„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2022 12:08 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. visir Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum. „Þetta dæmi sýnir svo vel sem við höfum vitað lengi að við verðum að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Núnar er þetta þannig að einn aðili getur farið með 12 prósent af úthlutum kvóta og má eiga 49,99 prósent í öðrum útgerðum sem fara með hin 88 prósent kvótans. Þetta sýnir að einn aðili getur farið með meirihlutann af úthlutuðum kvóta. Samþjöppunin undanfarin ár hefur sífellt aukist á meðan kvótakerfið er lokað þ.e. nýliðun í greininni er nánast ómöguleg. Það er bara dagljóst hvert svona þróun leiðir það er verið að búa til elítu í landinu sem hagnast á auðlindum þjóðarinnar,“ segir Oddný og bætir við: Kvótinn erfist, fer á milli kynslóða og safnast á fárra manna hendur. Þetta verður til þess að samfélagsgerðin okkar þróast í óæskilega átt. Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati Aðspurð um hvers vegna ekki sé búið að breyta þessum lögum þar sem þetta hafi lengi legið fyrir svarar Oddný: „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í okkar samfélagi og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir hún. Verðmat kvótans hafi komið fram við kaupin Þórður Gunnarsson hagfræðingur bendir á í skoðanagrein á Innherja í dag að ef Síldarvinnslan hefði notast við sömu viðmið við kaupin á Vísi í Grindavík og séu notuð hjá fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni hefði verðmiði hlutafjárins í fyrirtækinu verið um ellefu milljarða. Heildarvirði viðskiptanna hafi hins vegar verið þrjátíu og einn milljarður króna. Því megi segja að forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar hafi náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, og svo upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerir athugasemd við þetta á Facebook- síðu sinni í dag. Þar kemur fram að þessi greining á kaupverðinu bendi eindregið til þess að kaupverðið taki ekki mikið mið af rekstri, heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum sem eigi að heita þjóðareign. Hann endar á spurningunni. Á þetta bara að vera svona? Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum. „Þetta dæmi sýnir svo vel sem við höfum vitað lengi að við verðum að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Núnar er þetta þannig að einn aðili getur farið með 12 prósent af úthlutum kvóta og má eiga 49,99 prósent í öðrum útgerðum sem fara með hin 88 prósent kvótans. Þetta sýnir að einn aðili getur farið með meirihlutann af úthlutuðum kvóta. Samþjöppunin undanfarin ár hefur sífellt aukist á meðan kvótakerfið er lokað þ.e. nýliðun í greininni er nánast ómöguleg. Það er bara dagljóst hvert svona þróun leiðir það er verið að búa til elítu í landinu sem hagnast á auðlindum þjóðarinnar,“ segir Oddný og bætir við: Kvótinn erfist, fer á milli kynslóða og safnast á fárra manna hendur. Þetta verður til þess að samfélagsgerðin okkar þróast í óæskilega átt. Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati Aðspurð um hvers vegna ekki sé búið að breyta þessum lögum þar sem þetta hafi lengi legið fyrir svarar Oddný: „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í okkar samfélagi og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir hún. Verðmat kvótans hafi komið fram við kaupin Þórður Gunnarsson hagfræðingur bendir á í skoðanagrein á Innherja í dag að ef Síldarvinnslan hefði notast við sömu viðmið við kaupin á Vísi í Grindavík og séu notuð hjá fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni hefði verðmiði hlutafjárins í fyrirtækinu verið um ellefu milljarða. Heildarvirði viðskiptanna hafi hins vegar verið þrjátíu og einn milljarður króna. Því megi segja að forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar hafi náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, og svo upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerir athugasemd við þetta á Facebook- síðu sinni í dag. Þar kemur fram að þessi greining á kaupverðinu bendi eindregið til þess að kaupverðið taki ekki mikið mið af rekstri, heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum sem eigi að heita þjóðareign. Hann endar á spurningunni. Á þetta bara að vera svona?
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17