Öryggisbresturinn hefur áhrif á stýrikjarna sem tæki Apple eigi sameiginlegan og grunn Safari vafrans en um sé að ræða fartölvur, spjaldtölvur og síma frá fyrirtækinu. Notendur sem ættu iPhone og iPad síðan 2015 eða síðar og tölvu með stýrikerfinu Monterey gætu uppfært tækið sitt gegn brestinum. Guardian greinir frá þessu.
Þeir sem ættu sérstaklega að huga að því að uppfæra tækin sín séu einstaklingar sem gegni opinberum störfum, blaðamenn og aktívistar en öryggisbresturinn hafi gert það að verkum að tölvuþrjótur geti stjórnað tækinu líkt og eigandi þess.
Apple hafi áður lent í öryggisbrestum en aðgangar að kerfisveikleikum sem þessum séu seldir á allt að 500 þúsund dollara.