Sjö bítast um fimm sæti í stjórn Sýnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 10:52 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Útlit er fyrir að ný stjórn verði kjörin á hluthafafundi í lok mánaðrins eftir miklar vendingar í hluthafahóp félagsins. Vísir/Vilhelm Tilnefningarnefnd Sýnar vegna yfirvofandi stjórnarkjörs í félaginu metur það svo að þeir sjö frambjóðendur sem vilja komast í stjórn félagsins. séu allir hæfir til stjórnarsetu. Stjórnarformaður Sýnar sækist ekki eftir endurkjöri. Boðað var til hluthafafundar í félaginu að að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Á dagskrá fundarins er tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör. Tilnefningarnefnd félagsins hefur nú skilað skýrslu um störf sín, sem fól í sér að meta hæfi þeirra sem skiluðu inn framboði til stjórnar. Í skýrslunni kemur fram að fjórir af fimm af núverandi stjórnarmönnum sækist eftir endurkjöri. Þau eru eftirfarandi: Jóhann Hjartarson Páll Gíslason Petrea Ingileif Guðmundsdóttir Sesselía Birgisdóttir Í skýrslunni kemur fram að Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarformaður sækist ekki eftir endurkjöri. Tilnefninganefndin metur þau fjögur hæf til að taka sæti í stjórn. Þrír einkafjárfestar vilja inn Þá sækjast þrír einkafjárfestar einnig eftir sæti í stjórninni. Það eru Hilmar Þór Kristinson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn. Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest., sækist einnig eftir kjöri í stjórn Sýnar, auk Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, en greint hefur verið frá því að hann sé stærsti eigandi Gavia Invest, sem er stærsti eigandi Sýnar, eftir að Heiðar Guðjónsson, ákvað að hætta sem forstjóri og selja allan hlut sinn í félaginu. Tilnefningarnefndin metur þá þrjá einnig hæfa til að sitja í stjórn félagsins. Nefndin bendir á tvær konur séu í framboði og fimm karlar og að líta þurfi til laga um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, við niðurstöður kosninga. Samkvæmt þarf að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn Sýnar sé ekki lægra en fjörutíu prósent. Lesa má skýrslu tilnefningarnefndarinnar hér. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sýn Tengdar fréttir Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53 Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36 Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Boðað var til hluthafafundar í félaginu að að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Á dagskrá fundarins er tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör. Tilnefningarnefnd félagsins hefur nú skilað skýrslu um störf sín, sem fól í sér að meta hæfi þeirra sem skiluðu inn framboði til stjórnar. Í skýrslunni kemur fram að fjórir af fimm af núverandi stjórnarmönnum sækist eftir endurkjöri. Þau eru eftirfarandi: Jóhann Hjartarson Páll Gíslason Petrea Ingileif Guðmundsdóttir Sesselía Birgisdóttir Í skýrslunni kemur fram að Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarformaður sækist ekki eftir endurkjöri. Tilnefninganefndin metur þau fjögur hæf til að taka sæti í stjórn. Þrír einkafjárfestar vilja inn Þá sækjast þrír einkafjárfestar einnig eftir sæti í stjórninni. Það eru Hilmar Þór Kristinson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn. Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest., sækist einnig eftir kjöri í stjórn Sýnar, auk Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, en greint hefur verið frá því að hann sé stærsti eigandi Gavia Invest, sem er stærsti eigandi Sýnar, eftir að Heiðar Guðjónsson, ákvað að hætta sem forstjóri og selja allan hlut sinn í félaginu. Tilnefningarnefndin metur þá þrjá einnig hæfa til að sitja í stjórn félagsins. Nefndin bendir á tvær konur séu í framboði og fimm karlar og að líta þurfi til laga um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, við niðurstöður kosninga. Samkvæmt þarf að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn Sýnar sé ekki lægra en fjörutíu prósent. Lesa má skýrslu tilnefningarnefndarinnar hér. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sýn Tengdar fréttir Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53 Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36 Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53
Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36
Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15