Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2022 13:13 Marina Ovsyannikova fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 1 í réttarsal í Moskvu. Hún komst í heimsfréttirnar þegar hún truflaði beina fréttaútsendingu með því að stilla sér upp fyrir aftan fréttaþul með skilti þar sem innrásinni í Úkraínu var mótmælt. Ovsyannikova segir það borgaralegan rétt hennar samkvæmt stjórnarskrá Rússlands að mega mótmæla stefnu stjórnvalda. AP/Alexander Zemlianichenko Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. Dómstóll í Moskvu dæmdi fréttakonuna Marina Ovsyannikova fyrrverandi ritstjóra Stöðvar 1 til greiðslu sektar fyrir að hafa smánað rússneska herinn þegar hún truflað útsendingu frétta með því að stilla sér upp fyrir aftan fréttaþul með mótmælaspjald gegn innrás Rússa í Úkraínu. Henni er gert að greiða 50.000 rúblna sekt eða rúmlega 110 þúsund íslenskrar krónur. Marina Ovsyannikova fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 1 í Rússlandi segist ekki ætla að láta hræða sig til að hætta að mótmæla stríðinu í Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Að lokinni dómsuppkvaðningunni sagði hún stríð vera versta glæp 21. aldarinnar. Hún stæði fullkomlega við orð sín og myndi halda áfram að mótmæla innrásinni sem væri hluti af hennar borgaralegu réttindum og hún óskaði ekki eftir hæli í öðru landi. „Allar þessar ásakanir eru algerlega fáránlegar. Ég skil ekki þessa tímasóun. Það var augljóst frá upphafi að til þessara réttarhalda var boðað til að hræða mig og alla þá sem eru ósammála stjórnvöldum varðandi stríðið," sagði Ovsyannikova að lokinni dómsuppkvaðningu. Krefjast afturköllunar starfsleyfis netmiðils Þá hefur Fjölmiðlaráð Rússlands krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu dagblaðsins Novaya Gazeta fyrir að hafa ekki tekið fram að höfundar nokkurra greina væru "erlendir útsendarar," eins og stjórnvöld kalla það. Prentútgáfunni er einnig ógnað af svipuðum ástæðum. Fréttastjórinn Nadezhda Prusenkova segir að gripið verði til varna þótt hún hefði enga tálsýn varðandi útkomuna. Vladimir Putin forseti og einræðisherra Rússlands hefur tekist að kæfa nánast alla frjálsa fjölmiðlun í Rússlandi. Stofnanir hans leggja þá örfáu miðla sem eftir eru í einelti. Þá hafa fjölmargir frétta- og blaðamenn verið handteknir eða myrtir.AP/forsetaembætti Rússlands „Það er augljóst að stjórnvöldum finnst við ekki bara óþörf, heldur sé þankagangur okkar óþarfur í rússnesku samfélagi. Eins og allt sem snertir okkar miðil og ekki bara þankagangur okkar í dag heldur einnig hvað við gætum hugsað í framtíðinni," sagði Prusenkova. Lögmaður hennar sagði þetta í fyrsta sinn sem rússnesk stjórnvöld bönnuðu fólki með beinum hætti að segja hug sinn. Það gæfi fordæmi fyrir því að þagga niður í öllum sem mótmæltu stríðsrekstrinum í Úkraínu. Samfélagsmiðlar sektaðir fyrir óhlýðni Dómstóll í Moskvu kvað einnig upp sektardóm yfir tónlistarveitunni Spotify og Tinder í gær. Miðlarnir eru sakaðir um að neita að koma netþjónum með upplýsingum um notendur sína í Rússlandi fyrir þar í landi. Fjölmiðlaráð Rússlands stefndi fyrirtækjunum og krafðist þess að fyrirtækin yrðu sektuð. Spotify var dæmt til að greiða hálfa milljón rúblna í sekt, um 1,1 milljónir króna og Tinder var gert að greiða tvæ milljónir rúblna eða um 4,6 milljónir króna. Þá hafa rússnesk stjórnvöld einnig hafið málaferli gegn WhatsApp og Snapchat þar sem þess er sömuleiðis krafist að upplýsingar um rússneska notendur verði vistaðar á netþjónum í Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. 28. júlí 2022 07:30 Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. 27. júlí 2022 22:29 Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. 25. júlí 2022 13:58 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Dómstóll í Moskvu dæmdi fréttakonuna Marina Ovsyannikova fyrrverandi ritstjóra Stöðvar 1 til greiðslu sektar fyrir að hafa smánað rússneska herinn þegar hún truflað útsendingu frétta með því að stilla sér upp fyrir aftan fréttaþul með mótmælaspjald gegn innrás Rússa í Úkraínu. Henni er gert að greiða 50.000 rúblna sekt eða rúmlega 110 þúsund íslenskrar krónur. Marina Ovsyannikova fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 1 í Rússlandi segist ekki ætla að láta hræða sig til að hætta að mótmæla stríðinu í Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Að lokinni dómsuppkvaðningunni sagði hún stríð vera versta glæp 21. aldarinnar. Hún stæði fullkomlega við orð sín og myndi halda áfram að mótmæla innrásinni sem væri hluti af hennar borgaralegu réttindum og hún óskaði ekki eftir hæli í öðru landi. „Allar þessar ásakanir eru algerlega fáránlegar. Ég skil ekki þessa tímasóun. Það var augljóst frá upphafi að til þessara réttarhalda var boðað til að hræða mig og alla þá sem eru ósammála stjórnvöldum varðandi stríðið," sagði Ovsyannikova að lokinni dómsuppkvaðningu. Krefjast afturköllunar starfsleyfis netmiðils Þá hefur Fjölmiðlaráð Rússlands krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu dagblaðsins Novaya Gazeta fyrir að hafa ekki tekið fram að höfundar nokkurra greina væru "erlendir útsendarar," eins og stjórnvöld kalla það. Prentútgáfunni er einnig ógnað af svipuðum ástæðum. Fréttastjórinn Nadezhda Prusenkova segir að gripið verði til varna þótt hún hefði enga tálsýn varðandi útkomuna. Vladimir Putin forseti og einræðisherra Rússlands hefur tekist að kæfa nánast alla frjálsa fjölmiðlun í Rússlandi. Stofnanir hans leggja þá örfáu miðla sem eftir eru í einelti. Þá hafa fjölmargir frétta- og blaðamenn verið handteknir eða myrtir.AP/forsetaembætti Rússlands „Það er augljóst að stjórnvöldum finnst við ekki bara óþörf, heldur sé þankagangur okkar óþarfur í rússnesku samfélagi. Eins og allt sem snertir okkar miðil og ekki bara þankagangur okkar í dag heldur einnig hvað við gætum hugsað í framtíðinni," sagði Prusenkova. Lögmaður hennar sagði þetta í fyrsta sinn sem rússnesk stjórnvöld bönnuðu fólki með beinum hætti að segja hug sinn. Það gæfi fordæmi fyrir því að þagga niður í öllum sem mótmæltu stríðsrekstrinum í Úkraínu. Samfélagsmiðlar sektaðir fyrir óhlýðni Dómstóll í Moskvu kvað einnig upp sektardóm yfir tónlistarveitunni Spotify og Tinder í gær. Miðlarnir eru sakaðir um að neita að koma netþjónum með upplýsingum um notendur sína í Rússlandi fyrir þar í landi. Fjölmiðlaráð Rússlands stefndi fyrirtækjunum og krafðist þess að fyrirtækin yrðu sektuð. Spotify var dæmt til að greiða hálfa milljón rúblna í sekt, um 1,1 milljónir króna og Tinder var gert að greiða tvæ milljónir rúblna eða um 4,6 milljónir króna. Þá hafa rússnesk stjórnvöld einnig hafið málaferli gegn WhatsApp og Snapchat þar sem þess er sömuleiðis krafist að upplýsingar um rússneska notendur verði vistaðar á netþjónum í Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. 28. júlí 2022 07:30 Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. 27. júlí 2022 22:29 Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. 25. júlí 2022 13:58 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. 28. júlí 2022 07:30
Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. 27. júlí 2022 22:29
Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. 25. júlí 2022 13:58