Segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2022 23:35 Toria Nuland segir að aðgerðir Rússa séu „Hitler-legar“ Getty/Kevin Dietsch Toria Nuland, starfsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu og láti rússneskar fjölskyldur ættleiða þau. Hún segir Rússa hafa alls rænt allt að þúsund börnum. Nuland var gestur á öryggisráðstefnu í Aspen í dag og lét þessi orð falla. Hún sagði Rússa fyrst gera börnin að munaðarleysingjum með því að drepa foreldra þeirra og steli síðan sömu munaðarleysingjunum. State s Nuland says Russia has taken up to 1,000 Ukrainian orphans and given them to Russian families. "First Russia makes orphans and then it steals those orphans. @AspenSecurity— Peter Baker (@peterbakernyt) July 22, 2022 Hún var ansi harðorð í garð Rússa á ráðstefnunni og sagði einnig að gjörðir Rússa eftir innrás sína í Úkraínu væru „Hitler-legar“, þá sérstaklega flokkunarbúðir sem þeir hafa sett upp fyrir þá sem koma til landsins frá Úkraínu. Tough words from Undersec of State Toria Nuland re Russian atrocities in Ukraine and filtration camps, with both 'Hitlerian' and 'medieval' aspects. #AspenSecurity— Susan Glasser (@sbg1) July 22, 2022 Í dag var greint frá því að Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar hefðu komist að samkomulagi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Nuland vill meina að Rússar hafi eingöngu skrifað undir samkomulagið vegna þrýstings frá umheiminum. „Þetta hefði getað gerst auðveldlega, það hefði verið hægt að gera samninginn á bakhlið umslags um miðjan dag ef vilji væri fyrir hendi,“ segir Nuland en hún vill meina að Rússar hafi tafið undirritun samningsins verulega. „Nú eru Rússar skyldugir til að koma þessu í framkvæmd.“ Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Nuland var gestur á öryggisráðstefnu í Aspen í dag og lét þessi orð falla. Hún sagði Rússa fyrst gera börnin að munaðarleysingjum með því að drepa foreldra þeirra og steli síðan sömu munaðarleysingjunum. State s Nuland says Russia has taken up to 1,000 Ukrainian orphans and given them to Russian families. "First Russia makes orphans and then it steals those orphans. @AspenSecurity— Peter Baker (@peterbakernyt) July 22, 2022 Hún var ansi harðorð í garð Rússa á ráðstefnunni og sagði einnig að gjörðir Rússa eftir innrás sína í Úkraínu væru „Hitler-legar“, þá sérstaklega flokkunarbúðir sem þeir hafa sett upp fyrir þá sem koma til landsins frá Úkraínu. Tough words from Undersec of State Toria Nuland re Russian atrocities in Ukraine and filtration camps, with both 'Hitlerian' and 'medieval' aspects. #AspenSecurity— Susan Glasser (@sbg1) July 22, 2022 Í dag var greint frá því að Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar hefðu komist að samkomulagi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Nuland vill meina að Rússar hafi eingöngu skrifað undir samkomulagið vegna þrýstings frá umheiminum. „Þetta hefði getað gerst auðveldlega, það hefði verið hægt að gera samninginn á bakhlið umslags um miðjan dag ef vilji væri fyrir hendi,“ segir Nuland en hún vill meina að Rússar hafi tafið undirritun samningsins verulega. „Nú eru Rússar skyldugir til að koma þessu í framkvæmd.“
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44
Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22