„Heitasti tími dagsins enn eftir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. júlí 2022 12:13 Breskur maður kælir sig niður á Trafalgar torgi í Lundúnum í morgun. AP/Aaron Chown Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres. Bretland Loftslagsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira