sem hann svo spólaði og ók á hættulegan hátt á meðan hún var innanborðs. Price hefur sömuleiðis lýst yfir sakleysi í því máli, sem fer fyrir dóm í október. Árið 2015, sama ár og hann fór að vekja athygli fyrir viðskiptahætti sína, sagði fyrrverandi eiginkona hans Kristie Colón í Tedx fyrirlestri, sem tekinn var upp í Kentucky háskóla, að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi barið hana og beitt hana vatnspyntingum. Price hefur sömuleiðis neitað því. Femínískar yfirlýsingar sem hann skrifaði kannski ekki sjálfur Mikið er hamrað á því í grein Times hvað Price virtist almennilegur af samfélagsmiðlum séð. Þar hafi hann oft og ítrekað skrifað um femínisma og gagnrýnt feðraveldið. Þannig hafi hann einmitt komið sér í mjúkinn hjá þeim konum, sem nú segja hann hafa misnotað sig. Fram kemur í grein Times að svo virðist sem Price hafi ekki einu sinni sjálfur skrifað allar fyrrnefndar femínískar yfirlýsingar. Að sögn Times réði Price Mike Rosenberg til að sjá um samfélagsmiðla sína. Rosenberg starfaði áður sem fasteignablaðamaður hjá The Seattle Times en hann lét af störfum hjá blaðinu árið 2019 eftir að upp komst að hann hafði sent kynferðisleg skilaboð á samfélagsmiðlum. Rosenberg sagði á sínum tíma við fréttastofuna Crosscut að hann hafi óvart sent kynferiðsleg skilaboð á einhvern sem ekki átti að fá þau. Bandaríkin MeToo Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Price komst í fréttirnar árið 2015 fyrir að hafa sett reglur um lágmarksárslaun upp á 70 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar tíu milljónir króna, innan fyrirtækis síns. Hann greindi frá því í viðtölum á sínum tíma að hann hafi skert eigin laun um 90 prósent til þess að ná þessu markmiði. Eins og New York Times lýsir því í grein sinni var Price „góði gæinn“ í bandarískum fjármálaheimi. Fram er haldið í grein New York Times að Price hafi notað samfélagsmiðla til þess að skapa glansímynd af sjálfum sér til þess að fela munstur ofbeldis í hans persónulega lífi og óvinsældir innan fyrirtækis síns. Í grein New York Times er rætt við 27 ára gamla fyrirsætu og listamann sem segir í samtali við blaðið að hún og Price hafi verið í þriggja mánaða löngu sambandi snemma árs 2021. Að hennar sögn endaði samband þeirra þegar Price nauðgaði henni. Price, sem er 38 gamall, hefur neitað sök. Lögreglan í Palm Springs í Kaliforníu staðfestir í samtali við NYT að hún hafi farið þess á leit við saksóknara í sýslunni að þeir taki við málinu og hefur lögreglan mælst til þess að Price verði ákærður fyrir að hafa nauðgað einstaklingi í annarlegu ástandi. Áratugalöng saga af meintum ofbeldisbrotum Í grein Times er farið yfir fyrri meint kynferðisbrot Price, sem spanna áratug aftur í tímann. Greint er frá frásögnum fimm kvenna til viðbótar, sem segja Price hafa misnotað sig. Price sagði í yfirlýsingu sem birtist á Twittersíðu hans á miðvikudag að hann hyggðist yfirgefa Gravity Payments til þess að „einblína á að berjast gegn ásökunum sem ættu enga stoð í raunveruleikanum.“ Í tísti sem Price birti síðar um daginn mátti sjá hann rekja þau hlunnindi sem hann hafði tryggt starfsmönnum sínum, svo sem ótakmarkað launað frí frá starfi og aðstoð við að safna í lífeyrissjóð. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Price hefur verð sakaður um misnotkun. Fyrr á þessu ári var hann ákærðru fyrir líkamsárás og fyrir óábyrgan akstur í Seattle. Price er sagður í því tilviki hafa kysst konu með miklu offorsi án hennar vilja eftir kvöldmatarfund og fyrir að hafa í kjölfarið keyrt hana að bílastæðum þar sem hann svo spólaði og ók á hættulegan hátt á meðan hún var innanborðs. Price hefur sömuleiðis lýst yfir sakleysi í því máli, sem fer fyrir dóm í október. Árið 2015, sama ár og hann fór að vekja athygli fyrir viðskiptahætti sína, sagði fyrrverandi eiginkona hans Kristie Colón í Tedx fyrirlestri, sem tekinn var upp í Kentucky háskóla, að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi barið hana og beitt hana vatnspyntingum. Price hefur sömuleiðis neitað því. Femínískar yfirlýsingar sem hann skrifaði kannski ekki sjálfur Mikið er hamrað á því í grein Times hvað Price virtist almennilegur af samfélagsmiðlum séð. Þar hafi hann oft og ítrekað skrifað um femínisma og gagnrýnt feðraveldið. Þannig hafi hann einmitt komið sér í mjúkinn hjá þeim konum, sem nú segja hann hafa misnotað sig. Fram kemur í grein Times að svo virðist sem Price hafi ekki einu sinni sjálfur skrifað allar fyrrnefndar femínískar yfirlýsingar. Að sögn Times réði Price Mike Rosenberg til að sjá um samfélagsmiðla sína. Rosenberg starfaði áður sem fasteignablaðamaður hjá The Seattle Times en hann lét af störfum hjá blaðinu árið 2019 eftir að upp komst að hann hafði sent kynferðisleg skilaboð á samfélagsmiðlum. Rosenberg sagði á sínum tíma við fréttastofuna Crosscut að hann hafi óvart sent kynferiðsleg skilaboð á einhvern sem ekki átti að fá þau.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira