„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2022 12:08 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. visir Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum. „Þetta dæmi sýnir svo vel sem við höfum vitað lengi að við verðum að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Núnar er þetta þannig að einn aðili getur farið með 12 prósent af úthlutum kvóta og má eiga 49,99 prósent í öðrum útgerðum sem fara með hin 88 prósent kvótans. Þetta sýnir að einn aðili getur farið með meirihlutann af úthlutuðum kvóta. Samþjöppunin undanfarin ár hefur sífellt aukist á meðan kvótakerfið er lokað þ.e. nýliðun í greininni er nánast ómöguleg. Það er bara dagljóst hvert svona þróun leiðir það er verið að búa til elítu í landinu sem hagnast á auðlindum þjóðarinnar,“ segir Oddný og bætir við: Kvótinn erfist, fer á milli kynslóða og safnast á fárra manna hendur. Þetta verður til þess að samfélagsgerðin okkar þróast í óæskilega átt. Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati Aðspurð um hvers vegna ekki sé búið að breyta þessum lögum þar sem þetta hafi lengi legið fyrir svarar Oddný: „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í okkar samfélagi og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir hún. Verðmat kvótans hafi komið fram við kaupin Þórður Gunnarsson hagfræðingur bendir á í skoðanagrein á Innherja í dag að ef Síldarvinnslan hefði notast við sömu viðmið við kaupin á Vísi í Grindavík og séu notuð hjá fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni hefði verðmiði hlutafjárins í fyrirtækinu verið um ellefu milljarða. Heildarvirði viðskiptanna hafi hins vegar verið þrjátíu og einn milljarður króna. Því megi segja að forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar hafi náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, og svo upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerir athugasemd við þetta á Facebook- síðu sinni í dag. Þar kemur fram að þessi greining á kaupverðinu bendi eindregið til þess að kaupverðið taki ekki mikið mið af rekstri, heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum sem eigi að heita þjóðareign. Hann endar á spurningunni. Á þetta bara að vera svona? Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum. „Þetta dæmi sýnir svo vel sem við höfum vitað lengi að við verðum að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Núnar er þetta þannig að einn aðili getur farið með 12 prósent af úthlutum kvóta og má eiga 49,99 prósent í öðrum útgerðum sem fara með hin 88 prósent kvótans. Þetta sýnir að einn aðili getur farið með meirihlutann af úthlutuðum kvóta. Samþjöppunin undanfarin ár hefur sífellt aukist á meðan kvótakerfið er lokað þ.e. nýliðun í greininni er nánast ómöguleg. Það er bara dagljóst hvert svona þróun leiðir það er verið að búa til elítu í landinu sem hagnast á auðlindum þjóðarinnar,“ segir Oddný og bætir við: Kvótinn erfist, fer á milli kynslóða og safnast á fárra manna hendur. Þetta verður til þess að samfélagsgerðin okkar þróast í óæskilega átt. Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati Aðspurð um hvers vegna ekki sé búið að breyta þessum lögum þar sem þetta hafi lengi legið fyrir svarar Oddný: „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í okkar samfélagi og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir hún. Verðmat kvótans hafi komið fram við kaupin Þórður Gunnarsson hagfræðingur bendir á í skoðanagrein á Innherja í dag að ef Síldarvinnslan hefði notast við sömu viðmið við kaupin á Vísi í Grindavík og séu notuð hjá fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni hefði verðmiði hlutafjárins í fyrirtækinu verið um ellefu milljarða. Heildarvirði viðskiptanna hafi hins vegar verið þrjátíu og einn milljarður króna. Því megi segja að forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar hafi náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, og svo upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerir athugasemd við þetta á Facebook- síðu sinni í dag. Þar kemur fram að þessi greining á kaupverðinu bendi eindregið til þess að kaupverðið taki ekki mikið mið af rekstri, heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum sem eigi að heita þjóðareign. Hann endar á spurningunni. Á þetta bara að vera svona?
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17