Í útrýmingarhættu fyrir 70 árum en nú í stórsókn í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2022 11:13 Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins og íslenski fjárhundurinn hennar, Dranga Kappa Keisari. Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn í dag með fjölbreyttri dagskrá um allt land. Forsvarsmaður segir alþjóðlegan aðdáendahóp tegundarinnar fara sístækkandi - enda hundarnir þeir bestu í heimi, að hennar sögn. Aðalfjörið í dag verður á Árbæjarsafni frá klukkan eitt til fimm, þar sem tólf íslenskir fjárhundar munu gleðja gesti og gangandi. Aðeins mennskir gestir eru þó velkomnir á safnið, segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins. „Eins og það væri gaman að allir gætu kíkt með íslenska fjárhundinn sinn á okkur þá bara því miður er það ekki í boði. En öllum velkomið að koma hundlausum og kíkja á þessa skemmtilegu hunda sem verða þarna og sýna jafnvel einhverjar skemmtilegar listir í dag,“ segir Sóley. Þá verður viðburður í Glaumbæ í Skagafirði. „Síðan verða göngur hingað og þangað um landið og í rauninni fólk úti um allt með íslensku fjárhundana sína að vekja athygli á tegundinni.“ Brosandi með dillandi skott Dagskrá verður einnig á netinu, þar sem hægt er að nálgast ýmis erindi, einkum fyrir erlenda velunnara íslenska fjárhundsins. Sóley segir áhuga á tegundinni einmitt hafa aukist mjög síðustu ár úti í heimi. „Það hefur sérstaklega verið mikill áhugi á tegundinni í Skandinavíu, og sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku, og vissulega á fleiri stöðum í Evrópu. Og síðan er hún að vinna sér inn töluverðan aðdáendahóp í Bandaríkjunum líka. Þannig að tegundin er að verða þokkalega eftirsótt um allan heim. Sem er náttúrulega frábært ef maður horfir til þess að fyrir um sjötíu árum síðan var tegundin svo gott sem í útrýmingarhættu.“ Sjálf á Sóley íslenska fjárhundinn Dranga Kappa Keisara, 6 ára, og hún er ekki í vafa um að tegundin sé sú besta í heimi. „Þeir eru mjög sjálfstæðir en virkilega húsbóndahollir, skemmtilegir í vinnu og alltaf glaðir, með dillandi skottið og taka brosandi á móti þér.“ Dýr Hundar Reykjavík Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Aðalfjörið í dag verður á Árbæjarsafni frá klukkan eitt til fimm, þar sem tólf íslenskir fjárhundar munu gleðja gesti og gangandi. Aðeins mennskir gestir eru þó velkomnir á safnið, segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins. „Eins og það væri gaman að allir gætu kíkt með íslenska fjárhundinn sinn á okkur þá bara því miður er það ekki í boði. En öllum velkomið að koma hundlausum og kíkja á þessa skemmtilegu hunda sem verða þarna og sýna jafnvel einhverjar skemmtilegar listir í dag,“ segir Sóley. Þá verður viðburður í Glaumbæ í Skagafirði. „Síðan verða göngur hingað og þangað um landið og í rauninni fólk úti um allt með íslensku fjárhundana sína að vekja athygli á tegundinni.“ Brosandi með dillandi skott Dagskrá verður einnig á netinu, þar sem hægt er að nálgast ýmis erindi, einkum fyrir erlenda velunnara íslenska fjárhundsins. Sóley segir áhuga á tegundinni einmitt hafa aukist mjög síðustu ár úti í heimi. „Það hefur sérstaklega verið mikill áhugi á tegundinni í Skandinavíu, og sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku, og vissulega á fleiri stöðum í Evrópu. Og síðan er hún að vinna sér inn töluverðan aðdáendahóp í Bandaríkjunum líka. Þannig að tegundin er að verða þokkalega eftirsótt um allan heim. Sem er náttúrulega frábært ef maður horfir til þess að fyrir um sjötíu árum síðan var tegundin svo gott sem í útrýmingarhættu.“ Sjálf á Sóley íslenska fjárhundinn Dranga Kappa Keisara, 6 ára, og hún er ekki í vafa um að tegundin sé sú besta í heimi. „Þeir eru mjög sjálfstæðir en virkilega húsbóndahollir, skemmtilegir í vinnu og alltaf glaðir, með dillandi skottið og taka brosandi á móti þér.“
Dýr Hundar Reykjavík Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira