Hvernig skólatösku á ég að velja fyrir barnið mitt? – skilaboð frá iðjuþjálfum Þóra Leósdóttir skrifar 11. ágúst 2022 13:01 Nú styttist í að skólastarf í grunnskólum landsins hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Þúsundir barna munu byrja sína grunnskólagöngu og trítla í skólann glöð í bragði. Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku og miðað við auglýsingar verslana er úrvalið töluvert. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna. Iðjuþjálfafélag Íslands fékk styrk úr Lýðheilsusjóði 2019 sem var nýttur til að uppfæra ráðleggingar iðjuþjálfa um líkamsstöðu barna og skólatöskur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðum Embættis landlæknis og Iðjuþjálfafélags Íslands. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á skólatöskur fyrir yngri börn þá eiga flest þessi atriði einnig við um stálpuð börn og ungmenni. Iðjuþjálfar myndu vilja sjá mun fleiri framhalds- og háskólanemendur nýta sér góða bakpoka eða töskur á hjólum. Allt of algengt er að sjá nemendur burðast með þungar hliðartöskur yfir aðra öxlina á leið í skólann með tilheyrandi álagi á stoðkerfið. Hér er gripið niður í nokkrar ráðleggingar sem fram koma í bæklingnum. Að velja réttu skólatöskuna: Í skólatöskunni þarf að vera gott pláss fyrir nauðsynleg gögn. Rétt stærð miðað við stærð og vöxt barnsins. Taskan ekki vera breiðari en efra bak barnsins og ekki ná niður fyrir mjóbak. Axlarólar þurfa að vera vel bólstraðar og með smellu yfir bringuna. Það er kostur að hafa mittisól. Barnið ætti ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd þess. Að raða í skólatöskuna: Þyngstu hlutirnir sem næst baki barnsins. Hlutir í töskunni þurfa að vera stöðugir þannig að þeir renni ekki til. Fara daglega yfir það sem barnið á að hafa í töskunni, bara það nauðsynlegasta. Sund- og íþróttaföt fara ofan í töskuna í stað þess að festa íþróttapoka yfir hana. Þá daga sem taskan er yfirhlaðin getur barnið borið hluta í fanginu til þess að draga úr álagi á bakið. Foreldrar þurfa að aðstoða barnið við að raða í skólatöskuna og stilla hana rétt til að forðast álagseinkenni og verki. Að stilla skólatöskuna: Nota báðar axlarólar og stilla þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins en án þess að valda óþægindum. Notið mittisólina til að þunginn dreifist jafnt á líkamann. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og ekki ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Of þung og ranglega stillt skólataska: Finnur barnið þitt fyrir verkjum í baki eða öxlum? Að bera of þunga eða rangt stillta tösku getur valdið bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessu svæði getur það valdið sársauka og dofa á hálsi, handleggjum og höndum. Að bera skólatöskuna á annari öxlinni leiðir til þess að hryggsúlan sveigjist og slíkt getur valdið óþægindum og verkjum. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að skólastarf í grunnskólum landsins hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Þúsundir barna munu byrja sína grunnskólagöngu og trítla í skólann glöð í bragði. Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku og miðað við auglýsingar verslana er úrvalið töluvert. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna. Iðjuþjálfafélag Íslands fékk styrk úr Lýðheilsusjóði 2019 sem var nýttur til að uppfæra ráðleggingar iðjuþjálfa um líkamsstöðu barna og skólatöskur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðum Embættis landlæknis og Iðjuþjálfafélags Íslands. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á skólatöskur fyrir yngri börn þá eiga flest þessi atriði einnig við um stálpuð börn og ungmenni. Iðjuþjálfar myndu vilja sjá mun fleiri framhalds- og háskólanemendur nýta sér góða bakpoka eða töskur á hjólum. Allt of algengt er að sjá nemendur burðast með þungar hliðartöskur yfir aðra öxlina á leið í skólann með tilheyrandi álagi á stoðkerfið. Hér er gripið niður í nokkrar ráðleggingar sem fram koma í bæklingnum. Að velja réttu skólatöskuna: Í skólatöskunni þarf að vera gott pláss fyrir nauðsynleg gögn. Rétt stærð miðað við stærð og vöxt barnsins. Taskan ekki vera breiðari en efra bak barnsins og ekki ná niður fyrir mjóbak. Axlarólar þurfa að vera vel bólstraðar og með smellu yfir bringuna. Það er kostur að hafa mittisól. Barnið ætti ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd þess. Að raða í skólatöskuna: Þyngstu hlutirnir sem næst baki barnsins. Hlutir í töskunni þurfa að vera stöðugir þannig að þeir renni ekki til. Fara daglega yfir það sem barnið á að hafa í töskunni, bara það nauðsynlegasta. Sund- og íþróttaföt fara ofan í töskuna í stað þess að festa íþróttapoka yfir hana. Þá daga sem taskan er yfirhlaðin getur barnið borið hluta í fanginu til þess að draga úr álagi á bakið. Foreldrar þurfa að aðstoða barnið við að raða í skólatöskuna og stilla hana rétt til að forðast álagseinkenni og verki. Að stilla skólatöskuna: Nota báðar axlarólar og stilla þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins en án þess að valda óþægindum. Notið mittisólina til að þunginn dreifist jafnt á líkamann. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og ekki ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Of þung og ranglega stillt skólataska: Finnur barnið þitt fyrir verkjum í baki eða öxlum? Að bera of þunga eða rangt stillta tösku getur valdið bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessu svæði getur það valdið sársauka og dofa á hálsi, handleggjum og höndum. Að bera skólatöskuna á annari öxlinni leiðir til þess að hryggsúlan sveigjist og slíkt getur valdið óþægindum og verkjum. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar