Aldur og fyrri störf Viðreisnar Svanur Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2022 17:01 Þegar horft er á þingflokk Viðreisnar er hægt að undrast sérstakan áhuga flokksins á sjávarútvegi. Það var jú rætt um að núverandi formaður hefði sóst eftir að gerast talsmaður hagsmunasamtaka sjávarútvegsins og vissulega gerðist hún ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála stutta stund. Samt fjallar þingflokkurinn um sjávarútveginn nánast eins og það sé eina atvinnugrein landsins, og alltaf með sömu slagorðin á vörunum. Flest í þessari einhæfu umræðu Viðreisnar gengur út á að forsendur og rekstur sjávarútvegsins byggist á einhverskonar innbyggðu óréttlæti og að það sé hægt að reka hann öðruvísi og taka þar af miklu meira út úr greininni í skattheimtu. Nú síðast skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, grein hér á umræðusvæði Vísi sem ber fyrirsögnina: „Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald?“ Grein hennar er enn ein endurtekningin á því sem Viðreisnar-fólk er alltaf klifa á; að sjávarútvegurinn eins og hann er rekin núna sé ekki starfa í þágu þjóðarinnar og að þar sé mikið óréttlæti í gangi. Sem fyrr eru þetta bara slagorð og lítið um rök. Reyndar bendir Þorbjörg Sigríður á að sjávarútvegurinn hafi þrátt fyrir allt greitt 35 milljarða króna í veiðileyfagjöld á fáum árum en finnst það ekki augljóslega ekki mikið þar sem eigendum fyrirtækjanna hefur um leið auðnast að greiða sér arð. Eins og annað Viðreisnar-fólk gleymir Þorbjörg Sigríður því að fyrirtækin greiða miklu meira til ríkisins í formi skatta og gjalda. Mestu skiptir þó fyrir þjóðarhag að starfsemi sjávarútvegs er stöðug, hagkvæm og fyrirsjáanleg úti um allt land. Um það eru flestir ábyrgir fræðimenn sammála og aðrar þjóðir öfunda okkur af því. Markaðsleiðin gjaldþrota Ástæða þess að þingmaðurinn stingur niður penna eru nýleg tíðindi um að eigendur Vísis hf. í Grindavík hafi lagt eignir sínar inn í Síldarvinnsluna hf. og þannig styrkt bæði sína stöðu og stöðu Síldarvinnslunnar á hlutabréfamarkaði með þátttöku almennings. Allir sem hafa skilning á rekstri sjá skynsemina á bak við þau viðskipti. Það er því furðulegt að þingmaðurinn telji þetta allt til vansa og álykti að viðskiptin séu ekki í þágu þjóðarinnar. Allt vegna þess að hin gjaldþrota stefna Viðreisnar um markaðsleið er ekki farin. Meira að segja varaformaður Viðreisnar (sem er líklega eini maðurinn innan Viðreisnar sem hefur raunverulega þekkingu á sjávarútveginum) komst að því að markaðsleiðin leiddi til mikilla og óæskilegra breytinga á fyrirkomulagi fiskveiða. Nú er varaformanninum haldið til hlés þegar sjávarútvegur er ræddur innan flokksins. Það er mikilvægt að hafa hugfast að nú ríkir ákveðin fyrirsjáanleiki við stýringu fiskistofna hér við land. Það er síður en svo mikil samþjöppun í sjávarútvegi og fyrirtækin eru að hagnast á starfsemi sinni. Á allt þetta hef ég bent í fyrri skrifum mínum og hefur ekki verið hrakið. Þetta til mikilla bóta fyrir þjóðarhag og mikil breyting frá því sem áður var. Við búum í samfélagi þar sem við ætlum einstaklingum það hlutverk að reka fyrirtæki með afgangi svo hægt sé að greiða laun og skatta, stunda fjárfestingar og skila arðsemi á það fjármagn sem í þeim er bundið. Af hagnaði vel rekinna fyrirtækja tekur ríkið sannarlega sinn hlut og það ríflega og jafnvel meira en það þegar fyrirtæki nota sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Ríkið er reyndar óseðjandi af því að þessir sömu þingmenn vilja alltaf meira fjármagn til að deila út til sinna gæluverkefna. Það er önnur saga. Sjávarútvegfyrirtækin eru eldri en kvótakerfið Ef skoðaður er meðalaldur fimmtíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins út frá kennitölu er hann 37 ár. Nú eru 29 ár síðan kvótakerfið varð til með frjálsa framsali. Mörg þessara fyrirtækja eru reyndar mun eldri en kennitalan segir til um eins og Loðnuvinnslan, Útgerðarfélag Akureyringa, Vísir og fleiri. Þetta segir okkur að nær öll fyrirtækin sem fá úthlutað kvóta núna voru til fyrir daga kvótakerfisins. Þau hafa því lifað af niðurskurðinn sem kvótakerfið olli og aðlagað sig að þeim rekstri sem þau eru í dag. Þau hafa þurft að hafa mikið fyrir því að komast í þá stöðu sem þau eru í núna. Myndin sýnir hvert bolfisk kvótanum er úthlutað eftir höfnum landsins og hlutfalli í þorskígildum. Höfum hugfast að þeim sem standa í þessum rekstri var ekkert gefið. Þvert á móti, það var af þeim tekið og stærð þeirra er vitnisburður um þær aflaheimildir sem þau hafa keypt til sín. Síldarvinnslan er 53 ára og Vísir 41 árs. Þau byggja á enn eldri grunni, eldri en kennitalan segir til um. Það er nauðsynlegt að þekkja þessa sögu og skilja frá hvaða ástandi við vorum að hverfa þegar kvótakerfið var sett á. Það leysti erfið vandamál á farsælan hátt og þjóðin hefur hagnast á því síðan. Svo virðist sem yngstu þingflokkarnir á Alþingi þekki ekki þessa sögu. Kvótinn er undirstaða atvinnu margra bæjarfélaga og er að stærstum hluta unnin úti á landi eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Sú stefna sem Viðreisn stendur fyrir ógnar því jafnvægi sem nú er til staðar í þeim samfélögum. Er ekki þar á bætandi enda næg óvissa sem fyrirtæki standa frammi fyrir á hverju ári með aflamarkinu, hvað þá að pólitísk óvissa af völdum stjórnmálamanna sem ekki þekkja söguna bætist ofan á þá mynd. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Viðreisn Tengdar fréttir Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald? Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum. 10. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er á þingflokk Viðreisnar er hægt að undrast sérstakan áhuga flokksins á sjávarútvegi. Það var jú rætt um að núverandi formaður hefði sóst eftir að gerast talsmaður hagsmunasamtaka sjávarútvegsins og vissulega gerðist hún ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála stutta stund. Samt fjallar þingflokkurinn um sjávarútveginn nánast eins og það sé eina atvinnugrein landsins, og alltaf með sömu slagorðin á vörunum. Flest í þessari einhæfu umræðu Viðreisnar gengur út á að forsendur og rekstur sjávarútvegsins byggist á einhverskonar innbyggðu óréttlæti og að það sé hægt að reka hann öðruvísi og taka þar af miklu meira út úr greininni í skattheimtu. Nú síðast skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, grein hér á umræðusvæði Vísi sem ber fyrirsögnina: „Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald?“ Grein hennar er enn ein endurtekningin á því sem Viðreisnar-fólk er alltaf klifa á; að sjávarútvegurinn eins og hann er rekin núna sé ekki starfa í þágu þjóðarinnar og að þar sé mikið óréttlæti í gangi. Sem fyrr eru þetta bara slagorð og lítið um rök. Reyndar bendir Þorbjörg Sigríður á að sjávarútvegurinn hafi þrátt fyrir allt greitt 35 milljarða króna í veiðileyfagjöld á fáum árum en finnst það ekki augljóslega ekki mikið þar sem eigendum fyrirtækjanna hefur um leið auðnast að greiða sér arð. Eins og annað Viðreisnar-fólk gleymir Þorbjörg Sigríður því að fyrirtækin greiða miklu meira til ríkisins í formi skatta og gjalda. Mestu skiptir þó fyrir þjóðarhag að starfsemi sjávarútvegs er stöðug, hagkvæm og fyrirsjáanleg úti um allt land. Um það eru flestir ábyrgir fræðimenn sammála og aðrar þjóðir öfunda okkur af því. Markaðsleiðin gjaldþrota Ástæða þess að þingmaðurinn stingur niður penna eru nýleg tíðindi um að eigendur Vísis hf. í Grindavík hafi lagt eignir sínar inn í Síldarvinnsluna hf. og þannig styrkt bæði sína stöðu og stöðu Síldarvinnslunnar á hlutabréfamarkaði með þátttöku almennings. Allir sem hafa skilning á rekstri sjá skynsemina á bak við þau viðskipti. Það er því furðulegt að þingmaðurinn telji þetta allt til vansa og álykti að viðskiptin séu ekki í þágu þjóðarinnar. Allt vegna þess að hin gjaldþrota stefna Viðreisnar um markaðsleið er ekki farin. Meira að segja varaformaður Viðreisnar (sem er líklega eini maðurinn innan Viðreisnar sem hefur raunverulega þekkingu á sjávarútveginum) komst að því að markaðsleiðin leiddi til mikilla og óæskilegra breytinga á fyrirkomulagi fiskveiða. Nú er varaformanninum haldið til hlés þegar sjávarútvegur er ræddur innan flokksins. Það er mikilvægt að hafa hugfast að nú ríkir ákveðin fyrirsjáanleiki við stýringu fiskistofna hér við land. Það er síður en svo mikil samþjöppun í sjávarútvegi og fyrirtækin eru að hagnast á starfsemi sinni. Á allt þetta hef ég bent í fyrri skrifum mínum og hefur ekki verið hrakið. Þetta til mikilla bóta fyrir þjóðarhag og mikil breyting frá því sem áður var. Við búum í samfélagi þar sem við ætlum einstaklingum það hlutverk að reka fyrirtæki með afgangi svo hægt sé að greiða laun og skatta, stunda fjárfestingar og skila arðsemi á það fjármagn sem í þeim er bundið. Af hagnaði vel rekinna fyrirtækja tekur ríkið sannarlega sinn hlut og það ríflega og jafnvel meira en það þegar fyrirtæki nota sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Ríkið er reyndar óseðjandi af því að þessir sömu þingmenn vilja alltaf meira fjármagn til að deila út til sinna gæluverkefna. Það er önnur saga. Sjávarútvegfyrirtækin eru eldri en kvótakerfið Ef skoðaður er meðalaldur fimmtíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins út frá kennitölu er hann 37 ár. Nú eru 29 ár síðan kvótakerfið varð til með frjálsa framsali. Mörg þessara fyrirtækja eru reyndar mun eldri en kennitalan segir til um eins og Loðnuvinnslan, Útgerðarfélag Akureyringa, Vísir og fleiri. Þetta segir okkur að nær öll fyrirtækin sem fá úthlutað kvóta núna voru til fyrir daga kvótakerfisins. Þau hafa því lifað af niðurskurðinn sem kvótakerfið olli og aðlagað sig að þeim rekstri sem þau eru í dag. Þau hafa þurft að hafa mikið fyrir því að komast í þá stöðu sem þau eru í núna. Myndin sýnir hvert bolfisk kvótanum er úthlutað eftir höfnum landsins og hlutfalli í þorskígildum. Höfum hugfast að þeim sem standa í þessum rekstri var ekkert gefið. Þvert á móti, það var af þeim tekið og stærð þeirra er vitnisburður um þær aflaheimildir sem þau hafa keypt til sín. Síldarvinnslan er 53 ára og Vísir 41 árs. Þau byggja á enn eldri grunni, eldri en kennitalan segir til um. Það er nauðsynlegt að þekkja þessa sögu og skilja frá hvaða ástandi við vorum að hverfa þegar kvótakerfið var sett á. Það leysti erfið vandamál á farsælan hátt og þjóðin hefur hagnast á því síðan. Svo virðist sem yngstu þingflokkarnir á Alþingi þekki ekki þessa sögu. Kvótinn er undirstaða atvinnu margra bæjarfélaga og er að stærstum hluta unnin úti á landi eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Sú stefna sem Viðreisn stendur fyrir ógnar því jafnvægi sem nú er til staðar í þeim samfélögum. Er ekki þar á bætandi enda næg óvissa sem fyrirtæki standa frammi fyrir á hverju ári með aflamarkinu, hvað þá að pólitísk óvissa af völdum stjórnmálamanna sem ekki þekkja söguna bætist ofan á þá mynd. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald? Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum. 10. ágúst 2022 08:01
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun