„Þetta er allt að springa á sama tíma“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2022 20:31 Jóhanna Neto hefur undanfarið dvalið í Portúgal, þar sem miklir gróðureldar geisa. Samsett Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga. Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við gróðurelda í Portúgal, suðvesturhluta Frakklands og á Spáni. Flugmaður fórst við slökkvistörf í norðurhluta Portúgal þegar flugvél hans brotlenti rétt við spænsku landamærin. Jóhanna Neto hefur dvalið í nágrenni gróðurelda í Portúgal síðustu daga en er nú stödd í 45 stiga hita í Lissabon. „Þetta er búið að vera alls staðar í gangi. Og þetta er alveg ótrúlega hræðilegt og erfitt af því að maður vaknar og það fyrsta sem maður finnur er lyktin af eldinum. Og maður þarf að vera með glugga lokaða og maður fer út og það er eins og það sé þoka nema þetta er ekki þoka. Þetta er bara askan af eldinum. Það er smá erfitt að anda líka og maður fær illt í augun,“ segir Jóhanna. Sárt að sjá heimili fólks fuðra upp Jóhanna, sem er hálfportúgölsk, hefur einnig fylgst vel með umfjöllun um hamfarirnar í fjölmiðlum. Það hryllilegasa sé að sjá heimili fólks og lífsviðurværi fuðra upp á nokkrum sekúndum - og viðbragðsaðilar ráði varla við eldana. „Þannig að fólk á ekki tíma til að fara á hvern einasta stað til að slökkva eldana sem eru í gangi því það er ekki nógu mikið fólk til þess. Þetta er allt að springa á sama tíma,“ segir Jóhanna. Yfir 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Frakklandi og á þriðja þúsund í grennd við Costa del Sol á Spáni. Hitabylgjan sem gengur yfir meginland Evrópu er nú sögð hafa dregið á fjórða hundrað til dauða í Portúgal og á Spáni. Þá hafa önnur lönd ekki farið varhluta af hamförunum - neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pódalnum á Ítalíu þar sem samnefnd á er sums staðar orðin að lækjarsprænu og heill bær í norðurhluta Marokkó þurrkaðist út í miklum gróðureldum. Íslendingar erlendis Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við gróðurelda í Portúgal, suðvesturhluta Frakklands og á Spáni. Flugmaður fórst við slökkvistörf í norðurhluta Portúgal þegar flugvél hans brotlenti rétt við spænsku landamærin. Jóhanna Neto hefur dvalið í nágrenni gróðurelda í Portúgal síðustu daga en er nú stödd í 45 stiga hita í Lissabon. „Þetta er búið að vera alls staðar í gangi. Og þetta er alveg ótrúlega hræðilegt og erfitt af því að maður vaknar og það fyrsta sem maður finnur er lyktin af eldinum. Og maður þarf að vera með glugga lokaða og maður fer út og það er eins og það sé þoka nema þetta er ekki þoka. Þetta er bara askan af eldinum. Það er smá erfitt að anda líka og maður fær illt í augun,“ segir Jóhanna. Sárt að sjá heimili fólks fuðra upp Jóhanna, sem er hálfportúgölsk, hefur einnig fylgst vel með umfjöllun um hamfarirnar í fjölmiðlum. Það hryllilegasa sé að sjá heimili fólks og lífsviðurværi fuðra upp á nokkrum sekúndum - og viðbragðsaðilar ráði varla við eldana. „Þannig að fólk á ekki tíma til að fara á hvern einasta stað til að slökkva eldana sem eru í gangi því það er ekki nógu mikið fólk til þess. Þetta er allt að springa á sama tíma,“ segir Jóhanna. Yfir 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Frakklandi og á þriðja þúsund í grennd við Costa del Sol á Spáni. Hitabylgjan sem gengur yfir meginland Evrópu er nú sögð hafa dregið á fjórða hundrað til dauða í Portúgal og á Spáni. Þá hafa önnur lönd ekki farið varhluta af hamförunum - neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pódalnum á Ítalíu þar sem samnefnd á er sums staðar orðin að lækjarsprænu og heill bær í norðurhluta Marokkó þurrkaðist út í miklum gróðureldum.
Íslendingar erlendis Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent