Fjármagna áfram hernað Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Vladimír Pútín Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar