Bjartsýn á að komast í höfn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. júlí 2022 08:51 Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra segist bjartsýn. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir vandasama siglingu fram undan varðandi hagstjórnina enda hafi landsmenn ekki séð aðrar eins verðbólgutölur í langan tíma. Lilja mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi um innihald greinar sem hún skrifaði í Morgunblaðið sem ber heitið „Vandasöm sigling.“ „Tilgangurinn með þessari grein er fyrst og síðast að hvetja okkur öll til þess að ná utan um þessa stöðu öll saman, um verðbólguþrýsinginn. Vegna þess að það er svo að verðbólgan í raun og veru hefur svo ofboðslega slæm áhrif á allt hagkerfið þegar öll verð eru komin á fleygiferð og þá er hætta að við náum ekki tökum á þessu. Að við séum þá að fara inn í erfitt tímabil varðandi hagstjórn á næstu tvö til þrjú árin.“ Lilja segir verðbólguþróunina eiga sér stað á heimsvísu og hafi Bandaríkin ekki séð jafn háar verðbólgutölur og núna í yfir fjörutíu ár. „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu.“ „Ég tel að seðlabankinn okkar, hann fór tiltölulega hratt í stýrivaxtalækkun og svo í stýrivaxtahækkun og ég held að það vinni með okkur á þessum tímapunkti að við séum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka.“ Lilja segist bjartsýn á framtíðina en þó með miklum fyrirvara. „Ég er líka bjartsýn á framtíðina vegna þess að hagkerfið okkar hefur sýnt alveg ótrúlegan kraft, það er fimm prósenta hagvöxtur í ár.“ Hún segir að allar útflutningsgreinar séu að gera það mjög gott. „Þetta hefur auðvitað valdið því að gengið hefur verið mjög stöðugt.“ Aðspurð hvenær við getum búist við að komast í höfn segir Lilja: „Ég tel að ef það verður ekki einhver svona verðbólguspírall upp á við þá getum við alveg verið komin þangað eftir 12, 18 mánuði, ég segi þetta með öllum heimsins fyrirvörum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Lilja mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi um innihald greinar sem hún skrifaði í Morgunblaðið sem ber heitið „Vandasöm sigling.“ „Tilgangurinn með þessari grein er fyrst og síðast að hvetja okkur öll til þess að ná utan um þessa stöðu öll saman, um verðbólguþrýsinginn. Vegna þess að það er svo að verðbólgan í raun og veru hefur svo ofboðslega slæm áhrif á allt hagkerfið þegar öll verð eru komin á fleygiferð og þá er hætta að við náum ekki tökum á þessu. Að við séum þá að fara inn í erfitt tímabil varðandi hagstjórn á næstu tvö til þrjú árin.“ Lilja segir verðbólguþróunina eiga sér stað á heimsvísu og hafi Bandaríkin ekki séð jafn háar verðbólgutölur og núna í yfir fjörutíu ár. „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu.“ „Ég tel að seðlabankinn okkar, hann fór tiltölulega hratt í stýrivaxtalækkun og svo í stýrivaxtahækkun og ég held að það vinni með okkur á þessum tímapunkti að við séum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka.“ Lilja segist bjartsýn á framtíðina en þó með miklum fyrirvara. „Ég er líka bjartsýn á framtíðina vegna þess að hagkerfið okkar hefur sýnt alveg ótrúlegan kraft, það er fimm prósenta hagvöxtur í ár.“ Hún segir að allar útflutningsgreinar séu að gera það mjög gott. „Þetta hefur auðvitað valdið því að gengið hefur verið mjög stöðugt.“ Aðspurð hvenær við getum búist við að komast í höfn segir Lilja: „Ég tel að ef það verður ekki einhver svona verðbólguspírall upp á við þá getum við alveg verið komin þangað eftir 12, 18 mánuði, ég segi þetta með öllum heimsins fyrirvörum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira