„Þetta er allt að springa á sama tíma“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2022 20:31 Jóhanna Neto hefur undanfarið dvalið í Portúgal, þar sem miklir gróðureldar geisa. Samsett Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga. Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við gróðurelda í Portúgal, suðvesturhluta Frakklands og á Spáni. Flugmaður fórst við slökkvistörf í norðurhluta Portúgal þegar flugvél hans brotlenti rétt við spænsku landamærin. Jóhanna Neto hefur dvalið í nágrenni gróðurelda í Portúgal síðustu daga en er nú stödd í 45 stiga hita í Lissabon. „Þetta er búið að vera alls staðar í gangi. Og þetta er alveg ótrúlega hræðilegt og erfitt af því að maður vaknar og það fyrsta sem maður finnur er lyktin af eldinum. Og maður þarf að vera með glugga lokaða og maður fer út og það er eins og það sé þoka nema þetta er ekki þoka. Þetta er bara askan af eldinum. Það er smá erfitt að anda líka og maður fær illt í augun,“ segir Jóhanna. Sárt að sjá heimili fólks fuðra upp Jóhanna, sem er hálfportúgölsk, hefur einnig fylgst vel með umfjöllun um hamfarirnar í fjölmiðlum. Það hryllilegasa sé að sjá heimili fólks og lífsviðurværi fuðra upp á nokkrum sekúndum - og viðbragðsaðilar ráði varla við eldana. „Þannig að fólk á ekki tíma til að fara á hvern einasta stað til að slökkva eldana sem eru í gangi því það er ekki nógu mikið fólk til þess. Þetta er allt að springa á sama tíma,“ segir Jóhanna. Yfir 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Frakklandi og á þriðja þúsund í grennd við Costa del Sol á Spáni. Hitabylgjan sem gengur yfir meginland Evrópu er nú sögð hafa dregið á fjórða hundrað til dauða í Portúgal og á Spáni. Þá hafa önnur lönd ekki farið varhluta af hamförunum - neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pódalnum á Ítalíu þar sem samnefnd á er sums staðar orðin að lækjarsprænu og heill bær í norðurhluta Marokkó þurrkaðist út í miklum gróðureldum. Íslendingar erlendis Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við gróðurelda í Portúgal, suðvesturhluta Frakklands og á Spáni. Flugmaður fórst við slökkvistörf í norðurhluta Portúgal þegar flugvél hans brotlenti rétt við spænsku landamærin. Jóhanna Neto hefur dvalið í nágrenni gróðurelda í Portúgal síðustu daga en er nú stödd í 45 stiga hita í Lissabon. „Þetta er búið að vera alls staðar í gangi. Og þetta er alveg ótrúlega hræðilegt og erfitt af því að maður vaknar og það fyrsta sem maður finnur er lyktin af eldinum. Og maður þarf að vera með glugga lokaða og maður fer út og það er eins og það sé þoka nema þetta er ekki þoka. Þetta er bara askan af eldinum. Það er smá erfitt að anda líka og maður fær illt í augun,“ segir Jóhanna. Sárt að sjá heimili fólks fuðra upp Jóhanna, sem er hálfportúgölsk, hefur einnig fylgst vel með umfjöllun um hamfarirnar í fjölmiðlum. Það hryllilegasa sé að sjá heimili fólks og lífsviðurværi fuðra upp á nokkrum sekúndum - og viðbragðsaðilar ráði varla við eldana. „Þannig að fólk á ekki tíma til að fara á hvern einasta stað til að slökkva eldana sem eru í gangi því það er ekki nógu mikið fólk til þess. Þetta er allt að springa á sama tíma,“ segir Jóhanna. Yfir 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Frakklandi og á þriðja þúsund í grennd við Costa del Sol á Spáni. Hitabylgjan sem gengur yfir meginland Evrópu er nú sögð hafa dregið á fjórða hundrað til dauða í Portúgal og á Spáni. Þá hafa önnur lönd ekki farið varhluta af hamförunum - neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pódalnum á Ítalíu þar sem samnefnd á er sums staðar orðin að lækjarsprænu og heill bær í norðurhluta Marokkó þurrkaðist út í miklum gróðureldum.
Íslendingar erlendis Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira