Víða ógerningur að fá bókaðan tíma hjá lækni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 19:20 Óskar Reykdalsson segir um helming lækna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í sumarfríi. vísir/vilhelm Bið eftir tímum hjá heimilislæknum hefur sjaldan verið lengri á höfuðborgarsvæðinu og eru sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Óbókuðum komum fólks á heilsugæsluna hefur fjölgað gríðarlega milli ára. Þegar reynt er að bóka tíma hjá heimilislækni kemur þetta vandamál glögglega í ljós. Hjá Heilsugæslunni Miðbæ er næsti lausi tími ekki fyrr en 5. október, eftir sjö vikur. Í Seltjarnarnesbæ er hægt að komast að örlítið fyrr að - fyrsti lausi tíminn er eftir tæpar fjórar vikur; 12. september. Í Hlíðunum er staðan þó verst; enginn læknir á lausan tíma og því er ekkert hægt að bóka - menn verða bara að mæta. „Já, það er dáldið löng bið núna. En það byggist svoldið á því, sérstaklega á undanförnu ári, að þá hefur skyndikomum fjölgað mjög mikið. Þannig við erum meira í að sinna bráðavandamálum heldur en áður,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þarna lýgur Óskar engu. Aukningin í óbókuðum komum er gríðarleg - rúm 28 prósent það sem af er ári ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þær hafa verið rúmlega 63 þúsund í ár. Ef ekki er laus tími en vandamálið er brýnt verður fólk bara að mæta á staðinn og bíða eftir að komast að.vísir/egill En af hverju stafar þessi aukning? „Ég veit það ekki alveg. En það er þannig að það er vísað meira á heilsugæsluna en áður og fólk þekkir okkur betur en áður. Og það er meira um að það sé verið að vísa fólki frá, til dæmis af bráðamóttökunni þar sem staðan hefur verið erfið og við tökum gjarnan við þeim vandamálum sem eiga heima á heilsugæslunni,“ segir Óskar. En hvað á fólk að gera í þessari stöðu? Þeir sem ekki geta beðið í margar vikur með að láta sinna sér í veikindunum velta þessu líklega fyrir sér. „Við þurfum að sinna bráðavandamálum. Ef að fólk getur ekki beðið eftir bókuðum tíma þá verður það bara að mæta og þá tökum við að sjálfsögðu á móti því fólki,“ segir Óskar. Þetta er þó tímabundið vandamál, að mestu leyti, segir Óskar. Það er nefnilega gífurlegur fjöldi lækna enn í sumarfríi. „Við erum kannski ekki með nema svona sirka helming lækna okkar í vinnu þessa dagana og það auðvitað dregur úr skipulögðum tímum þegar það þurfa mjög margir af þeim læknum sem eru við vinnu að sinna bráðaþjónustu,“ segir Óskar. Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Þegar reynt er að bóka tíma hjá heimilislækni kemur þetta vandamál glögglega í ljós. Hjá Heilsugæslunni Miðbæ er næsti lausi tími ekki fyrr en 5. október, eftir sjö vikur. Í Seltjarnarnesbæ er hægt að komast að örlítið fyrr að - fyrsti lausi tíminn er eftir tæpar fjórar vikur; 12. september. Í Hlíðunum er staðan þó verst; enginn læknir á lausan tíma og því er ekkert hægt að bóka - menn verða bara að mæta. „Já, það er dáldið löng bið núna. En það byggist svoldið á því, sérstaklega á undanförnu ári, að þá hefur skyndikomum fjölgað mjög mikið. Þannig við erum meira í að sinna bráðavandamálum heldur en áður,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þarna lýgur Óskar engu. Aukningin í óbókuðum komum er gríðarleg - rúm 28 prósent það sem af er ári ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þær hafa verið rúmlega 63 þúsund í ár. Ef ekki er laus tími en vandamálið er brýnt verður fólk bara að mæta á staðinn og bíða eftir að komast að.vísir/egill En af hverju stafar þessi aukning? „Ég veit það ekki alveg. En það er þannig að það er vísað meira á heilsugæsluna en áður og fólk þekkir okkur betur en áður. Og það er meira um að það sé verið að vísa fólki frá, til dæmis af bráðamóttökunni þar sem staðan hefur verið erfið og við tökum gjarnan við þeim vandamálum sem eiga heima á heilsugæslunni,“ segir Óskar. En hvað á fólk að gera í þessari stöðu? Þeir sem ekki geta beðið í margar vikur með að láta sinna sér í veikindunum velta þessu líklega fyrir sér. „Við þurfum að sinna bráðavandamálum. Ef að fólk getur ekki beðið eftir bókuðum tíma þá verður það bara að mæta og þá tökum við að sjálfsögðu á móti því fólki,“ segir Óskar. Þetta er þó tímabundið vandamál, að mestu leyti, segir Óskar. Það er nefnilega gífurlegur fjöldi lækna enn í sumarfríi. „Við erum kannski ekki með nema svona sirka helming lækna okkar í vinnu þessa dagana og það auðvitað dregur úr skipulögðum tímum þegar það þurfa mjög margir af þeim læknum sem eru við vinnu að sinna bráðaþjónustu,“ segir Óskar.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira