Bjartsýn á að komast í höfn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. júlí 2022 08:51 Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra segist bjartsýn. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir vandasama siglingu fram undan varðandi hagstjórnina enda hafi landsmenn ekki séð aðrar eins verðbólgutölur í langan tíma. Lilja mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi um innihald greinar sem hún skrifaði í Morgunblaðið sem ber heitið „Vandasöm sigling.“ „Tilgangurinn með þessari grein er fyrst og síðast að hvetja okkur öll til þess að ná utan um þessa stöðu öll saman, um verðbólguþrýsinginn. Vegna þess að það er svo að verðbólgan í raun og veru hefur svo ofboðslega slæm áhrif á allt hagkerfið þegar öll verð eru komin á fleygiferð og þá er hætta að við náum ekki tökum á þessu. Að við séum þá að fara inn í erfitt tímabil varðandi hagstjórn á næstu tvö til þrjú árin.“ Lilja segir verðbólguþróunina eiga sér stað á heimsvísu og hafi Bandaríkin ekki séð jafn háar verðbólgutölur og núna í yfir fjörutíu ár. „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu.“ „Ég tel að seðlabankinn okkar, hann fór tiltölulega hratt í stýrivaxtalækkun og svo í stýrivaxtahækkun og ég held að það vinni með okkur á þessum tímapunkti að við séum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka.“ Lilja segist bjartsýn á framtíðina en þó með miklum fyrirvara. „Ég er líka bjartsýn á framtíðina vegna þess að hagkerfið okkar hefur sýnt alveg ótrúlegan kraft, það er fimm prósenta hagvöxtur í ár.“ Hún segir að allar útflutningsgreinar séu að gera það mjög gott. „Þetta hefur auðvitað valdið því að gengið hefur verið mjög stöðugt.“ Aðspurð hvenær við getum búist við að komast í höfn segir Lilja: „Ég tel að ef það verður ekki einhver svona verðbólguspírall upp á við þá getum við alveg verið komin þangað eftir 12, 18 mánuði, ég segi þetta með öllum heimsins fyrirvörum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Lilja mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi um innihald greinar sem hún skrifaði í Morgunblaðið sem ber heitið „Vandasöm sigling.“ „Tilgangurinn með þessari grein er fyrst og síðast að hvetja okkur öll til þess að ná utan um þessa stöðu öll saman, um verðbólguþrýsinginn. Vegna þess að það er svo að verðbólgan í raun og veru hefur svo ofboðslega slæm áhrif á allt hagkerfið þegar öll verð eru komin á fleygiferð og þá er hætta að við náum ekki tökum á þessu. Að við séum þá að fara inn í erfitt tímabil varðandi hagstjórn á næstu tvö til þrjú árin.“ Lilja segir verðbólguþróunina eiga sér stað á heimsvísu og hafi Bandaríkin ekki séð jafn háar verðbólgutölur og núna í yfir fjörutíu ár. „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu.“ „Ég tel að seðlabankinn okkar, hann fór tiltölulega hratt í stýrivaxtalækkun og svo í stýrivaxtahækkun og ég held að það vinni með okkur á þessum tímapunkti að við séum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka.“ Lilja segist bjartsýn á framtíðina en þó með miklum fyrirvara. „Ég er líka bjartsýn á framtíðina vegna þess að hagkerfið okkar hefur sýnt alveg ótrúlegan kraft, það er fimm prósenta hagvöxtur í ár.“ Hún segir að allar útflutningsgreinar séu að gera það mjög gott. „Þetta hefur auðvitað valdið því að gengið hefur verið mjög stöðugt.“ Aðspurð hvenær við getum búist við að komast í höfn segir Lilja: „Ég tel að ef það verður ekki einhver svona verðbólguspírall upp á við þá getum við alveg verið komin þangað eftir 12, 18 mánuði, ég segi þetta með öllum heimsins fyrirvörum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira