Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 12:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA eru með tvö -til þrefalt hærri mánaðarlaun en talsmenn verkalýðshreyfingarinnar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi greiða framkvæmdastjóra sínum hæstu mánaðarlaunin af þeim hagsmunasamtökum sem Frjáls verslun ber saman í nýju tekjublaði eða um 3,9 á mánuði. Talsmenn atvinnulífsins með um fjórar milljónir Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru með svipaðar mánaðartekjur eða um 3,8 milljónir króna. Í Tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir og greiðslur í lífeyrissjóði séu hins vegar ekki inn í þessum tölum Forusta verkalýðsfélaga á lægri launum Sá forystumaður í verkalýðs-eða stéttarfélögum sem kemst næst þessum launum er með ríflega tvöfalt lægri mánaðarlaun en það er formaður félags skipstjórnarmanna sem hefur um 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Formaður VR er einnig með um 1,8 milljón króna á mánuði. Formaður Samiðnar er með svipuð laun. Formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður Sjómannasambandsins eru með um 1,6 milljónir á mánuði. Formaður Eflingar var með tæplega ellefu hundruð þúsund í tekjur á mánuði í fyrra en hún lét að störfum í október það ár. Það eru þessir aðilar sem mætast meðal annars við næstu kjarasamninga nú í haust. Ekki tímabært að tjá sig um svigrúm til launahækkana Í fréttum okkar í gær kom fram hjá Stefáni Ólafssyni sérfræðingi hjá Eflingu að í komandi kjaraviðræðum yrði svigrúm til 13,8 prósenta hækkunar á lægstu launum. Þá benti hann á að verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi ekki tjá sig um þessi ummæli þegar fréttastofa bar þau undir hann í morgun. Verkalýðshreyfingin sé ekki komin fram með kröfugerð og því ekki tímabært að tjá sig. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Félagasamtök Tekjur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi greiða framkvæmdastjóra sínum hæstu mánaðarlaunin af þeim hagsmunasamtökum sem Frjáls verslun ber saman í nýju tekjublaði eða um 3,9 á mánuði. Talsmenn atvinnulífsins með um fjórar milljónir Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru með svipaðar mánaðartekjur eða um 3,8 milljónir króna. Í Tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir og greiðslur í lífeyrissjóði séu hins vegar ekki inn í þessum tölum Forusta verkalýðsfélaga á lægri launum Sá forystumaður í verkalýðs-eða stéttarfélögum sem kemst næst þessum launum er með ríflega tvöfalt lægri mánaðarlaun en það er formaður félags skipstjórnarmanna sem hefur um 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Formaður VR er einnig með um 1,8 milljón króna á mánuði. Formaður Samiðnar er með svipuð laun. Formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður Sjómannasambandsins eru með um 1,6 milljónir á mánuði. Formaður Eflingar var með tæplega ellefu hundruð þúsund í tekjur á mánuði í fyrra en hún lét að störfum í október það ár. Það eru þessir aðilar sem mætast meðal annars við næstu kjarasamninga nú í haust. Ekki tímabært að tjá sig um svigrúm til launahækkana Í fréttum okkar í gær kom fram hjá Stefáni Ólafssyni sérfræðingi hjá Eflingu að í komandi kjaraviðræðum yrði svigrúm til 13,8 prósenta hækkunar á lægstu launum. Þá benti hann á að verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi ekki tjá sig um þessi ummæli þegar fréttastofa bar þau undir hann í morgun. Verkalýðshreyfingin sé ekki komin fram með kröfugerð og því ekki tímabært að tjá sig.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Félagasamtök Tekjur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07