Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 09:02 Borgarstjórnartíð Dags lýkur að hálfu kjörtímabili liðnu. Margir hafa kallað eftir því að hann snúi sér að landsmálunum þegar borgarstjóratíð hans lýkur. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík hefur vakið ugg meðal margra í ljósi samþjöppunar í sjávarútvegi. Samherji á þriðjungshlut í Síldarvinnslunni og dansar þar með á línu hámarksaflaheimilda en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Margir telja lögin beinlínis sérsiðin að högum stórútgerðanna. Í grein Þórðar Gunnarssonar sem birt var á Innherja beinir hann sjónum að því kaupverði sem fékkst fyrir útgerðina Vísi. Kaupverðið segir Þórður töluvert yfir rekstrarvirði fyrirtækisins. Bendir Þórður á þá staðreynd að kaupverð hlutafjár í Vísi, 20 milljarðar, sé um það bil 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. Leiðir hann þar með að því líkur að að kaupverðið á útgerðinni, 31 milljarðar, skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum. Ekkert að marka fyrirheit stjórnmálamanna „Helstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eru með öðrum orðum að lýsa því yfir með verðlagningunni að ekkert sé að marka orð og fyrirheit stjórnmálanna um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni þannig að þeir fjármunir renna til þjóðarinnar. Og að engar breytingar á því séu líklegar,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Í samtali við Vísi segir Dagur grein Þórðar afhjúpandi. „Það sem er fyrst og fremst verið að borga fyrir er þorskkvótinn sem er í raun eign þjóðarinnar en ekki rekstrartölur fyrirtækisins. Þetta þarf ekki að koma á óvart en er óvenjuskýrt í þessu dæmi,“ segir Dagur. Mörg önnur atriði líkt og samkeppnissjónarmið eða kvótaþak hafi tekið mest pláss í umræðunni án þess að rætt sé um það sem mestu máli skipti. Katrín Jakobsdóttir nefndi einmitt þessi tvö atriði í viðtali við Vísi á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af stöðunni: „Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið,“ sagði Katrín. Dagur spyr því hvort eðlilegt sé að viðbrögð stjórnmálamanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið. „Í grunninn snýst þetta um hver á fiskinn í sjónum og hver á að fá afraksturinn af honum.“ Ekki að undirbúa innreið í landsmálin Í ljósi þess að Dagur er farinn að vekja máls á málefnum landspólitíkurinnar liggur beinast við að spyrja hvort hann sé að stefna á þann arm stjórnmálanna. „Nei, ég hef ekki tekið neina stefnu þangað og hef reyndar oft tjáð mig um auðlinda- og sjávarútvegsmál bara af því það er stórt mál fyrir samfélagið. Eitt meginviðfangsefnið er að fjármagna vanfjármagnað heilbrigðiskerfi. Á sama tíma erum við að horfa upp á ofurhagnað hjá útgerðinni án þess að þjóðin fái að njóta þess.“ Dagur segist jafnframt ekki vera á framboðsbuxum en orðrómur hefur verið um að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram til formanns Samfylkingar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun taka við borgarstjóraembættinu af Degi í ársbyrjun 2024 en Dagur hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Dagur segir samstarfið hjá nýja meirihlutanum ganga vel. „Það er góður andi í hópnum og mikill metnaður.“ Og Einar að fylgjast með þér þarna úti í horni? „Hann er reyndar í sumarfríi núna,“ segir Dagur og hlær. Sjávarútvegur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjavík Samfylkingin Síldarvinnslan Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík hefur vakið ugg meðal margra í ljósi samþjöppunar í sjávarútvegi. Samherji á þriðjungshlut í Síldarvinnslunni og dansar þar með á línu hámarksaflaheimilda en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Margir telja lögin beinlínis sérsiðin að högum stórútgerðanna. Í grein Þórðar Gunnarssonar sem birt var á Innherja beinir hann sjónum að því kaupverði sem fékkst fyrir útgerðina Vísi. Kaupverðið segir Þórður töluvert yfir rekstrarvirði fyrirtækisins. Bendir Þórður á þá staðreynd að kaupverð hlutafjár í Vísi, 20 milljarðar, sé um það bil 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. Leiðir hann þar með að því líkur að að kaupverðið á útgerðinni, 31 milljarðar, skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum. Ekkert að marka fyrirheit stjórnmálamanna „Helstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eru með öðrum orðum að lýsa því yfir með verðlagningunni að ekkert sé að marka orð og fyrirheit stjórnmálanna um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni þannig að þeir fjármunir renna til þjóðarinnar. Og að engar breytingar á því séu líklegar,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Í samtali við Vísi segir Dagur grein Þórðar afhjúpandi. „Það sem er fyrst og fremst verið að borga fyrir er þorskkvótinn sem er í raun eign þjóðarinnar en ekki rekstrartölur fyrirtækisins. Þetta þarf ekki að koma á óvart en er óvenjuskýrt í þessu dæmi,“ segir Dagur. Mörg önnur atriði líkt og samkeppnissjónarmið eða kvótaþak hafi tekið mest pláss í umræðunni án þess að rætt sé um það sem mestu máli skipti. Katrín Jakobsdóttir nefndi einmitt þessi tvö atriði í viðtali við Vísi á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af stöðunni: „Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið,“ sagði Katrín. Dagur spyr því hvort eðlilegt sé að viðbrögð stjórnmálamanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið. „Í grunninn snýst þetta um hver á fiskinn í sjónum og hver á að fá afraksturinn af honum.“ Ekki að undirbúa innreið í landsmálin Í ljósi þess að Dagur er farinn að vekja máls á málefnum landspólitíkurinnar liggur beinast við að spyrja hvort hann sé að stefna á þann arm stjórnmálanna. „Nei, ég hef ekki tekið neina stefnu þangað og hef reyndar oft tjáð mig um auðlinda- og sjávarútvegsmál bara af því það er stórt mál fyrir samfélagið. Eitt meginviðfangsefnið er að fjármagna vanfjármagnað heilbrigðiskerfi. Á sama tíma erum við að horfa upp á ofurhagnað hjá útgerðinni án þess að þjóðin fái að njóta þess.“ Dagur segist jafnframt ekki vera á framboðsbuxum en orðrómur hefur verið um að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram til formanns Samfylkingar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun taka við borgarstjóraembættinu af Degi í ársbyrjun 2024 en Dagur hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Dagur segir samstarfið hjá nýja meirihlutanum ganga vel. „Það er góður andi í hópnum og mikill metnaður.“ Og Einar að fylgjast með þér þarna úti í horni? „Hann er reyndar í sumarfríi núna,“ segir Dagur og hlær.
Sjávarútvegur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjavík Samfylkingin Síldarvinnslan Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira