Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2022 12:00 SIlja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið. Stöð 2 Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram á morgun með tilheyrandi hátíðardagskrá. Matarvagnar verða staðsettir víða um miðbæinn, list verður nánast á hverju horni, tónleikar, dans, blöðrudýr, ís fyrir börnin og svo lengi mætti telja, en upplýsingar um helstu viðburði má finna í fréttinni hér að neðan. Frítt verður í Strætó og boðið upp á skutlþjónustu á milli Laugardals og Hallgrímskirkju. Skráning enn í gangi Dagskrá Menningarnætur hefst að venju með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en 8.200 hlauparar eru skráðir í hlaupið í dag. „Við vitum að það á eftir að bætast eitthvað við en skráningarhátíðin sem er í Laugardalshöll er opin í dag á milli 14:00 og 19:00 og það er hægt að skrá á staðnum þar,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir að erlendir hlauparar skili sér vel en í ár koma tvö þúsund til landsins til að spretta úr spori. „Annars eru þetta flest allt íslenskir hlauparar, en við söknum þess þó aðeins að í tíu kílómetrunum þá vantar aðeins hlauparana sem hafa verið að hlaupa síðustu ár.“ 88 milljónir í hús Tíu kílómetrarnir eru vinsælasta hlaupaleiðin en hálft maraþon kemur þar fast á eftir. Líkt og þekkt er safna hlauparar áheitum. „Söfnunin gengur mjög vel. Við erum núna komin hátt í 88 milljónir en á sama tíma árið 2019 sem var metárið okkar þá vorum við komin nokkuð vel fram úr því. Við erum bjartsýn og vitum að síðustu dagarnir skila mestu þannig við hvetjum fólk sem ætlar ekki að hlaupa til að styrkja öll þessi góðu góðgerðarfélög.“ Hlaupið verður frá Sóleyjargötu í fyrramálið. Maraþon og hálfmaraþon hefst klukkan 8:40, tíu kílómetrarnir byrja 9:40 og skemmtiskokkið hefst klukkan 12:00. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Reykjavík Hlaup Íslandsbanki Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram á morgun með tilheyrandi hátíðardagskrá. Matarvagnar verða staðsettir víða um miðbæinn, list verður nánast á hverju horni, tónleikar, dans, blöðrudýr, ís fyrir börnin og svo lengi mætti telja, en upplýsingar um helstu viðburði má finna í fréttinni hér að neðan. Frítt verður í Strætó og boðið upp á skutlþjónustu á milli Laugardals og Hallgrímskirkju. Skráning enn í gangi Dagskrá Menningarnætur hefst að venju með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en 8.200 hlauparar eru skráðir í hlaupið í dag. „Við vitum að það á eftir að bætast eitthvað við en skráningarhátíðin sem er í Laugardalshöll er opin í dag á milli 14:00 og 19:00 og það er hægt að skrá á staðnum þar,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir að erlendir hlauparar skili sér vel en í ár koma tvö þúsund til landsins til að spretta úr spori. „Annars eru þetta flest allt íslenskir hlauparar, en við söknum þess þó aðeins að í tíu kílómetrunum þá vantar aðeins hlauparana sem hafa verið að hlaupa síðustu ár.“ 88 milljónir í hús Tíu kílómetrarnir eru vinsælasta hlaupaleiðin en hálft maraþon kemur þar fast á eftir. Líkt og þekkt er safna hlauparar áheitum. „Söfnunin gengur mjög vel. Við erum núna komin hátt í 88 milljónir en á sama tíma árið 2019 sem var metárið okkar þá vorum við komin nokkuð vel fram úr því. Við erum bjartsýn og vitum að síðustu dagarnir skila mestu þannig við hvetjum fólk sem ætlar ekki að hlaupa til að styrkja öll þessi góðu góðgerðarfélög.“ Hlaupið verður frá Sóleyjargötu í fyrramálið. Maraþon og hálfmaraþon hefst klukkan 8:40, tíu kílómetrarnir byrja 9:40 og skemmtiskokkið hefst klukkan 12:00.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Reykjavík Hlaup Íslandsbanki Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira