Innlent

Starf­semi Hjalla­stefnunnar flyst tíma­bundið í Skógar­hlíð

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Barnaskólinn í Reykjavík og leikskólinn Askja sem eu báðir á vegum Hjallastefnunnar hafa verið til húsa í Öskjuhlíðinni.
Barnaskólinn í Reykjavík og leikskólinn Askja sem eu báðir á vegum Hjallastefnunnar hafa verið til húsa í Öskjuhlíðinni. Reykjavíkurborg

Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að á fundi borgarráðs í gær hafi verið samþykkt nýtt rekstrarleyfi fyrir Öskju að Skógarhlíð 6 og þar að auki hafi verið samþykkt aukin fjárveiting fyrir framkvæmdir á húsnæðinu við Skógarhlíð þangað sem starfsemi skólanna tveggja flytur í ágúst. 

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar er áætlað að skólastarfið verði í Skógarhlíð þar til haustið 2023 þegar flutt verður í framtíðarskólahúsnæði.

Foreldrar leikskólabarna fái undanþágu

Margir foreldrar sóttu um og fengu pláss fyrir börn sín í borgarreknum leikskólum á meðan óvissa ríkti með húsnæðismál Öskju. Til að tryggja að börnin geti haldið áfram dvöl hjá Öskju samþykkti borgarráð í gær undanþágu frá eins mánaðar uppsagnarfresti á dvalarsamningi. 

Þannig er mælst til á vef Reykjavíkurborgar að foreldrar sem voru áður með börn í Öskju og hafa skrifað undir dvalarsamninga við aðra leikskóla segi þeim upp sem allra fyrst eða eigi síðar en 2. ágúst næstkomandi kjósi þeir að vera áfram með börn sín í leikskólanum Öskju.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×