Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 22:33 Mynd úr Royal Arena eftir að tilkynnt var um að tónleikunum hafi verið aflýst. aðsend Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira