Ákærður fyrir að stela 34 símum og greiðslukorti fjórtán ára stúlku Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 10:16 Flestum símunum stal maðurinn úr Laugardalshöll, alls tíu talsins. Vísir/Vilhelm Rétt rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir að stela samtals 34 farsímum og öðru góssi, þar á meðal greiðslukorti 14 ára stúlku. Flest brotin voru framin í íþróttaklefum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Ákæran er í alls ellefu liðum og fjalla flestir þeirra um símaþjófnað. Samtals eru þetta 34 símar, flestir þeirra iPhone eða Samsung Galaxy. Þjófnaðirnir áttu sér allir stað á ellefu daga tímabili en ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Notaði greiðslukortið í Háspennu Maðurinn stal þremur símum úr búningsklefa í Skautahöllinni, tveimur símum úr Íþróttamiðstöð Breiðabliks, þremur símum úr Ásgarði í Garðabæ, tveimur símum úr íþróttamiðstöð Þróttar, tveimur símum úr Dalskóla, tíu símum úr Laugardalshöll, átta símum og greiðslukorti úr íþróttamiðstöð Gróttu og fjórum símum og fartölvu úr Valsheimilinu. Ásamt félaga sínum notaði hann greiðslukortið sem hann stal úr íþróttamiðstöð Gróttu til að taka út tíu þúsund krónur í Háspennu við Rauðarárstíg. Ók án ökuréttinda Ásamt því að stela símunum stal hann Airpods-heyrnartólum, Moncler-úlpu og reiðufé. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda og án öryggisbeltis eftir Kringlumýrarbraut í átt að Hafnarfjarðarvegi uns lögregla stöðvaði akstur hans við Hamraborg í Kópavogi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda. Móðir eiganda greiðslukortsins gerir einkaréttarkröfu upp á tæplega sextíu þúsund krónur auk vaxta. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ákæran er í alls ellefu liðum og fjalla flestir þeirra um símaþjófnað. Samtals eru þetta 34 símar, flestir þeirra iPhone eða Samsung Galaxy. Þjófnaðirnir áttu sér allir stað á ellefu daga tímabili en ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Notaði greiðslukortið í Háspennu Maðurinn stal þremur símum úr búningsklefa í Skautahöllinni, tveimur símum úr Íþróttamiðstöð Breiðabliks, þremur símum úr Ásgarði í Garðabæ, tveimur símum úr íþróttamiðstöð Þróttar, tveimur símum úr Dalskóla, tíu símum úr Laugardalshöll, átta símum og greiðslukorti úr íþróttamiðstöð Gróttu og fjórum símum og fartölvu úr Valsheimilinu. Ásamt félaga sínum notaði hann greiðslukortið sem hann stal úr íþróttamiðstöð Gróttu til að taka út tíu þúsund krónur í Háspennu við Rauðarárstíg. Ók án ökuréttinda Ásamt því að stela símunum stal hann Airpods-heyrnartólum, Moncler-úlpu og reiðufé. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda og án öryggisbeltis eftir Kringlumýrarbraut í átt að Hafnarfjarðarvegi uns lögregla stöðvaði akstur hans við Hamraborg í Kópavogi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda. Móðir eiganda greiðslukortsins gerir einkaréttarkröfu upp á tæplega sextíu þúsund krónur auk vaxta.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira