Semjið við hjúkrunarfræðinga Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 10:01 Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili þegar ég var 16 ára gömul og hef því unnið í heilbrigðisgeiranum í rúm 20 ár. Þetta er það sem mér finnst gaman að gera og það sem ég vil vinna við. Ég er líka þriggja barna móðir, eins og staðan er orðin þá sé ég ekki fram á að geta haldið áfram mínu starfi og geta líka sinnt börnunum mínum og heimilinu. Það er mjög brenglað að kvíða því að snúa aftur til vinnu sem maður elskar. Á síðustu dropunum Síðustu tvö ár í heimsfaraldri hafa vissulega tekið á en það gerðu líka árin þar á undan. Það er nefnilega þannig að ástandið í heilbrigðisþjónustunni var ekki gott fyrir faraldurinn og nú er ég orðin hrædd um að kerfið sé hreinlega að hruni komið. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum, það er staðreynd. Það eru of margir sjúklingar til að hægt sé að veita örugga þjónustu og plássleysið býr til nær óyfirstíganlegt álag á okkur sem eftir stöndum. Er í alvörunni einhver sem vill að öryggi skjólstæðinga sé ekki tryggt? Ofan á það eru sífellt fleiri að hrökklast úr starfi sem þyngir róðurinn enn frekar. Spjallið meðal starfsmanna er farið að snúast um hversu lengi maður ætlar að endast og hvaða annan starfsferil maður ætti að velja. Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af því að það virðist enginn, nema þau sem vinna í heilbrigðisgeiranum, gera sér grein fyrir að við erum á síðustu dropunum. Ég óttast það raunverulega að það sé að verða of seint að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu eftir áratuga vanrækslu og svelti. Áttaði sig í alvöru enginn sem tekur ákvarðanir á því að þjóðinni væri að fjölga og eldast? Datt engum í hug að gífurleg fjölgun ferðamanna setti álag á fleiri innviði en bara vegakerfið og útsýnisstaði? Eigum við aftur að mæta afgangi? Fyrir mitt leyti segi ég það að ég elska að vinna við hjúkrun en ég er ekki viss um að ég geti mikið lengur unnið í starfi sem krefst ómannlegs vinnuframlags svo launin séu mannsæmandi. Ég veit að ég er ekki ein um þessar tilfinningar og hugsanir þó síður sé. Það er erfitt að hlusta á ráðamenn tala um að ekki sé hægt að gera vel við launafólk í komandi kjarasamningum, það þýðir alltaf að fjölmennar stéttir með konur í meirihluta mæta algjörum afgangi. Það er samt hægt að gera fleira en að setja bara meiri peninga í kerfið, þó það sé vissulega ósanngjarnt að þurfa að taka auka-, kvöld- eða næturvaktir til að ná tekjum annarra sem starfa við minna álag og oft á tíðum minni ábyrgð. Það vantar samt hjúkrunarfræðinga, mikið af hjúkrunarfræðingum. Nú er í pípunum að gera það valkvætt að hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu geti starfað til 75 ára, er það gert til að reyna að draga úr fækkun hjúkrunarfræðinga. Hvað með alla hjúkrunarfræðingana sem hafa hætt í hjúkrun á besta aldri, jafnvel bara nokkrum árum eftir útskrift, hvernig ætlar ríkið að fá þá aftur til starfa? Sýnið skynsemi Það eru til lausnir til að bæta starfsumhverfið, lausnir sem eru búnar að vera til lengi en það hefur skort þor til að hrinda þeim í framkvæmd. Í dag eru fjölmörg dæmi um að deildir séu reknar á mönnun sem er undir lágmarksöryggismönnun sem eiga nú aðeins við í verkföllum, ef það eru sett skýr mönnunarviðmið þannig að enginn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á undirmannaðri vakt þá eru meiri líkur á að hægt verði að manna deildirnar en ef haldið verður svona áfram. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið að semja um launin sín í 11 ár. Nú siglum við aftur inn í það tímabil að samningar eru að losna og enn og aftur stendur ekki nógu vel á til að ríkið geti leiðrétt hlut kvennastétta. Ég vil hinsvegar hvetja ríkið til að sýna skynsemi í komandi samningum, semja loksins við hjúkrunarfræðinga og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili þegar ég var 16 ára gömul og hef því unnið í heilbrigðisgeiranum í rúm 20 ár. Þetta er það sem mér finnst gaman að gera og það sem ég vil vinna við. Ég er líka þriggja barna móðir, eins og staðan er orðin þá sé ég ekki fram á að geta haldið áfram mínu starfi og geta líka sinnt börnunum mínum og heimilinu. Það er mjög brenglað að kvíða því að snúa aftur til vinnu sem maður elskar. Á síðustu dropunum Síðustu tvö ár í heimsfaraldri hafa vissulega tekið á en það gerðu líka árin þar á undan. Það er nefnilega þannig að ástandið í heilbrigðisþjónustunni var ekki gott fyrir faraldurinn og nú er ég orðin hrædd um að kerfið sé hreinlega að hruni komið. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum, það er staðreynd. Það eru of margir sjúklingar til að hægt sé að veita örugga þjónustu og plássleysið býr til nær óyfirstíganlegt álag á okkur sem eftir stöndum. Er í alvörunni einhver sem vill að öryggi skjólstæðinga sé ekki tryggt? Ofan á það eru sífellt fleiri að hrökklast úr starfi sem þyngir róðurinn enn frekar. Spjallið meðal starfsmanna er farið að snúast um hversu lengi maður ætlar að endast og hvaða annan starfsferil maður ætti að velja. Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af því að það virðist enginn, nema þau sem vinna í heilbrigðisgeiranum, gera sér grein fyrir að við erum á síðustu dropunum. Ég óttast það raunverulega að það sé að verða of seint að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu eftir áratuga vanrækslu og svelti. Áttaði sig í alvöru enginn sem tekur ákvarðanir á því að þjóðinni væri að fjölga og eldast? Datt engum í hug að gífurleg fjölgun ferðamanna setti álag á fleiri innviði en bara vegakerfið og útsýnisstaði? Eigum við aftur að mæta afgangi? Fyrir mitt leyti segi ég það að ég elska að vinna við hjúkrun en ég er ekki viss um að ég geti mikið lengur unnið í starfi sem krefst ómannlegs vinnuframlags svo launin séu mannsæmandi. Ég veit að ég er ekki ein um þessar tilfinningar og hugsanir þó síður sé. Það er erfitt að hlusta á ráðamenn tala um að ekki sé hægt að gera vel við launafólk í komandi kjarasamningum, það þýðir alltaf að fjölmennar stéttir með konur í meirihluta mæta algjörum afgangi. Það er samt hægt að gera fleira en að setja bara meiri peninga í kerfið, þó það sé vissulega ósanngjarnt að þurfa að taka auka-, kvöld- eða næturvaktir til að ná tekjum annarra sem starfa við minna álag og oft á tíðum minni ábyrgð. Það vantar samt hjúkrunarfræðinga, mikið af hjúkrunarfræðingum. Nú er í pípunum að gera það valkvætt að hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu geti starfað til 75 ára, er það gert til að reyna að draga úr fækkun hjúkrunarfræðinga. Hvað með alla hjúkrunarfræðingana sem hafa hætt í hjúkrun á besta aldri, jafnvel bara nokkrum árum eftir útskrift, hvernig ætlar ríkið að fá þá aftur til starfa? Sýnið skynsemi Það eru til lausnir til að bæta starfsumhverfið, lausnir sem eru búnar að vera til lengi en það hefur skort þor til að hrinda þeim í framkvæmd. Í dag eru fjölmörg dæmi um að deildir séu reknar á mönnun sem er undir lágmarksöryggismönnun sem eiga nú aðeins við í verkföllum, ef það eru sett skýr mönnunarviðmið þannig að enginn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á undirmannaðri vakt þá eru meiri líkur á að hægt verði að manna deildirnar en ef haldið verður svona áfram. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið að semja um launin sín í 11 ár. Nú siglum við aftur inn í það tímabil að samningar eru að losna og enn og aftur stendur ekki nógu vel á til að ríkið geti leiðrétt hlut kvennastétta. Ég vil hinsvegar hvetja ríkið til að sýna skynsemi í komandi samningum, semja loksins við hjúkrunarfræðinga og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar