Bjartsýn á að komast í höfn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. júlí 2022 08:51 Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra segist bjartsýn. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir vandasama siglingu fram undan varðandi hagstjórnina enda hafi landsmenn ekki séð aðrar eins verðbólgutölur í langan tíma. Lilja mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi um innihald greinar sem hún skrifaði í Morgunblaðið sem ber heitið „Vandasöm sigling.“ „Tilgangurinn með þessari grein er fyrst og síðast að hvetja okkur öll til þess að ná utan um þessa stöðu öll saman, um verðbólguþrýsinginn. Vegna þess að það er svo að verðbólgan í raun og veru hefur svo ofboðslega slæm áhrif á allt hagkerfið þegar öll verð eru komin á fleygiferð og þá er hætta að við náum ekki tökum á þessu. Að við séum þá að fara inn í erfitt tímabil varðandi hagstjórn á næstu tvö til þrjú árin.“ Lilja segir verðbólguþróunina eiga sér stað á heimsvísu og hafi Bandaríkin ekki séð jafn háar verðbólgutölur og núna í yfir fjörutíu ár. „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu.“ „Ég tel að seðlabankinn okkar, hann fór tiltölulega hratt í stýrivaxtalækkun og svo í stýrivaxtahækkun og ég held að það vinni með okkur á þessum tímapunkti að við séum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka.“ Lilja segist bjartsýn á framtíðina en þó með miklum fyrirvara. „Ég er líka bjartsýn á framtíðina vegna þess að hagkerfið okkar hefur sýnt alveg ótrúlegan kraft, það er fimm prósenta hagvöxtur í ár.“ Hún segir að allar útflutningsgreinar séu að gera það mjög gott. „Þetta hefur auðvitað valdið því að gengið hefur verið mjög stöðugt.“ Aðspurð hvenær við getum búist við að komast í höfn segir Lilja: „Ég tel að ef það verður ekki einhver svona verðbólguspírall upp á við þá getum við alveg verið komin þangað eftir 12, 18 mánuði, ég segi þetta með öllum heimsins fyrirvörum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Lilja mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi um innihald greinar sem hún skrifaði í Morgunblaðið sem ber heitið „Vandasöm sigling.“ „Tilgangurinn með þessari grein er fyrst og síðast að hvetja okkur öll til þess að ná utan um þessa stöðu öll saman, um verðbólguþrýsinginn. Vegna þess að það er svo að verðbólgan í raun og veru hefur svo ofboðslega slæm áhrif á allt hagkerfið þegar öll verð eru komin á fleygiferð og þá er hætta að við náum ekki tökum á þessu. Að við séum þá að fara inn í erfitt tímabil varðandi hagstjórn á næstu tvö til þrjú árin.“ Lilja segir verðbólguþróunina eiga sér stað á heimsvísu og hafi Bandaríkin ekki séð jafn háar verðbólgutölur og núna í yfir fjörutíu ár. „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu.“ „Ég tel að seðlabankinn okkar, hann fór tiltölulega hratt í stýrivaxtalækkun og svo í stýrivaxtahækkun og ég held að það vinni með okkur á þessum tímapunkti að við séum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka.“ Lilja segist bjartsýn á framtíðina en þó með miklum fyrirvara. „Ég er líka bjartsýn á framtíðina vegna þess að hagkerfið okkar hefur sýnt alveg ótrúlegan kraft, það er fimm prósenta hagvöxtur í ár.“ Hún segir að allar útflutningsgreinar séu að gera það mjög gott. „Þetta hefur auðvitað valdið því að gengið hefur verið mjög stöðugt.“ Aðspurð hvenær við getum búist við að komast í höfn segir Lilja: „Ég tel að ef það verður ekki einhver svona verðbólguspírall upp á við þá getum við alveg verið komin þangað eftir 12, 18 mánuði, ég segi þetta með öllum heimsins fyrirvörum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira