NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2022 19:21 Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar segir aðildina að NATO styrkja varnir lands hennar en Svíar muni einnig auka öryggi bandalagsins með framlagi sínu. AP/Paul White Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. Utanríkisráðherrar Tyrklands, Finnlands og Svíþjóðar skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu í gær sem tryggði að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild þessara tveggja Norðurlandaþjóða að NATO. Tyrkir höfðu talið þjóðirnar of hliðhollar Kúrdum og þær veittu fólki sem Tyrkir telja hryðjuverkamenn skjól. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO óskar Sauli Niinisto forseta Finnlands til hamingju með áfangann eftir að aðild Finnlands að bandalaginu hafði verið samþykkt.AP/Bernat Armangue Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hafði milligöngu um að samkomulag tókst milli þjóðanna þriggja. „Finnar og Svíar eru að sjálfsögðu tilbúnir að vinna með Tyrkjum vegna fyrirhugaðrar beiðni um brottvísun eða framsal einstaklinga sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. En þetta framsalsferli mun eiga sér stað í samræmi við Evrópusamninginn um framsal sakamanna," sagði Stoltenberg í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga hafa stutt umsóknir Finna og Svía að bandalaginu. Það væri fengur af því að fá slíkar lýðræðisþjóðir sem bæru virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum í bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög Íslendinga til NATO hafi aukist og muni aukast með nýjum áherslum bandalagsins.AP/Paul White „Við erum hins vegar auðvitað búin að vera að fylgjast með ákveðinni atburðarás. Þar sem Tyrkir hafa í raun og veru sett óskyld mál á dagskrá. Sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu. Þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ segir Katrín og vísar þar til málefna Kúrda. Leiðtogarnir ítrekuðu stuðning bandalagsþjóðanna við Úkraínu og hétu áframhaldandi hernaðar- og efnahagsstuðningi. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafundinn í dag og sagði Rússa aðallega heyja stórskotaliðshernað gegn Úkraínu þar sem þeir hefðu mikla yfirburði. Úkraínumenn þyrftu því á mun meiri þungavopnum og fjárhagsaðstoðað halda. Stríðið kostaði Úkraínu um 5 milljarða dollara, eða um 660 milljarða króna, á mánuði og landið væri nú þegar skuldum vafið. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands, Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands slá á létta strengi á leiðtogafundinum.AP/Manu Fernandez „Ég get sagt hvað það er sem við þurfum: Við þurfum tryggingu fyrir öryggi okkar og þið verðið að finna Úkraínu stað á sameiginlegu öryggissvæði. Annað hvort veitið þið áríðandi hjálp til Úkraínu sem dugar til sigurs eða standið frammi fyrir síðkomnu stríði á milli Rússlands og ykkar sjálfra," sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu. Leiðtogarnir samþykktu líka nýjar áherslur í starfsemi NATO með fjölgun um 300 þúsund manns í viðbragðssveitum bandalagsríkjanna og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Stoltenberg segir þetta mikla stefnubreytingu frá árinu 2010 þegar Rússar voru í samvinnu við bandalagið. „Þetta er varpar ljósi á það að Rússland er mesta og beinasta ógnin við öryggi okkar. Í fyrri samþykktum frá 2010 var talað um Rússa sem bandamenn," sagði Stoltinberg. Ísland leggur sitt að mörkum Þær aðgerðir og breytingar á stefnu NATO sem leiðtogarnir samþykktu í dag hafa mest áhrif í austurhluta bandalagsins. Starfsemi þess er þó öll samofin og einnig hefur verið samþykkt að öll aðildarríkin auki framlög sín til þess. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna taka þátt í leiðtogafundinum í Madrid. Hér er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra með Anniken Huitfeldt utanríkisráðherra Noregs.AP/Manu Fernandez Forsætisráðherra segir Íslendinga halda áfram að taka þátt í samstarfinu á borgaralegum forsendum. „Við erum auðvitað herlaus þjóð og höfum ekki í hyggju að breyta því. En við munum hins vegar leggja aukna fjármuni og höfum verið að leggja aukna fjármuni til dæmis í netöryggismál sem eru auðvitað lykilþáttur í stefnunni. Það er verið að tala um að efla hér miðlæga sjóði Atlantshafsbandalagsins. Sem þýðir að Ísland mun leggja meira til bandalagsins eins og aðrar þjóðir,“ segir Katrín. Síðast en ekki síst muni Íslendingar líka að taka þátt í nýjum nýsköpunarsjóði Atlantshafsbandalagsins. Hann væri hugsaður til að bregðast við þeim miklu tæknibreytingum sem væru að verða. „Sem eru auðvitað að breyta þessu öryggisumhverfi algerlega. Þannig að við erum að leggja meira að mörkum en við höfum áður gert. Þá hef ég ekki einu sinni minnst á það sem við höfum verið að gera á undanförnum árum, sem er aukið viðhald á mannvirkjunum í Keflavík. Sem auðvitað telst líka sem framlög til varnarmála og gerir okkur þá kleift að taka á móti þeim sem eru að sinna loftrýmisgæslu við Ísland og kafbátaleit við Ísland,“ segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Rússland Tengdar fréttir Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. 29. júní 2022 14:37 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Utanríkisráðherrar Tyrklands, Finnlands og Svíþjóðar skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu í gær sem tryggði að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild þessara tveggja Norðurlandaþjóða að NATO. Tyrkir höfðu talið þjóðirnar of hliðhollar Kúrdum og þær veittu fólki sem Tyrkir telja hryðjuverkamenn skjól. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO óskar Sauli Niinisto forseta Finnlands til hamingju með áfangann eftir að aðild Finnlands að bandalaginu hafði verið samþykkt.AP/Bernat Armangue Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hafði milligöngu um að samkomulag tókst milli þjóðanna þriggja. „Finnar og Svíar eru að sjálfsögðu tilbúnir að vinna með Tyrkjum vegna fyrirhugaðrar beiðni um brottvísun eða framsal einstaklinga sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. En þetta framsalsferli mun eiga sér stað í samræmi við Evrópusamninginn um framsal sakamanna," sagði Stoltenberg í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga hafa stutt umsóknir Finna og Svía að bandalaginu. Það væri fengur af því að fá slíkar lýðræðisþjóðir sem bæru virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum í bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög Íslendinga til NATO hafi aukist og muni aukast með nýjum áherslum bandalagsins.AP/Paul White „Við erum hins vegar auðvitað búin að vera að fylgjast með ákveðinni atburðarás. Þar sem Tyrkir hafa í raun og veru sett óskyld mál á dagskrá. Sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu. Þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ segir Katrín og vísar þar til málefna Kúrda. Leiðtogarnir ítrekuðu stuðning bandalagsþjóðanna við Úkraínu og hétu áframhaldandi hernaðar- og efnahagsstuðningi. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafundinn í dag og sagði Rússa aðallega heyja stórskotaliðshernað gegn Úkraínu þar sem þeir hefðu mikla yfirburði. Úkraínumenn þyrftu því á mun meiri þungavopnum og fjárhagsaðstoðað halda. Stríðið kostaði Úkraínu um 5 milljarða dollara, eða um 660 milljarða króna, á mánuði og landið væri nú þegar skuldum vafið. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands, Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands slá á létta strengi á leiðtogafundinum.AP/Manu Fernandez „Ég get sagt hvað það er sem við þurfum: Við þurfum tryggingu fyrir öryggi okkar og þið verðið að finna Úkraínu stað á sameiginlegu öryggissvæði. Annað hvort veitið þið áríðandi hjálp til Úkraínu sem dugar til sigurs eða standið frammi fyrir síðkomnu stríði á milli Rússlands og ykkar sjálfra," sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu. Leiðtogarnir samþykktu líka nýjar áherslur í starfsemi NATO með fjölgun um 300 þúsund manns í viðbragðssveitum bandalagsríkjanna og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Stoltenberg segir þetta mikla stefnubreytingu frá árinu 2010 þegar Rússar voru í samvinnu við bandalagið. „Þetta er varpar ljósi á það að Rússland er mesta og beinasta ógnin við öryggi okkar. Í fyrri samþykktum frá 2010 var talað um Rússa sem bandamenn," sagði Stoltinberg. Ísland leggur sitt að mörkum Þær aðgerðir og breytingar á stefnu NATO sem leiðtogarnir samþykktu í dag hafa mest áhrif í austurhluta bandalagsins. Starfsemi þess er þó öll samofin og einnig hefur verið samþykkt að öll aðildarríkin auki framlög sín til þess. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna taka þátt í leiðtogafundinum í Madrid. Hér er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra með Anniken Huitfeldt utanríkisráðherra Noregs.AP/Manu Fernandez Forsætisráðherra segir Íslendinga halda áfram að taka þátt í samstarfinu á borgaralegum forsendum. „Við erum auðvitað herlaus þjóð og höfum ekki í hyggju að breyta því. En við munum hins vegar leggja aukna fjármuni og höfum verið að leggja aukna fjármuni til dæmis í netöryggismál sem eru auðvitað lykilþáttur í stefnunni. Það er verið að tala um að efla hér miðlæga sjóði Atlantshafsbandalagsins. Sem þýðir að Ísland mun leggja meira til bandalagsins eins og aðrar þjóðir,“ segir Katrín. Síðast en ekki síst muni Íslendingar líka að taka þátt í nýjum nýsköpunarsjóði Atlantshafsbandalagsins. Hann væri hugsaður til að bregðast við þeim miklu tæknibreytingum sem væru að verða. „Sem eru auðvitað að breyta þessu öryggisumhverfi algerlega. Þannig að við erum að leggja meira að mörkum en við höfum áður gert. Þá hef ég ekki einu sinni minnst á það sem við höfum verið að gera á undanförnum árum, sem er aukið viðhald á mannvirkjunum í Keflavík. Sem auðvitað telst líka sem framlög til varnarmála og gerir okkur þá kleift að taka á móti þeim sem eru að sinna loftrýmisgæslu við Ísland og kafbátaleit við Ísland,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Rússland Tengdar fréttir Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. 29. júní 2022 14:37 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. 29. júní 2022 14:37
Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19
NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50