„Þetta er algjör skrípaleikur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 20:20 Margt var um börn í Ráðhúsinu í dag. vísir Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Þeirra á meðal var Lea, en dóttir hennar Lovísa er tæplega þriggja ára og hefur ekki fengið leikskólapláss. „Hún hefur komist inn á leikskóla þrisvar samkvæmt kerfinu en þetta er alltaf með fyrirvara. Þetta er eins og að kaupa íbúð með fyrirvara um fjármögnun, með fyrirvara um mönnun, fyrirvara um að framkvæmdum ljúki en þessir fyrirvarar ganga ekkert eftir og hún hefur ekki komist inn á leikskóla eins og staðan er núna þó hún sé með pláss í kerfinu,“ sagði Lea Dominique. „Algjör skrípaleikur“ Ingi Bekk hefur þurft að hafna vinnu til þess að sinna barni sínu sem ekki fær pláss hjá borginni. „Staðan er bara svona, hún er hræðileg. Það er ekkert annað hægt að segja. Þetta er algjör skrípaleikur.“ „Við fáum engin svör og hvergi pláss og sjáum fram á tekjulausan vetur og jafnvel ár, við vitum ekkert hvað verður,“ sagði Bergrún Helgadóttir. Ingi Bekk og Aðalbörg Sigurðardóttir eru komin með nóg af stöðunni.vísir „Ég skil hreinlega ekki hvað Reykjavíkurborg er að hugsa því þetta tekur bara annað okkar úr umferð með þeim afleiðingum sem það getur haft. Við erum með tvö önnur börn sem við þurfum að sjá fyrir þannig við þurfum bæði að vera í vinnu,“ sögðu Ingi Bekk og Aðalbjörg Sigurðardóttir. „Við viljum svör, ekki afsakanir nú er kominn tími á það,“ sagði Gunnhildur Ólafsdóttir. „Ég er búin að borga barnapíur og núna veit ég ekkert hvernig ég tækla næstu viku,“ sagði Lea. „Við erum bara í óvissunni og sjáum ekki fyrir okkur að komast í vinnu á áætluðum tíma,“ sagði Gunnhildur. Hver eru skilaboð til borgaryfirvalda? „Hysja upp um sig buxurnar og leysa þessi mál. Við og fleiri getum ekki staðið í þessu eins og þetta er núna,“ sagði Ingi. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Þeirra á meðal var Lea, en dóttir hennar Lovísa er tæplega þriggja ára og hefur ekki fengið leikskólapláss. „Hún hefur komist inn á leikskóla þrisvar samkvæmt kerfinu en þetta er alltaf með fyrirvara. Þetta er eins og að kaupa íbúð með fyrirvara um fjármögnun, með fyrirvara um mönnun, fyrirvara um að framkvæmdum ljúki en þessir fyrirvarar ganga ekkert eftir og hún hefur ekki komist inn á leikskóla eins og staðan er núna þó hún sé með pláss í kerfinu,“ sagði Lea Dominique. „Algjör skrípaleikur“ Ingi Bekk hefur þurft að hafna vinnu til þess að sinna barni sínu sem ekki fær pláss hjá borginni. „Staðan er bara svona, hún er hræðileg. Það er ekkert annað hægt að segja. Þetta er algjör skrípaleikur.“ „Við fáum engin svör og hvergi pláss og sjáum fram á tekjulausan vetur og jafnvel ár, við vitum ekkert hvað verður,“ sagði Bergrún Helgadóttir. Ingi Bekk og Aðalbörg Sigurðardóttir eru komin með nóg af stöðunni.vísir „Ég skil hreinlega ekki hvað Reykjavíkurborg er að hugsa því þetta tekur bara annað okkar úr umferð með þeim afleiðingum sem það getur haft. Við erum með tvö önnur börn sem við þurfum að sjá fyrir þannig við þurfum bæði að vera í vinnu,“ sögðu Ingi Bekk og Aðalbjörg Sigurðardóttir. „Við viljum svör, ekki afsakanir nú er kominn tími á það,“ sagði Gunnhildur Ólafsdóttir. „Ég er búin að borga barnapíur og núna veit ég ekkert hvernig ég tækla næstu viku,“ sagði Lea. „Við erum bara í óvissunni og sjáum ekki fyrir okkur að komast í vinnu á áætluðum tíma,“ sagði Gunnhildur. Hver eru skilaboð til borgaryfirvalda? „Hysja upp um sig buxurnar og leysa þessi mál. Við og fleiri getum ekki staðið í þessu eins og þetta er núna,“ sagði Ingi.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59
Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01