Gera ráð fyrir að áhöfn Sólborgar fái öll starf á nýju skipi Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2022 10:46 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Öllum yfirmönnum frystitogarans Sólborgar RE-27, sem eru með lengri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem gerir skipið út, segir að útgerðin leiti nú að nýju skipi til að leysa Sólborgu af og gerir ráð fyrir að allir skipsverjar verði ráðnir aftur á nýtt skip. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári. Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári.
Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55