Í útrýmingarhættu fyrir 70 árum en nú í stórsókn í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2022 11:13 Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins og íslenski fjárhundurinn hennar, Dranga Kappa Keisari. Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn í dag með fjölbreyttri dagskrá um allt land. Forsvarsmaður segir alþjóðlegan aðdáendahóp tegundarinnar fara sístækkandi - enda hundarnir þeir bestu í heimi, að hennar sögn. Aðalfjörið í dag verður á Árbæjarsafni frá klukkan eitt til fimm, þar sem tólf íslenskir fjárhundar munu gleðja gesti og gangandi. Aðeins mennskir gestir eru þó velkomnir á safnið, segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins. „Eins og það væri gaman að allir gætu kíkt með íslenska fjárhundinn sinn á okkur þá bara því miður er það ekki í boði. En öllum velkomið að koma hundlausum og kíkja á þessa skemmtilegu hunda sem verða þarna og sýna jafnvel einhverjar skemmtilegar listir í dag,“ segir Sóley. Þá verður viðburður í Glaumbæ í Skagafirði. „Síðan verða göngur hingað og þangað um landið og í rauninni fólk úti um allt með íslensku fjárhundana sína að vekja athygli á tegundinni.“ Brosandi með dillandi skott Dagskrá verður einnig á netinu, þar sem hægt er að nálgast ýmis erindi, einkum fyrir erlenda velunnara íslenska fjárhundsins. Sóley segir áhuga á tegundinni einmitt hafa aukist mjög síðustu ár úti í heimi. „Það hefur sérstaklega verið mikill áhugi á tegundinni í Skandinavíu, og sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku, og vissulega á fleiri stöðum í Evrópu. Og síðan er hún að vinna sér inn töluverðan aðdáendahóp í Bandaríkjunum líka. Þannig að tegundin er að verða þokkalega eftirsótt um allan heim. Sem er náttúrulega frábært ef maður horfir til þess að fyrir um sjötíu árum síðan var tegundin svo gott sem í útrýmingarhættu.“ Sjálf á Sóley íslenska fjárhundinn Dranga Kappa Keisara, 6 ára, og hún er ekki í vafa um að tegundin sé sú besta í heimi. „Þeir eru mjög sjálfstæðir en virkilega húsbóndahollir, skemmtilegir í vinnu og alltaf glaðir, með dillandi skottið og taka brosandi á móti þér.“ Dýr Hundar Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Aðalfjörið í dag verður á Árbæjarsafni frá klukkan eitt til fimm, þar sem tólf íslenskir fjárhundar munu gleðja gesti og gangandi. Aðeins mennskir gestir eru þó velkomnir á safnið, segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins. „Eins og það væri gaman að allir gætu kíkt með íslenska fjárhundinn sinn á okkur þá bara því miður er það ekki í boði. En öllum velkomið að koma hundlausum og kíkja á þessa skemmtilegu hunda sem verða þarna og sýna jafnvel einhverjar skemmtilegar listir í dag,“ segir Sóley. Þá verður viðburður í Glaumbæ í Skagafirði. „Síðan verða göngur hingað og þangað um landið og í rauninni fólk úti um allt með íslensku fjárhundana sína að vekja athygli á tegundinni.“ Brosandi með dillandi skott Dagskrá verður einnig á netinu, þar sem hægt er að nálgast ýmis erindi, einkum fyrir erlenda velunnara íslenska fjárhundsins. Sóley segir áhuga á tegundinni einmitt hafa aukist mjög síðustu ár úti í heimi. „Það hefur sérstaklega verið mikill áhugi á tegundinni í Skandinavíu, og sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku, og vissulega á fleiri stöðum í Evrópu. Og síðan er hún að vinna sér inn töluverðan aðdáendahóp í Bandaríkjunum líka. Þannig að tegundin er að verða þokkalega eftirsótt um allan heim. Sem er náttúrulega frábært ef maður horfir til þess að fyrir um sjötíu árum síðan var tegundin svo gott sem í útrýmingarhættu.“ Sjálf á Sóley íslenska fjárhundinn Dranga Kappa Keisara, 6 ára, og hún er ekki í vafa um að tegundin sé sú besta í heimi. „Þeir eru mjög sjálfstæðir en virkilega húsbóndahollir, skemmtilegir í vinnu og alltaf glaðir, með dillandi skottið og taka brosandi á móti þér.“
Dýr Hundar Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira