Slökkviliðinu í London var tilkynnt um eldinn í kringum klukkan sex í kvöld. Þá voru sjötíu slökkviliðsmenn sendir á staðinn en stuttu seinna var 55 mönnum bætt við.
Eldurinn kviknaði í kjallara barsins og þurftu 150 manns að yfirgefa barinn og aðra staði í nágrenninu. Ekki er talið að neinn hafi slasast í eldsvoðanum og eru eldsupptök enn óþekkt.
Slökkviliðsmenn hafa nú reynt að slökkva eldinn í nokkra tíma en samkvæmt The Guardian hafa þeir þurft að nota gífurlegt magn af vatni þar sem það er mjög heitt í veðri þessa stundina í London.