Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2022 12:00 SIlja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið. Stöð 2 Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram á morgun með tilheyrandi hátíðardagskrá. Matarvagnar verða staðsettir víða um miðbæinn, list verður nánast á hverju horni, tónleikar, dans, blöðrudýr, ís fyrir börnin og svo lengi mætti telja, en upplýsingar um helstu viðburði má finna í fréttinni hér að neðan. Frítt verður í Strætó og boðið upp á skutlþjónustu á milli Laugardals og Hallgrímskirkju. Skráning enn í gangi Dagskrá Menningarnætur hefst að venju með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en 8.200 hlauparar eru skráðir í hlaupið í dag. „Við vitum að það á eftir að bætast eitthvað við en skráningarhátíðin sem er í Laugardalshöll er opin í dag á milli 14:00 og 19:00 og það er hægt að skrá á staðnum þar,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir að erlendir hlauparar skili sér vel en í ár koma tvö þúsund til landsins til að spretta úr spori. „Annars eru þetta flest allt íslenskir hlauparar, en við söknum þess þó aðeins að í tíu kílómetrunum þá vantar aðeins hlauparana sem hafa verið að hlaupa síðustu ár.“ 88 milljónir í hús Tíu kílómetrarnir eru vinsælasta hlaupaleiðin en hálft maraþon kemur þar fast á eftir. Líkt og þekkt er safna hlauparar áheitum. „Söfnunin gengur mjög vel. Við erum núna komin hátt í 88 milljónir en á sama tíma árið 2019 sem var metárið okkar þá vorum við komin nokkuð vel fram úr því. Við erum bjartsýn og vitum að síðustu dagarnir skila mestu þannig við hvetjum fólk sem ætlar ekki að hlaupa til að styrkja öll þessi góðu góðgerðarfélög.“ Hlaupið verður frá Sóleyjargötu í fyrramálið. Maraþon og hálfmaraþon hefst klukkan 8:40, tíu kílómetrarnir byrja 9:40 og skemmtiskokkið hefst klukkan 12:00. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Reykjavík Hlaup Íslandsbanki Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram á morgun með tilheyrandi hátíðardagskrá. Matarvagnar verða staðsettir víða um miðbæinn, list verður nánast á hverju horni, tónleikar, dans, blöðrudýr, ís fyrir börnin og svo lengi mætti telja, en upplýsingar um helstu viðburði má finna í fréttinni hér að neðan. Frítt verður í Strætó og boðið upp á skutlþjónustu á milli Laugardals og Hallgrímskirkju. Skráning enn í gangi Dagskrá Menningarnætur hefst að venju með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en 8.200 hlauparar eru skráðir í hlaupið í dag. „Við vitum að það á eftir að bætast eitthvað við en skráningarhátíðin sem er í Laugardalshöll er opin í dag á milli 14:00 og 19:00 og það er hægt að skrá á staðnum þar,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir að erlendir hlauparar skili sér vel en í ár koma tvö þúsund til landsins til að spretta úr spori. „Annars eru þetta flest allt íslenskir hlauparar, en við söknum þess þó aðeins að í tíu kílómetrunum þá vantar aðeins hlauparana sem hafa verið að hlaupa síðustu ár.“ 88 milljónir í hús Tíu kílómetrarnir eru vinsælasta hlaupaleiðin en hálft maraþon kemur þar fast á eftir. Líkt og þekkt er safna hlauparar áheitum. „Söfnunin gengur mjög vel. Við erum núna komin hátt í 88 milljónir en á sama tíma árið 2019 sem var metárið okkar þá vorum við komin nokkuð vel fram úr því. Við erum bjartsýn og vitum að síðustu dagarnir skila mestu þannig við hvetjum fólk sem ætlar ekki að hlaupa til að styrkja öll þessi góðu góðgerðarfélög.“ Hlaupið verður frá Sóleyjargötu í fyrramálið. Maraþon og hálfmaraþon hefst klukkan 8:40, tíu kílómetrarnir byrja 9:40 og skemmtiskokkið hefst klukkan 12:00.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Reykjavík Hlaup Íslandsbanki Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira