Sorgarmiðstöð vill þjónusta alla syrgjendur, óháð búsetu Karólína Helga Símonardóttir skrifar 8. ágúst 2022 09:30 Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar