Að vera með stjórnmálamenn í vasanum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 14. júlí 2022 19:00 Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar